Fréttir

Breyttur útivistartími frá 1. september

Vakin er athygli á því að útivist­ar­tími barna og ung­linga tók breyt­ing­um 1. sept­em­ber. 
Lesa meira

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag þar sem hann kynnti sér aðstæður og skoðaði afleiðingar hamfararúrkomu á Tröllaskaga síðast liðinn föstudag og laugardag, en óvissustigi almannavarna var lýst yfir á svæðinu og Siglufjarðarvegur var lokaður í marga daga vegna atburðarins.
Lesa meira

Breytt áætlun skólabíls föstudaginn 30. ágúst

Föstudaginn 30. ágúst verður áætlun skólabíls með breyttu sniði þar sem engin kennsla er í Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR vegna skipulagsdags.
Lesa meira

Hátindur 60+ hlýtur styrk úr Fléttunni í ár

Fyrirtækið Memaxi, Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu og hlaut verkefnið 7.500.000 kr. stryk. 
Lesa meira

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð 18. september 2024

Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum. Einnig verða kynntar hugbúnaðarlausnir sem og lausnir sem nýtast stærri skipulagsheildum.Við hefjum dagskrá kl: 10:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði með örkynningum frá sýningaraðilum en að þeim loknum er hægt að eiga nánara samtal.
Lesa meira

Myndasöguhátíð Siglufjarðar 30. ágúst til 1. september 2024

Fyrsta Myndasöguhátíð Siglufjarðar mun eiga sér stað komandi helgi föstudaginn 30. ágúst til 1. september 2024. Líklega nyrsta myndasöguhátíð í heimi!
Lesa meira

Varðandi tilkynningar um vatnstjón

Sveitarfélagið vinnur nú að því að meta umfang og orsök tjóna sem húseigendur og aðrir urðu fyrir sl. helgi. Hluti af þeirri vinnu felst í því að skoða tryggingalega stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim atburðum sem áttu sér stað. Sveitarfélagið hvetur húseigendur til þess að taka saman gögn og upplýsingar um áætlað tjón og senda inn erindi í gegnum "Ábendingar og fyrirspurnir". Óskað er eftir því að erindinu fylgi stutt lýsing á umfangi tjónsinsSveitarfélagið mun í framhaldinu vinna með hverja tilkynningu í samráði við húseigendur. Fjallabyggð hvetur jafnframt alla sem urðu fyrir tjóni að tilkynna slíkt til síns tryggingafélags.
Lesa meira

Óvissustig almannavarna enn í gildi og Siglufjarðarvegur er lokaður

Óvissustig almannavarna vegna rigningar og skriðuhættu er enn í gildi á Tröllaskaga. Siglufjarðarvegur er lokaður og verður áfram. Reglulegt eftirlit er með svæðinu og samráð haft við sérfræðinga Veðurstofu og Vegagerðar. Búið er að opna fyrir umferð um Fossveg, Hólaveg og Snorragötu á Siglufirði. Varað er við því að fólk sé á ferð um fjöll og hlíðar á svæðinu. Viðbragðsaðilar fylgjast grant með framvindu mála og staðan verður endurmetin á morgun.
Lesa meira

247. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 247. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði þann 26. ágúst 2024 kl. 12:10
Lesa meira

Uppfærð frétt: Úrhelli á Tröllaskaga og dæla í fráveitukerfi biluð á Siglufirði

Nú er úrhellis rigning á Tröllaskaga líkt og spár gerðu ráð fyrir. Því miður bilaði dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði í nótt. Unnið er að viðgerðum.
Lesa meira