30.01.2009
Hámarkshraði í Ólafsfirði er nú 35 km. á klst. Í október sl. lagði Skipulags- og umhverfisnefnd til að hámarkshraði ökutækja innan bæjarfélaganna yrði samræmdur og hraðinn í Ólafsfirði lækkaður í 35 km. á klst. í samræmi við hraðann á Siglufirði. Á fundi sínum þann 9. desember samþykkt bæjarstjórn þessa tilskipan. Nú hefur þessi breyting verið auglýst í Lögbirtingablaðinu og skiltin verið sett upp.
Það er því vissara fyrir ökumenn innan Ólafsfjarðar að draga úr hraðanum vilji þeir ekki gerast brotlegir við lög.
Lesa meira
29.01.2009
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2009 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 26. janúar. Fjárhagsáætlunin einkennist af ströngu aðhaldi, en inniheldur þó framkvæmdaliði upp á tæplega 118 mkr. Sérstaklega var hugsað til þess að velja framkvæmdaliði sem væru mannfrekir, til eflingar atvinnulífs sveitarfélagsins.
Lesa meira
29.01.2009
Nú nýverið afgreiddi Sigurjón Magnússon ehf. nýja og vel búna Scania slökkvibifreið til slökkviliðsins í Grindavík. Bifreiðin er búin rúmgóðu áhafnarhúsi með reykköfunarstólum og rúmmikilli yfirbyggingu með tank og dælubúnaði.
Lesa meira
29.01.2009
Fjallabyggð hefur í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu látið moka Lágheiðina. Lágheiðin er því opin og munu starfsmenn sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaðilar því stytta akstur sinn á milli byggðalaga til muna.
Lesa meira
26.01.2009
Eins og fram hefur komið hjá okkur sendu félagsmiðstöðvarnar í Fjallabyggð þáttakendur í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem haldin var á Hvammstanga sl. föstudag. Einungis fimm félagsmiðstöðvar komust áfram í þeirri keppni og var Æskó (Siglufirði) í þeim hópi.
Lesa meira
23.01.2009
Hin árlega söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi (frá Hvammstanga og austur á Langanes) fer fram á Hvammstanga í dag, föstudaginn 23. janúar. Að þessu sinni eru það 16 atriði sem taka þátt, og af þeim komast fimm áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Reykjavík 21. febrúar.Hver félagsmiðstöð sendir eitt atriði í keppnina og því eigum við í Fjallabyggð tvo fulltrúa í keppninni í dag.
Lesa meira
22.01.2009
Eins og flestir hér vita hefur Vegagerðin er hætt snjómokstri á svokölluðum g-leiðum, sem Lágheiðin tilheyrir, vegna um sjö hundruð milljóna króna halla á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Á fundi sameiningarnefndar Fjallabyggðar mánudaginn 12. janúar sl. samþykkti nefndin eftirfarandi ályktun um málið: "Sameiningarnefnd Fjallabyggðar skorar á samgönguráðherra og Vegagerðina að endurskoða reglur um snjómokstur á Lágheiði til að tryggja eðlilegar samgöngur í sveitarfélaginu þar til framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lýkur."
Lágheiðin er nú ófær og því þarf keyra hátt í 250 kílómetra leið til að komast milli vestur- og austurbæjar.
Lesa meira
15.01.2009
Skólhreystikeppnin hjá Grunnskóla Ólafsfjarðar verður þriðjudaginn 20.janúar kl. 16.
Um er að ræða forkeppni og allir sem eru í skólahreystivali mega keppa, en auk þess þeir fjórir bestu í hverjum bekk frá 6. bekk og upp úr.
Lesa meira
15.01.2009
Ólafsfirðingnum Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur hefur verið boðin þátttaka í frjálsíþróttamótinu Reykjavík International. En það er sterkt alþjóðlegt mót þar sem sterkustu keppendum landsins er boðið að taka þátt.
Lesa meira