Sunnudaginn 27. apríl verður haldin vegleg tónlistarveisla í Siglufjarðarkirkju til að fagna 25 ára starfsafmæli Karlakórs Fjallabyggðar, sem var stofnaður þann 1. janúar árið 2000. Á efnisskránni verður fjölbreytt og glæsilegt úrval laga — bæði gömul og ný, sem endurspegla feril kórsins í gegnum árin.
Með okkur á svið stígur frábært tónlistarfólk. Tinna Hjaltadóttir söngkona mun flytja nokkur lög með kórnum en auk þess mun hljómsveit kórsins spila undir. Það er okkur sérstakt ánægjuefni að Elías Þorvaldsson, fyrrverandi stjórnandi kórsins, mun leika á píanó með hljómsveitinni.
Hljómsveitina skipa:
Elías Þorvaldsson, píanó.
Guðmann Sveinsson, gítar.
Rodrigo Lopes, trommur.
Mikael Sigurðsson, bassi.
Stjórnandi Edda Björk Jónsdóttir.
Miðaverð er 5.000 kr.
Athugið! Það verður enginn posi á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!