01.07.2019
Nýliðna viku var Sjávarútvegsskólinn haldinn í Fjallabyggð fyrir yngsta árgang nemenda í vinnuskólanum. Alls mættu 15 krakkar á námskeiðið frá Vinnuskóla Fjallabyggðar. Voru þau bæði frá Siglufirði og Ólafsfirði. Kennarar voru þau; María Dís Ólafsdóttir og Magnús Víðisson. Á meðan á Sjávarútvegsskólanum stóð héldu krakkarnir laununum sínum í vinnuskólanum.
Lesa meira
01.07.2019
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 20. skiptið dagana 3. til 7. júlí 2019 og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.
Lesa meira
27.06.2019
Nú er 9. skólaári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið. Óhætt er að segja að breytingar hafi einkennt þennan vetur eins og marga aðra á undan. Síðastliðið haust var ákveðið að fara í samstarf við ráðgjafafyrirtækið Tröppu ehf. um verkefnið Framúrskarandi skóli og er markmiðið að taka upp sýn og stefnu skólans sem er jafngömul skólanum.
Lesa meira
20.06.2019
Garðaúrgangur er ekki fjarlægður við lóðamörk en íbúum er bent á að hægt er að fara með hann í urðun við Selgil á Siglufirði og í gömlu grjótnámuna fyrir ofan Hlíðarveg í Ólafsfirði. Einnig eru gámar á sorpmóttökustöðvum fyrir garðaúrgang. Vinsamlegast fjarlægið allt plast við losun á urðunarsvæðum.
Tæknideild Fjallabyggðar.
Lesa meira
19.06.2019
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var mikið um að vera í Fjallabyggða þar sem í boði var fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira
14.06.2019
Í ár heldur Lýðveldið Ísland upp á 75 ára afmæli. Af því tilefni verður íbúum og gestum í Fjallabyggð boðið upp á Lýðveldisköku 17. júní við Þjóðlagasetur sr. Bjarna um kl. 12:00 og við Tjarnarborg kl. 15:00.
Lýðveldiskakan er í boði Landssambands bakarameistara og forsætisráðuneytisins og bökuð af Aðalbakaríinu á Siglufirði.
Lesa meira
14.06.2019
Nýr kafli í starfsemi Kaffi Klöru Ólafsfirði hófst í dag þegar Kaffi Klara varð formlega aðili að Res Artis.
Lesa meira
12.06.2019
Ábending frá Íslenska gámafélaginu! tilkynningu til íbúa um rétta flokkun.
Lesa meira
11.06.2019
Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að kynna heilbrigðisstefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins og verður fyrsti fundurinn haldinn í Hofi á Akureyri 12. júní næstkomandi kl. 17 – 19.
Lesa meira
11.06.2019
Sumarlestur á vegum bókasafnsins hófst 1. júní og stendur til loka ágúst.
Lesa meira