Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki - Unnur María Máney Bergseinsdóttir

Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. - 5. júlí 2020. Þar koma saman 11 listamenn sem bjóða uppá tónlist, myndlist og spjall. Viðburðirnir verða allir á heimilislegu nótunum og fjöldi gesta takmarkaður. Eru því allir beðnir um að sýna skilning, spritta á sér hendur og koma ekki ef um einhvern slappleika er að ræða. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Tannlæknar Fjallabyggð, Eyrarrósin, Aðalbakarí, Kjörbúðin og Rammi hf. styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.

Sunnudagur 5. júlí kl. 14:30 - 15:30  Sunnudagskaffi með skapandi fólki; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir

Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, einnig þekkt sem Húlladúllan og Ungfrú Hringaná, segir gestum frá sirkuslistum og lífi. 

Unnur Máney er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands, breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum viðburðum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Auk þess að leika listir sínar kennir hún bæði börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir, með sérstakri áherslu á húlla, akró, loftfimleika og jafnvægiskúnstir. Hún lauk húllakennaranámi frá Live Love Hoop í Bristol árið 2016 og alþjóðlegu Social Circus kennaranámi á vegum Caravan sirkussamtakanna og Evrópusambandsins árið 2019. Unnur Máney starfar með kabarettinum Drag-Súgi og með Reykjavík Kabarett og er stofnandi Akró Ísland hópsins