Fréttir

Heilsufarsmælingar í Fjallabyggð

Í tengslum við forvarnarverkefni SÍBS Líf og heilsa um heilbrigði og lífsstíl verður íbúum Fjallabyggðar boðið uppá ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilsugæsluna og Fjallabyggð. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Lesa meira