18 km Fjallahlaup (12 ára og eldri)
Heildarhækkun: 656m
Drykkjarstöðvar: 1
GPX track: væntanlegt
ITRA stig: 1
Ræst er frá Héðinsfjarðargöngum og hlaupið sem leið liggur að Víkurdal, hlaupið inn dalinn og yfir Rauðskörð (700m) og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls rúmlega 18 km löng.
Barnahlaup 500m, 1.000m, 1.500m
Ræst er í miðbæ Ólafsfjarðar.. Hlaupið ætlað 5 ára og yngri, 6-8 ára og 9-10 ára.
Vegalengdir og gjaldskrá í Fjarðarhlaupinu:
Barnahlaup ætlað 10 ára og yngri, ekkert þátttökugjald.
5/10 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 4.000 kr.
18 km, fjallahlaup 12 ára og eldri, 8.000 kr. t (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)
32 km, fjallahlaup 17 ára og eldri, 12.000 kr. (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)
Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!
Drög að dagskrá fyrir laugardaginn 17. ágúst:
8-9:30 Afhending keppnisgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
10:00 Fjarðarhlaupið 32 km, ræst frá Sigló Hótel
11:00 Fjarðarhlaupið 18 km, ræst frá Héðinsfirði
12:00 Fjarðarhlaupið 5/10 km, ræst frá miðbæ Ólafsfjarðar.
12:10 Barnahlaupið 1 km, ræst frá miðbæ Ólafsfjarðar.