Fréttir

Tæknilæsi fyrir 60+ í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir spennandi verkefni sem miðar að því að auka tæknilæsi meðal íbúa Fjallabyggðar sem eru 60 ára og eldri. Verkefnið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu þar sem nemendur við menntaskólann sjá um leiðsögn undir handleiðslu kennara skólans.
Lesa meira

Staða deiliskipulags í miðbæ Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna að tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem myndi m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu. Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur var frá og með 13. nóvember 2024 til og með 2. janúar 2025.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda í Fjallabyggð árið 2025

Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins fyrir 27. janúar 2025.
Lesa meira

Matthías Kristinsson skíðamaður kjörinn Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð

Matthías Kristinsson skíðamaður kjörinn Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð.
Lesa meira

Þrettándabrenna og flugeldasýning á Siglufirði

Þrettándabrenna og flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði mánudaginn 6. janúar 2025
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2024 í Fjallabyggð

Athöfn þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar verður verðlaunað fer fram í Tjarnarborg kl. 17:00 laugardaginn 4. janúar 2025.
Lesa meira