15.06.2020
Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykk að bjóða upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
Gjald fyrir hvern slátt er 7.600, kr- á lóð undir 150m2 og 12.800, kr- á lóð yfir 150m2
Lesa meira
12.06.2020
Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu íþróttakennara á yngra stigi í starfsstöð skólans á Siglufirði. Ráðningin er tímabundin til eins árs vegna forfalla.
Lesa meira
11.06.2020
Kaldavatnslaust verður í norðurbæ Siglufjarðar í kvöld 11. júní.
Vegna vinnu við bilun í vatnsveitu verður vatnslaust í norðurbæ Siglufjarðar frá kl. 20:00 í kvöld 11. júní og fram eftir kvöldi.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og truflun sem þetta mun valda.
Lesa meira
09.06.2020
187. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn þann 11. júní 2020 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.
Lesa meira
08.06.2020
187. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem vera átti miðvikudaginn 10. júní er frestað til fimmtudagsins 11. júní kl. 17:00.
Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira
08.06.2020
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Í ár er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar birtast á www.kvennahlaup.is.
Lesa meira
03.06.2020
Vinnuskólinn hefst mánudaginn 8. júní kl. 8:30
Þeir nemendur sem hafa skráð sig í vinnuskólann, búsettir á Siglufirði mæta í Áhaldahús Fjallabyggðar.
Nemendur búsettir á Ólafsfirði mæta í aðstöðu Áhaldahúss (norðan við Skiltagerð). Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig eru þeir beðnir um að gera það sem fyrst. Hægt er að skrá sig inn á Rafræn Fjallabyggð (rafræn skilríki foreldris) eða með því að senda póst á haukur@fjallabyggd.is
Lesa meira
03.06.2020
Skemmtileg, glæsileg og fjölbreytt sumardagskrá verður í boði fyrir börn á öllum aldri í sumar hér í Fjallabyggð.
Lesa meira
03.06.2020
Frá og með 4. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira
02.06.2020
Laugardaginn 30. maí sl. opnaði í Pálshúsi Ólafsfirði sýning Árna Rúnars Sverrissonar “ Ferðasaga”. Sýningin verður opin á opnunartíma Pálshúss til 26. júlí.
Árni Rúnar Sverrisson (f. 1957) lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Mynlistarskóla Reykjavíkur og hefur sýnt mikið frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka 1989. Árið 1999 dvaldi hann á Sikiley þar sem hann starfaði að list sinni en hefur fyrst og fremst unnið og sýnt á Íslandi þar sem hann á að baki á þriðja tug einkasýninga auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum og samkeppnu
Lesa meira