29.02.2008
Grunnskóli Siglufjarðar tryggðu sér sæti í úrslitum í Skólahreysti 2008, sem fram fer í Laugardalshöll 17. apríl nk. Tvær keppnir fóru fram í Íþróttahöllinni Akureyri í gær, þar sem alls 18 skólar kepptu í tveimur riðlum. Í fyrri riðlinum kepptu skólar úr dreifbýli, alls ellefu lið. Keppnin var jöfn og spennandi og voru það lið Reykjahlíðarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Siglufjarðar sem leiddu keppnina allan tímann þar til Grunnskóli Siglufjarðar hafði sigur.
Lesa meira
29.02.2008
Dana Ýr Antonsdóttir er vísnasöngkona af svarfdælsku bergi brotin. Dana er þessa dagana á tónleikaferð hér á landi ásamt þrem Svíum í hljómsveitinni Finlir og halda þau tónleika í Ólafsfjarðarkirkju kl 17:00 á sunnudaginn, 2. mars.
Lesa meira
29.02.2008
Alls bárust 543 umsóknir og sótt var um styrki til verkefna samtals að upphæð rúmlega 3,2 milljarða. Til ráðstöfunar eru 360 milljónir árin 2008 og 2009.
Þann 5. febrúar rann út frestur til að sækja um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar. Alls bárust 303 umsóknir samtals rúmlega 1,8 milljarðar.
Lesa meira
29.02.2008
Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari í Reykjavík hefur verið
ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan
Eyjafjörð.
Lesa meira
28.02.2008
Á Ólafsfirði er lyftan opin og gott skíðafæri. Einnig er búið troða gönguleiðir í fjallinu og
búið er að opna göngusvæðið á Flæðunum.
Þó nokkuð hefur snjóað á skíðasvæðinu í Skarðsdal og er verið að vinna þann snjó niður, gera brautir
pakkaðar og góðar. Neðsta lyfta og T lyfta verða opnaðar klukkan 16:00 opnar til 19:00.
Það er því tilvalið fyrir íbúa Fjallabyggðar að drífa sig á skíði í góða veðrinu.
Lesa meira
28.02.2008
Eftir nokkra umhugsun hafa bæjarfulltrúar Fjallabyggðar ákveðið að taka áskorun Snerpu, en eins og segir frá hér neðar á heimasíðunni skoraði Snerpa Bæjarfulltrúa Fjallabyggðar til keppni í boccia. Minnug árangri sínum í fyrra, tóku bæjarfulltrúar sér smá umhugsunarfrest áður en þeir staðfestu þátttöku sína í keppninni.
Lesa meira
28.02.2008
Hið árlega Þorramót Snerpu, verður haldið laugardaginn 1. mars. Mótið hefst kl. 10:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Keppt verður í sveitakeppni og eru tveir í liði. Keppt verður í 4 riðlum. Snerpufélagar hafa skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar í boccia, ekki hefur heyrst frá bæjarstjórn hvort hún taki áskoruninni.
Lesa meira
27.02.2008
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008 er komin út. Hægt er nálgast áætlunina hér á heimasíðunni undir útgefnu efni eða http://www.fjallabyggd.is/skrar/.pdf/fb08_fj_rhagsaaetlun_alm.pdf
Lesa meira
26.02.2008
Dagana 1.-5. mars heldur Slysavarnarfélagið Landsbjörg snjóflóðanámskeið fyrir leitarhunda og þjálfara þeirra í Ólafsfirði.
Reiknað er með að yfir 30 hundar og um 40 björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu auk sjálfboðaliða úr Fjallabyggð taki þátt í námskeiðinu og æfingum tengdum því . Hér um mjög metnaðarfullt námskeið að ræða, þar sem hundar verða m.a. þjálfaðir í þremur flokkum. Einnig verða á boðstólnum fyrirlestrar um snjóflóð og snjóflóðavarnir fyrir hundaþjálfara.
Lesa meira
22.02.2008
Laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 heldur Seyra ehf. almennan kynningarfund í húsnæði fyrirtækisins að Vetrarbraut (Ketilhúsinu) á Siglufirði. Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér fyrirhugaða starfsemi Seyru ehf.
Lesa meira