Eftir vel heppnað bókmenntakvöld á aðventunni blásum við til bókmenntakvölds á ný.
Viltu ylja þér í skammdeginu og hitta rithöfunda í eigin persónu og njóta upplesturs úr áhugaverðum skáldsögum? Þrír rithöfundar ætla að heiðra Siglfirðinga með nærveru sinni á hótel Siglunesi í þetta sinn.
- Joachim B. Schmidt les upp úr bókinni Ósmann, skáldsögu byggðri á ævi Jóns Magnússonar, ferjumanns í Skagafirði.
- Ester Hilmarsdóttir les upp úr bókinni Sjáandi, skáldsögu um ástina og sambandið við náttúruna á tímum sveitarsíma og förukvenna.
- Sæunn Gísladóttir les upp úr fyrstu skáldsögu sinni Kúnstpásu þar sem líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum fléttast saman.
Dagskráin hefst með fordrykk og upplestri kl. 18.30 þann 30. janúar og í kjölfarið er boðið upp á marokkóska veislu. Á milli rétta gefst tækifæri til að spyrja rithöfundana spjörunum úr.
Verð: 10.900 kr. á mann
Viðburðurinn hentar bókmenntaaðdáendum og öllum áhugasömum!
Má bjóða þér að gista á bókmenntakvöldinu?
bókanir fara fram á
info@hotelsiglunes.is