16.02.2017
Fræðslustefna Fjallabyggðar Kraftur – Sköpun – Lífsgleði
Formáli
Í febrúar 2016 var ákveðið af fræðslu- og frístundanefnd að setja á laggirnar vinnuhóp til að koma að endurskoðun á Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af þáverandi bæjarstjórn árið 2009. Í vinnuhópnum hafa verið; Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Magnús Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Kristín Brynhildur Davíðsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar, Vibekka Arnardóttir leikskólakennari og Sæbjörg Ágústsdóttir formaður fræðslu- og frístundanefndar. Starfsmaður vinnuhópsins var Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Vinnuhópurinn hefur haldið fundi auk þess sem samvinna hefur farið fram á netinu. Haft var opið samráð við íbúa í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook þar sem settar voru fram spurningar og vangaveltur um skólamál í Fjallabyggð. Síðan var með mikinn lestur og athugasemdir við innleggin.
Lesa meira
10.02.2017
Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með boðað til kynningarfundar sem haldinn verður í bæjarstjórnarsal Ráðhúss Fjallabyggðar fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17:00.
Á fundinum munu hönnuðir kynna drögin og svara fyrirspurnum. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillaga lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu ásamt athugasemdafresti.
Íbúar eru hvattir til að mæta.
Deildarstjóri tæknideildar
Lesa meira
08.02.2017
Sex ólík menningarverkefni á landsbyggðinni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann 2017 og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár og er Alþýðuhúsið á Siglufirði undir stjórn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eitt af þeim. Alls bárust 37 umsóknir um Eyrarrósina, hvaðanæva af landinu..
Lesa meira
06.02.2017
Í dag 6. febrúar var dagur leikskólans. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Lesa meira
06.02.2017
142. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn 9. febrúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
Lesa meira
06.02.2017
Bæjarstjórn Fjallabyggðar áformar breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 til samræmis við framkvæmdir sem fram hafa farið á hafnarsvæðinu á Siglufirði og fyrirhugaða uppbyggingu við hafnarsvæðið.
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Þar er gert ráð fyrir athafnalóðum á landfyllingu sem varð til við dýpkunarframkvæmdir hafnarinnar árið 2016.
Lesa meira
02.02.2017
Í desember sl. var gengið frá ráðningu í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar. Alls sóttu 7 aðilar um stöðuna og var Róbert Grétar Gunnarsson metinn hæfastur.
Lesa meira