30.06.2017
Um 120 manns sóttu málþing um sjókvíaeldi sem haldið var í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní sl. Málþingið var haldið af Fjallabyggð.
Lesa meira
30.06.2017
Sunnudaginn 2. júlí 2017 kl. 14.30 - 15.30 verður Valur Þór Hilmarsson með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira
29.06.2017
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 21. júní 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af nýrri byggð sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt. Í tillögunni er breyting gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita.
Tillagan liggur frammi á tæknideild Fjallabyggðar 29. júní til 10. ágúst 2017 og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 10.ágúst annaðhvort á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið: iris@fjallabyggd.is.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar
Lesa meira
26.06.2017
Föstudaginn 23. júní sl. var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2017 og hlaut Fjallabyggð 350 þúsund króna styrk fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Lesa meira
23.06.2017
Á fundi sem fram fór þann 13. júní 2017 tók Bæjarráð Fjallabyggðar fyrir erindi um "fyrirhugaða undirskriftasöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu um fræðslustefnu Fjallabyggðar.
Lesa meira
22.06.2017
Vakin er athygli á því að aksturstafla vegna frístundaaksturs milli byggðakjarna hefur tekið breytingum. Tímasetningar ferðanna hafa verið sniðnar að leikjanámskeiðum og æfingatíma KF í sumar og mun rútan því ferðast á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þannig að iðkendur KF komist á réttum tíma á æfingar og heim aftur.
Lesa meira
19.06.2017
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
148. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 21. júní 2017 kl. 17.00
Lesa meira
19.06.2017
Dagana 5. - 9. júlí n.k. fer fram fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna á Siglufirði.
Þjóðlagahátíðin hefur að leiðarljósi að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni verða 19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. Auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og handverki.
Þjóðlagaakademían er svo háskólanámskeið opið öllum almenningi. Þar verða kennd íslensk þjóðlög, rímnalög og tvísöngslög. Einnig verða þar kenndir þjóðdansar, að leika á langspil og íslenska fiðlu. Að ganga á milli tónleikastaða í kyrrð á sumarnóttu er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Lesa meira
19.06.2017
Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað í Fjallabyggð í mildu og þurru veðri síðastliðinn laugardag. Hófst dagurinn á því að fánar voru dregnir að húni kl. 9 í báðum bæjarkjörnum.
Lesa meira
14.06.2017
Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi
Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:0
Lesa meira