08.02.2018
Leikskólinn í Fjallabyggð hefur unnið markvisst með Lubba námsefni í 1 ár. Námsefnið er hugsað til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum eins til sjö ára.
Lesa meira
08.02.2018
Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira
08.02.2018
Þann 1. febrúar sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 100 milljónum króna til 85 verkefna á sviðið menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Samtals bárust sjóðnum 133 umsóknir að upphæð 271 mkr.
Lesa meira
08.02.2018
Fjórða árið í röð blæs Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, til leiks með glæsilegu fjallaskíðamóti Super Troll Ski Race dagana 11. - 13. maí nk.
Að auki verður tveggja daga dagskrá þar sem skíða- og útvistarfólk getur notið alls þess sem Siglufjörður og Tröllaskagi hafa uppá að bjóða.
Svæðið býr að stórbrotinni náttúru, auk fegurð fjalla og fjarða býður Sigló upp á óþrjótandi möguleika til afþreyingar.
Frekari upplýsingar á www.stsr.is
Lesa meira
07.02.2018
Miðvikudaginn 21. febrúar nk. verða haldnir fræðslufundir, um ábyrga netnotkun, fyrir nemendur í 4. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Foreldrafundur verður um kvöldið í Tjarnarborg. Fundirnir eru á vegum Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar. Ólína Freysteinsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur og SAFT fyrirlesari annast fræðsluna í samstarfi við Heimili og skóla, landssamtök foreldra.
Lesa meira
06.02.2018
Til sölu Mercedes Benz 309D árg. 1985 ekinn 342 þ.km Sendibifreið.
Lesa meira
06.02.2018
Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum Fjallabyggðar en dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Lesa meira
02.02.2018
Hin árlega keppni í skólahreysti milli grunnskóla landsins er að fara af stað um þessar mundir. Í dag föstudaginn 2. febrúar fór fram tímtaka fyrir undankeppnina í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.
Lesa meira
01.02.2018
NorðurOrg, undankeppni Söngkeppni Samfés á Norðurlandi, var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 26. janúar sl. Fjórtán félagsmiðstöðvar tóku þátt í undankeppninni og komust fimm atriði áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Laugardalshöll í mars nk.
Lesa meira
01.02.2018
Ertu að skipuleggja viðburð í Fjallabyggð á árinu 2018?
Fjallabyggð mun gefa út dagatal í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar vegna viðburða í Fjallabyggð á árinu 2018.
Lesa meira