Fréttir

Sportabler - vefverslun

Sú breyting hefur orðið á að ef foreldrar vilja nýta frístundaávísanir til að kaupa sundkort eða líkamsræktarkort fyrir börn og unglinga þarf að fara í gegnum Vefverslun Sportabler
Lesa meira

Minnum á að Lífshlaupið 2022 hefst í dag 2. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið heilsu- og hvatningarverkefni verður ræst í 15. sinn 2. febrúar 2022. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Útboð - Byggja anddyri, búningsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búnings-klefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH. Verktími er frá 1. mars 2022 til 28. apríl 2023.
Lesa meira

Námskeið í skíðagöngu á Siglufirði hefst þriðjudaginn 1. febrúar

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg halda skíðagöngunámskeið í sameiningu á Siglufirði eins og auglýst hafði verið og frestað í tvígang. Nú er veðurspáin hagstæð næstu tvo daga og því hefur verið ákveðið að hefja námskeiðið og keyra fyrstu tvo dagana í þessari viku, þriðjudaginn 1. febrúar og miðvikudaginn 2. febrúar.
Lesa meira

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda í Fjallabyggð 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru aðgengilegir í gegnum rafræn Fjallabyggð, íbúagáttina á heimasíðu Fjallabyggðar, undir fasteignagjöld. Einnig eru þeir aðgengilegir á islands.is.
Lesa meira

Sólardagar í Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði þriðjudaginn 25. janúar sl. og í dag föstudaginn 28. janúar verður fyrsti sólardagur á Siglufirði.
Lesa meira

Styrkveitingar Fjallabyggðar fyrir árið 2022

Árlega veitir Fjallabyggð félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfs og vegna veittrar þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira

Fjallabyggð hlýtur styrk frá Félagsmálaráðuneyti vegna nýsköpunar- og þróunarverkefnis öldrunarþjónustu í Fjallabyggð

Fjallabyggð fékk í vikunni ákaflega mikilvæga hvatningu frá Félagsmálaráðuneytinu þegar ráðuneytið veitti sveitarfélaginu 5 milljónir króna styrk til að setja af stað nýsköpunar- og þróunarverkefni öldrunarþjónustu í Fjallabyggð.
Lesa meira

Úthlutun styrkja Fjallabyggðar fyrir árið 2022

Menningar- og fræðslutengdum styrkjum árið 2022 hefur verið úthlutað. Úthlutað er í flokknum; Styrkir til menningarmála (einstök menningartengd verkefni), styrkir til hátíðarhalda og styrkir til reksturs safna og til fræðslumála.
Lesa meira

Vertu breytingin! - Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk

Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ auglýsa: Vertu breytingin! - Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið fimmtudaginn 20. janúar kl. 15:00
Lesa meira