19.09.2008
Af http://www.dagur.net
Skólinn veður settur á laggirnar. Skíða- og útilífsbraut og sjávarútvegsbraut freistandi kostir að mati fundarmanna í Dalvíkurskóla
Framhaldsskóli verður settur á laggirnar við utanverðan Eyjafjörð, hann er kominn á fjárlög ríkisins og verður á forræði Héraðsnefndar Eyjafjarðar líkt og MA og VMA. Það er aftur á móti spurning hvort hann byrjar starfsemi sína haustið 2009 eða 2010. Áætlanir gera ráð fyrir að hann hefjist haustið 2009 hins vegar er ljóst að húsnæði á Ólafsfirði verður ekki komið fyrir þann tíma.
Lesa meira
19.09.2008
Vika símenntunar verður 22. til 28. september nk. Markmið með viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun. SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - mun standa að ýmiss konar kynningarstarfsemi í vikunni og verður dagskráin kynnt nánar er nær dregur.
Lesa meira
18.09.2008
Eins og kunnugt er þá hefur Baldur Ævar Baldursson verið í Kína að taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra. Hann kemur til Ólafsfjarðar í dag föstudag, og ætlum við að taka á móti honum í Tjarnarborg kl. 17:00.
Við hvetjum sem flesta til að koma og heiðra þennan unga afreksmann með nærveru ykkar. Léttar kaffiveitingar verða á staðnum. Allir velkomnir.
Lesa meira
17.09.2008
Opið hús verður á Leikhólum þriðjudaginn 23. september frá 13:00 – 18:00.
Allir velkomnir að skoða nýja leikskólann.
Börn og starfsfólk Leikhóla.
Lesa meira
17.09.2008
16. ársþing SSNV verður haldið á Siglufirði föstudaginn 19. september. Þetta er síðasta ársþingið SSNV sem Fjallabyggð tekur þátt í, þar Fjallabyggð mun framvegis starfa innan Eyþings.
Lesa meira
17.09.2008
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á heimasíðunni, heimsótti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Fjallabyggð sl. föstudag. Í ferð hans um Fjallabyggð skoðaði hann m.a göngin og heimsótti ýmis fyrirtæki í Ólafsfirði og á Siglufirði. Á leiðinni til Siglufjarðar var farið yfir Skarðið undir leiðsögn Hannesar Baldvinssonar.
Lesa meira
12.09.2008
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, ásamt föruneyti, kemur í dagsheimsókn í Fjallabyggð í dag. Mun hann skoða
fyrirtæki í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira
11.09.2008
Vikuna 12.–19. september verður haldin endurvinnsluvika í fyrsta sinn á Íslandi. Að átakinu stendur Úrvinnslusjóður í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mun setja endurvinnsluvikuna 12. september.
Lesa meira
10.09.2008
Þessa dagana erum við að auglýsa til úthlutunar styrki til atvinnumála kvenna og rennur umsóknarfresturinn út þann 28.september. Umsóknir eru rafrænar og má finna á heimasíðunni http://www.atvinnumalkvenna.is/forsida/ ásamt greinargóðum leiðbeiningum um útfyllingu. Að þessu sinni eru 50. milljónir til umráða sem veitt verður til spennandi verkefna kvenna um land allt og er hámarksstyrkur 2.milljónir.
Lesa meira
10.09.2008
Almennur borgarafundur á vegum Umhverfisstofnunar til kynningar á drögum að starfsleyfi fyrir Seyru á Siglufirði. Fundurinn verður haldinn Mánudaginn 15 sept. kl. 16.30 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu, 2 hæð, að Gránugötu 24, Siglufirði.
Lesa meira