10.03.2008
Föstudaginn 29. febrúar sl. var haldið málþing um einelti og Olweusaráætlunina í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu var leitast við að svara því hvernig Olweusaráætlunin hefur gjörbreytt skólastarfi frá því árið 2002 þegar verkefnið var sett á laggirnar. Um 130 manns mættu á þingið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og þar spiluðu starfsmenn Fjallabyggðar stórt hlutverk.
Lesa meira
10.03.2008
24. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 11. mars 2008 kl.
17.00.
Lesa meira
07.03.2008
Nýverið ritaði Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri undir samning við Sigurjón Magnússon ehf. um smíði yfirbyggingar á nýja slökkvibifreið fyrir Fjallabyggð. Um er að ræða Man bíl með tvöföldu húsi. Áætlaður afhendingartími er í maí á næsta ári og bílnum ætlað að þjóna báðum byggðalögum en verður þó staðsettur á Siglufirði. Kaup þessi eru samkvæmt nýrri brunavarnaráætlun Fjallabyggðar.
Lesa meira
07.03.2008
Við bendum fólki á síðu 481 í textavarpinu, um leið heiðin opnar koma upplýsingar þar inn. (http://www.textavarp.is/481/)
Lesa meira
07.03.2008
Leikfélag Siglufjarðar hefur lengi haft áhuga á að setja upp sýningu í austurhluta hins nýja sveitarfélags; Fjallabyggð. Nú loksins er sá draumur að rætast. Ærsla- og gamanleikurinn ‚Tveggja þjónn‘ eftir Carlo Goldoni í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar verður sýndur í Tjarnarborg á Ólafsfirði laugardaginn 22. mars nk. Leikritið var frumsýnt á Siglufirði 22. febrúar sl. og þeir sem hafa séð verkið hafa hrósað því hástert og skemmt sér konunglega. Sýningin hefst kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:30
Miðapantanir eru í höndum Víbekku - 849 5384 og Ingibjörgu - 892 1741 eftir kl. 16:00
Lesa meira
07.03.2008
Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur sent frá sér yfirlýsingu um stöðu mála varðandi úthlutun byggðakvóta í Ólafsfirði og Siglufirði.
Lesa meira
06.03.2008
Vetrarnámskeið Leitarhunda var haldið á Ólafsfirði dagana 1.-5. mars. Æfingasvæðið var á Lágheiðinni. Alls voru um 27 hundateymi á staðnum sem fengu þjálfun í snjóflóðaleit og þreyttu útkallspróf. Auk hundateymanna voru á svæðinu 5 dómarar, leiðbeinendanemar, 6 aðstoðarmenn frá Akureyri og Neskaupstað. Jafnframt voru um 15 aðstoðarmenn frá björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði til aðstoðar um helgina og 10 menn frá Björgunarsveitinni Tind í Ólafsfirði. Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði sá um matinn fyrir þátttakendur við mikla lukku.
Lesa meira
05.03.2008
Í ályktun, sem bæjarráð Fjallabyggðar sendi frá sér fimmtudaginn 28. febrúar, er skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir því að af framkvæmdum við álver á Bakka við Húsavík geti orðið sem fyrst. Auk þess segir í ályktuninni að samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks á landsbyggðinni og bent er á fólksfækkun á ýmsum svæðum á Norðurlandi. Kjölfesta í atvinnumálum sé nauðsynleg til þess að snúa vörn í sókn og geti fyrirhugað álver á Bakka skapað slíka kjölfestu.
Lesa meira
05.03.2008
Sorptöku á Ólafsfirði hefur verið frestað þangað til á morgun, vegna veðurs
Lesa meira
04.03.2008
Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá sérstæðu fuglamerkingarverkefni sem nemendur í 5. bekk Grunnskóla Siglufjarðar vinna í samvinnu við jafnaldra sína í Cork héraði á Írlandi.
Rætt var við nokkur barnanna og kennara þeirra Guðnýju Robertsdóttur.
Lesa meira