01.09.2020
Í síðustu viku var undirritaður samningur milli Fjallabyggðar, Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skógræktarfélags Íslands um ræktun Landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Svæðið sem ætlað er undir ræktun Landgræðsluskógarins er í hlíðinni fyrir ofan byggð í Ólafsfirði og er 62,8 hektarar að stærð og nær frá Brimnesá í norðri að Hlíð í suðri.
Lesa meira
01.09.2020
Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram.
Fjallabyggð blés til átaks í markaðsmálum í upphafi sumars í samstarfi við Auglýsingastofuna PiparTBWA með áherslu á innlenda ferðamenn.
Herferðinni verður haldið áfram og á næstu dögum hefst undirbúningur að herferð í íbúa- og atvinnuþróunarmálum með það að markmiði að fjölga íbúum og fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Lesa meira
01.09.2020
Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. september nk. á Siglufirði frá kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Ingibjörg G. Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir á móti íbúum.
Lesa meira
27.08.2020
Fermt verður í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. ágúst nk. og hefst athöfnin kl. 11:00. Sr. Sigurður Ægisson þjónar. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Guito organista. Í athöfninni verða 13 börn fermd.
Lesa meira
25.08.2020
Nýhafið er skólaárið 2020-2021 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðamót á eftir.
Lesa meira
24.08.2020
Lokað verður fyrir kaldavatnið í norðurhluta Hlíðarvegar í Ólafsfirði frá kl. 8:00-12.00 á morgun, þriðjudaginn 25. ágúst.
Lesa meira
21.08.2020
Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðunum á Stóra Bola og á Rammatúninu frá og með mánudeginum 24. ágúst nk.
Áfram verður opið á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar og þar er full þjónusta. Nægt pláss er á þessum tveimur tjaldsvæðum til að anna eftirspurn fram að auglýstri lokun 15. október nk.
Lesa meira
20.08.2020
Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2020. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-5.bekk geymi og noti ritföngin í skólanum og fá þau körfu undir þau.
Lesa meira
19.08.2020
Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 21. ágúst nk.
Nú er nýtt skólaár að hefjast og enn erum við í sömu stöðu og við vorum í vor, Covid ástandi. Þessi tími setur okkur skorður sem gerir það að verkum að við bjóðum ekki foreldra/forráðmenn með nemendum á skólasetningu. Við viljum reyna að takmarka umgengni í skólahúsunum að mestu við starfsmenn og nemendur og biðjum aðra um að reka erindi sín símleiðis eða rafrænt ef hægt er.
Lesa meira
17.08.2020
Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar færðu Fjallabyggð gjöf í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018.
Lesa meira