Fréttir

Fjallabyggð gefur íbúum fjölnota poka

Fjallabyggð býður íbúum sínum að sækja sér fjölnota poka úr lífrænni bómull. Pokarnir munu liggja frammi á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði eftir áramótin.
Lesa meira

RARIK bætir viðskiptavinum tjón vegna rafmagnsleysis

Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa og fyrirtækja á frétt á heimasíðu RARIK en þar kemur fram að RARIK muni koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019.
Lesa meira

Grétar Áki Bergsson íþróttamaður Fjallabyggðar 2019

Grétar Áki Bergsson var í gær, laugardaginn 28. desember valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2019. Auk Grétars Áka var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað. Valið um íþróttamann Fjallabyggðar 2019 fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði og eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu.
Lesa meira

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst 2. janúar 2020. Hægt verður að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkir að styrkja björgunarsveitirnar Stráka og Tind

Í óveðri liðinnar viku gegndu Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði lykilhlutverki í viðbragðsaðgerðum. Liðsmenn sveitanna stóðu vaktina dag og nótt. Þarna eru okkar sérfræðingar sem hafa kunnáttu til að takast á við erfiðar aðstæður og eru vel tækjum búnir.
Lesa meira

Sorphreinsun og snjómokstur - áríðandi að fólk moki frá tunnum

Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa brúnu tunnuna í dag í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.
Lesa meira

Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið

Viðgerð á Dalvíkurlínu (línu Landsnets) og Ólafsfjarðarlínu lauk í gærkvöldi. Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2019 í Fjallabyggð

Val á íþróttamanni ársins 2019 í Fjallabyggð fer fram laugardaginn 28. desember kl: 16:00 í Tjarnarborg. Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Lesa meira

Uppfærð frétt - Þakkir til viðbragðsaðila, fyrirtækja og einstaklinga

Fjallabyggð vill þakka viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem tryggðu öryggi íbúa og önnuðust björgunaraðgerðir í liðinni viku fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Það starf sem þeir hafa innt af hendi er ómetanlegt fyrir íbúa Fjallabyggðar og verður seint fullþakkað. Til að draga megi lærdóm af því ástandi sem skapaðist í sveitarfélaginu ákvað bæjarráð á fundi sínum þann 13. desember að óska eftir greinargerðum frá viðbragðsaðilum, Rauða krossinum, HSN og stofnunum Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skáknámskeið í Fjallabyggð

Námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. janúar nk. á annarri hæð Ráðhúss Fjallabyggðar, Gránugötu 24. Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE.
Lesa meira