28.12.2023
Hér er að finna sorphirðudagatal í Fjallabyggð fyrir desember 2023 og janúar 2024.
Sorphirðudagatal.
Sorp er hirt á mánudögum og þriðjudögum á Siglufirði og á miðvikudögum í Ólafsfirði.
Lesa meira
22.12.2023
Daníel Páll Víkingsson hefur verið ráðinn varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar og tekur hann við starfinu af Þormóði Sigurðssyni 1. janúar nk.
Lesa meira
21.12.2023
Val á íþróttamanni ársins 2023 í Fjallabyggð fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 4. janúar 2024 kl: 20:00.
Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Lesa meira
19.12.2023
Akstur skólabíls breytist nú þegar jólafrí grunnskólans hefst 21. desember 2023. Eknar verða þrjár ferðir á dag, virka daga í jólafríinu.
Lesa meira
19.12.2023
Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt Fjallabyggð um úthlutun á 167 tonnum af byggðakvóta, af alls 4829 tonna byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs 2023-2024. Fjallabyggð fær samtals 3,4% af heildarúthlutun til allra byggðarlaga. Kvótinn skiptist á milli sveitarfélagsins þannig að til Ólafsfjarðar fara 36 tonn, en til Siglufjarðar fara 131 tonn.. Heildartonnafjöldinn þ.e. 167 tonn sem úthlutað er til byggðarlagsins er 18 tonnum lægri en á síðasta fiskveiði ári.
Lesa meira
15.12.2023
Félögum eldri borgara í Fjallabyggð var boðið til Aðventustundar í Bátahúsi Síldarminjasafnsins mánudaginn 11. desember sl.
Lesa meira
12.12.2023
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.
Lesa meira
08.12.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum og hefur stefna um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð verið gefin út.
Lesa meira
07.12.2023
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Markaðsstofa Norðurlands og Fjallabyggð hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.
Lesa meira