13.12.2022
Verkefnastjórn Norðanáttar hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna umsókna á Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði (Sjá auglýsingu).
Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. janúar 2023.
Lesa meira
07.12.2022
Út er komið mánaðarlegt fréttabréf SSNE fyrir nóvember 2022 - það síðasta sem kemur út á árinu en þó ekki það síðasta af árinu, en desember fréttabréfið kemur út í byrjun janúar.
Lesa meira
06.12.2022
Forsvarsmenn Síldarminjasafnsins þau Aníta Elefsen, safnstjóri, Edda Björk Jónsdóttir og Daníel Pétur Daníelsson, buðu markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar í heimsókn í Síldarminjasafnið í gær mánudaginn 5. desember.
Lesa meira
06.12.2022
Jólastemning í Iðjunni þegar bæjarstjóri leit við á dögunum
Sigríður bæjarstjóri kíkti við í Iðjuna á Siglufirði. Þar var gleðileg jólastemning, verið að baka jólasmákökur, föndra, búa til jólaskraut og jólavörur og söngurinn ómaði um allt hús. Hjá Iðjunni er hægt að kaupa ýmislegt sem ratað gæti í jólapakkann eða heim í stofu nú fyrir jólin. Íbúar og gestir eru hvattir til að kíkja við og njóta jólaandans sem þar ríkir.
Lesa meira
05.12.2022
Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra.
Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða.
Lesa meira
05.12.2022
Gjafabréfin, frá Fjallabyggð, til starfsmanna sveitarfélagsins, er hægt að nota á eftirfarandi stöðum (sjá lista hér fyrir neðan:
Þeir aðilar sem ekki eru á listanum en hafa áhuga á að taka við bréfunum vinsamlegast sendi póst þar um á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira
05.12.2022
Landsátakinu Syndum er lokið.
Þátttakendur í átakinu sem skráð sig inn á síðuna syndum.is syntu samanlagt 11.202,04 km
Syndum var heilsu- og hvatningarátak sem höfðaði til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er heilsubætandi og góð leið til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans
Lesa meira
05.12.2022
Laugardaginn 3. desember sl. var opið hús í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í tilefni af 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu
Lesa meira
02.12.2022
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri kíkti í heimsókn í vinnustofuna hjá Sjálfsbjörgu á Siglufirði í gær. Þar sveif jólaandinn yfir vötnum. Allir glaðir í bragði, á fullu við að framleiða fallega hluti og flíkur.
Lesa meira
01.12.2022
Félagsmiðstöðin Neon var með opið hús fyrir íbúa Fjallabyggðar í gær miðvikudaginn 30. nóvember þar sem gestum gafst tækifæri á að skoða hið nýja og stórglæsilega húsnæði.
Lesa meira