Fréttir

Bókasafnið í Ólafsfirði verður lokað frá 16. febrúar vegna flutninga

Bókasafn Fjallabyggðar í Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, verður lokað frá 16. febrúar nk, í óákveðinn tíma, vegna flutninga safnsins í Bylgjubyggð 2b (Hús eldri borgara). Opnunartími safnsins, á nýjum stað, verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda 2024 í Fjallabyggð

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lesa meira

Sól er yfir Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði í gær fimmtudaginn 25. janúar. Sunnudaginn 28. janúar er fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira

Öryggi barna í bíl

Öryggi barna í bílum er efni okkar allra og alltaf gott að upplýsa sig vel og fara yfir reglulega.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeið á Siglufirði 29. - 31. janúar 2024

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024. Skíðagöngunámskeið verður á Siglufirði mánudaginn 29. janúar nk. Kennt verður þrjá daga, 29. 30. og 31. janúar. Mæting er við Hól kl. 18:00 alla dagana.
Lesa meira

Vilt þú sjá íslenska sundlaugamenningu á lista UNESCO?

Elskar þú sund og vilt styðja við tilnefningu sundlaugamenningar á Íslandi á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf? Þitt framlag kallar ekki á mikla vinnu en gæti orðið til þess að íslensk sundlaugamenning verði samþykkt á yfirlitsskrá UNESCO. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa stutta lýsingu á því hvaða þýðingu sundlaugamenningin og sú hefð að fara í sund hefur fyrir þig. Stuðningsyfirlýsingin mun fylgja umsókn Íslands til UNESCO.
Lesa meira

238. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

238. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði. Fundurinn hefst kl. 17 þann 25. janúar 2024.
Lesa meira

Byrjendanámskeið í íslensku sem annað mál

Á fundi sínum, 12. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar tillögu um aukinn stuðning við íslenskukennslu starfsmanna Fjallabyggðar af erlendum uppruna sem eru með lögheimili í Fjallabyggð. Þannig komi stofnanir Fjallabyggðar til móts við námskeiðskostnað og greiði það sem upp á vantar að teknu tilliti til framlaga stéttarfélaga. Fari kennslan fram á dagvinnutíma, skal starfsfólki gert kleift að sækja hana án þess að laun skerðist. Þá eru aðrir vinnuveitendur í sveitarfélaginu hvattir til að auðvelda starfsmönnum sínum af erlendum uppruna að sækja sér íslenskukennslu.
Lesa meira

Við notum EKKI pappapoka undir lífrænt sorp í Fjallabyggð

Íbúar fjallabyggðar eru sérstaklega beðnir um að nota EKKI pappapoka undir lífrænan úrgang eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Fjallabyggðar hafa staðið í þeirri trú að nota skuli pappapoka undir lífrænt efni en líklega hefur þessi misskilningur farið af stað vegna auglýsinga Sorpu sem hirðir úrgang m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Jarðgöng – og hvað svo?

Jarðgöng – og hvað svo? Morgunfundur Vegagerðarinnar um rekstur og viðhald í jarðgöngum
Lesa meira