Fréttir

1. maí í Fjallabyggð - Tökum þátt í hátíðarhöldunum

Dagskrá 1. maí 2019 í Fjallabyggð Dagskrá verður í sal stéttarfélaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði, milli kl. 14:30 og 17:00 Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna.
Lesa meira

Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit Tjarnarborg laugardaginn 4. maí nk.

Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit verður með tónleika í menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 4. maí nk. undir yfirskriftinni GLEÐI LÉTTIR LUNDU
Lesa meira

Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á Íslandi

Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á Íslandi Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að taka þátt í meðfylgandi könnun en hún er hluti rannsóknarverkefnis á vegum Byggðastofnunar í samstarfi við rannsóknafólk við innlenda og erlenda háskóla.
Lesa meira

Viðtalstími bæjarfulltrúa Fjallabyggðar á Siglufirði 29. apríl kl. 16:30

Næsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður í dag mánudaginn 29. apríl að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða þau Ingibjörg S. Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Tríó Richard Andersson NOR

Það er stór helgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði framundan. Föstudaginn 3. maí verða tónleikar með tríó Richard Andersson NOR og á sunnudageginum 5. maí verður Már Örlygsson með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki - Már Örlygsson hönnuður

Sunnudaginn 5. maí 2019 kl. 14.30 verður Már Örlygsson hönnuður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Farandverkakonur við síldarsöltun á Hjalteyri 1915 - fyrirlestur í Gránu 25. apríl

Í tilefni Eyfirska safnadagsins þann 25. apríl - á sumardaginn fyrsta, fer fram áhugaverður fyrirlestur í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins kl. 14:00.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn sumardaginn fyrsta 25. apríl

Eyfirski safnadagurinn fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Lesa meira

Rannsóknin: Áfallasaga kvenna - konur tökum þátt !

Fjallabyggð vekur athygli á rannsókninni Áfallasaga kvenna sem hófst á vormánuðum 2018 og hvetur konur í sveitarfélaginu til að taka þátt. Rannsóknin stendur til 1. maí nk.
Lesa meira

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl - Áskorun til íbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð

Stóri Plokk dagurinn verður haldinn sunnudaginn 28. apríl nk. Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira