Fréttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opna árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 3. desember kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður hefur haft það fyrir venju undanfarið 21. ár að setja upp það nýjasta sem hún hefur verið að vinna að og gefa þannig áhugasömum færi á að fylgjast með þróun verka sinna. Verkin eru ekki endilega full unnin eða hugmyndirnar full mótaðar, heldur er sýningin meira eins og forskoðun á skapandi ferli.
Lesa meira

Olga Vocal Ensemble með jólatónleika í Tjarnarborg 10. desember kl. 20:00

Olga Vocal Ensemble heldur jólatónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði föstudaginn 10. desember kl. 20:00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrir jólaplata hópsins.
Lesa meira

207. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 207. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði, 1. desember 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Kynjaskepnur himins og hafs - listasýning nemenda grunnskólans í ráðhússal Fjallabyggðar

Listasýning nemenda 1. - 7 bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar verður opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, II hæð, fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember frá kl. 13:00-16:00 Listasýningin er afrakstur sköpunarsmiðju sem fram fór á Barnamenningardögum dagana 16. - 19. nóvember fyrir nemendur í 1. – 7. bekk grunnskólans. Sköpunarsmiðjurnar fór fram undir leiðsögn Hólmfríðar Vídalín Arngrímsdóttur (Hófý) og Guðrúnar Þórisdóttur (Garún). Í smiðjunum vann Hófý með nemendum við að skapa kynjaskepnur himins og hafs úr leir og hjá Garúnu unnu nemendur með það efni sem sjórinn ber að landi, grjót, skeljar, þang og spýtur. Börnin fengu fullt frelsi til að skapa og láta hugmyndaflugið ráða för og úr urðu stórfenglegir skúlptúrar.
Lesa meira

Hunda- og kattahreinsun 2021

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Jólamarkaður í Tjarnarborg

Hinn árlegi jólamarkaður í Tjarnarborg verður laugardaginn 27. nóvember frá kl. 13:00-16:00 Gætt verður að öllum sóttvarnarregluum - langt bil á milli borða - grímuskylda - sprittþvottur við inngang og gætt að fjöldatakmörkunum. Þeir sem hafa hug á því að fá borð ea panta jólahús vinsamlegast hafið samband við Ástu í síma 853 8020 eða á netfangið tjarnarborg@fjallabyggd.is
Lesa meira

Tendrun ljósa jólatrjánna í Fjallabyggð er aflýst

Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hefðbundinn viðburður í kringum tendrun ljósa jólatrésins, fyrstu helgi í aðventu, laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. nóvember. Þess í stað munu yngri börn leik- og grunnskóla gera sér ferð að jólatrjánum í desember og m.a. hengja á þau jólaskraut, syngja og jólasveinarnir koma í heimsókn með glaðning í poka. Við minnum á rafrænt aðventudagatal á heimasíðu Fjallabyggðar og hvetjum alla sem ætla að bjóða upp á dagskrá/viðburð á aðventu, að skrá viðburðinn sinn þangað inn. Þannig geta bæjarbúar auðveldlega fylgst með öllu því sem um verður að vera í Jólabænum Fjallabyggð á aðventu. Við hvetjum íbúa til að nýta opnunartíma verslana og þjónustuaðila til að dreifa álaginu. Virðum tveggja metra fjarlægðarmörkin og notum andlitsgrímur.
Lesa meira

Barnamenningardagar í Fjallabyggð

Barnamenningardagar Fjallabyggðar fóru fram í nýliðinni viku dagana 16. – 19. nóvember og tókust þeir afskaplega vel. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt þar sem í boði voru meðal annars sköpunarsmiðjur/listsmiðjur, tónlist, fræðsla, ljóðlist, skapandi dans, fjöllistir og fleira fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð.
Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 21. nóvember

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.
Lesa meira

Dansandi Fjallabyggð - námskeiðum frestað fram í janúar

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur ákveðið að fresta þeim þremur námskeiðstímum sem eftir eru af opnu dansnámskeið í Tjarnarborg fram í janúar 2022. Námskeiðið verður því sett í gang að nýju sunnudagskvöldin 9. 16. og 23. janúar 2022.
Lesa meira