13.05.2015
Á dögunum var gefið út nýtt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð. Yfirfærslan frá gamla dagatalinu og yfir á það nýja stendur nú yfir og til að koma losun í rétt horf miðað við nýtt dagatal þá verður lífrænn úrgangur (brún tunna) losaður á föstudaginn og klárað á mánudag.
Lesa meira
13.05.2015
Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 - breytt landnotkun á Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Lesa meira
12.05.2015
Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi, Dalvík, fimmtudaginn 14. maí (Uppstigningardag) kl. 20:30.
Lesa meira
12.05.2015
Í gær voru á ferðinni góðir gestir frá Eidi í Færeyjum sem er vinabær Siglufjarðar. Um var að ræða hóp eldri borgara af sambýli í Eidi ásamt starfsfólki. Hópurinn hefur dvalið á Akureyri frá 6. maí og í gær skruppu þau dagsferð til Siglufjarðar.
Lesa meira
11.05.2015
Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð. Markmið þess er að kynna grundvallaratriði gæðakerfa
Lesa meira
11.05.2015
Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
Lesa meira
08.05.2015
Menntaskólinn á Tröllaskaga er ein af þremur stofnunum ársins 2015 samkvæmt könnun Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR). Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í Hörpunni í gær.
Lesa meira
08.05.2015
Í vikunni stóð Íslenska Gámafélagið fyrir kynningarátaki á meðal íbúa Fjallabyggðar um sorphirðu og flokkun á sorpi. Gengu starfsmenn fyrirtækisins í hús og fóru yfir helstu atriði er lýtur að flokkun á sorpi. Þessar heimsóknir mæltust vel fyrir á meðal íbúa.
Lesa meira
07.05.2015
Föstudagskvöldið 8. maí opna David Artaud, Nicolas Koch og Gústav Geir Bollason sýningu í Herhúsinu á Siglufirði.
Sýningin er hluti af verkefninu DELTA TOTAL Hjalteyri, Hrísey, Siglufjörður. Listamennirnir hafa unnið í Herhúsinu undanfarna viku og er sýningin afrakstur þess. Sýningin er aðeins opni þetta eina kvöld.
Lesa meira
06.05.2015
VAKINN er samstarfsverkefni Ferðamálstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ferðamálasamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þetta kerfi er fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða aðila í ferðaþjónustu við að auka gæði og öryggi. Og það er gert með hjálpargögnum og leiðsögn. En þetta kerfi skiptist í tvennt; Gæðaflokkun og umhverfiskerfi.
Lesa meira