Fréttir

Flokkun úrgangs og sorphirða til fyrirmyndar í Fjallabyggð

Að gefnu tilefni vill Fjallabyggð taka fram að við sorplosun frá heimilum er notast við sérútbúinn bíl þegar plast- og pappa tunnur eru losaðar. Bíllinn er tvískiptur og með honum er hægt að losa t.d. almennt sorp og endurvinnanlegt í sömu ferð án þess að blanda því tvennu saman. Því er allri flokkun í Fjallabyggð haldið til haga líkt og ráð er fyrir gert.
Lesa meira

Akstur skólarútu föstudaginn 1. september

Föstudaginn 1. september er akstur skólarútu með breyttu sniði vegna skipulagsdags grunnskólans og engin staðkennsla verður í MTR. Skólarútan keyrir á eftirfarnadi tímum:
Lesa meira

Fjallabyggð - Útboð Sorphirða í Fjallabyggð

Sveitarfélagið Fjallabyggð óska eftir tilboðum í verkið: Sorphirða í Fjallabyggð Verkið fellst í tæmingu á sorp- og endurvinnsluílátum við hús í Fjallabyggð ásamt flutningi úrgangs og afsetningu. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást send frá og með miðvikudeginum 30. ágúst 2023. Sendið beiðni á armann@fjallabyggð.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang. Tilboðum skal skilað til skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 5. október 2023 og verða þau opnuð þar.
Lesa meira

Leikskálar á Siglufirði fagna 30 ára afmæli í dag

Leikskálar á Siglufirði fagna 30 ára afmæli í dag 29. ágúst. Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010
Lesa meira

Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2024

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024 mánudaginn 4. september 2023 Umsóknarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 24. september 2023. Einungis verður hægt að sækja um rafrænt inn á Rafræn Fjallabyggð.
Lesa meira

Framkvæmdir við stoðmannvirki ganga vel

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja fyrir ofan byggðina í Siglufirði á vegum Ofanflóðasjóðs og Fjallabyggðar hafa gengið mjög vel í sumar og gera áætlanir ráð fyrir að verkið allt klárist í lok sumars 2024. Verktakar munu verða við vinnu í fjallinu út september og mæta svo aftur til vinnu næsta vor.
Lesa meira

Hreinsun við Óskarsbryggju

Í samvinnu við Landhelgisgæsluna var farið í að hreinsa upp gömul dekk sem farið hafa í sjóinn við Óskarsbryggju á Siglufirði.
Lesa meira

Umhyggjudagurinn 26. ágúst 2023

Vegna Umhyggjudagsins verður frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar laugardaginn 26. ágúst frá kl. 14:00 og 16:00. Glaðningur fyrir alla krakka sem mæta í sund, á meðan birgðir endast.
Lesa meira

Göngum í skólann 6. september 2023

Göngum í skólann www.gongumiskolann sem verður sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september nk. og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.iwalktoschool.org). Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í viðbyggingu við grunnskólann á Ólafsfirði

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í viðbyggingu við grunnskólann á Ólafsfirði
Lesa meira