Fréttir

Bæklingur fyrir innflytjendur

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út bækling fyrir innflytjendur með leiðbeiningum um fyrstu skrefin á Íslandi. Bæklingurinn er gefinn út á 9 tungumálum; ensku, þýsku, pólsku, rússnesku, litháensku, tælensku, serbnesku, spænsku og víetnömsku. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ráðuneytisins: Your first steps in Iceland  
Lesa meira

10 leikmenn skrifa undir 2 ára samning við KS/Leiftur

Í dag skrifuðu 10 leikmenn undir 2 ára samninga við KS Leiftur. Leikmennirnir eru:
Lesa meira

Framkvæmdir í Fjallabyggð

Undanfarin misseri hafa verið miklar framkvæmdir í Fjallabyggð.  Verið er að lagfæra þak á sundhöllinni á Siglufirði, byggja við Leikhóla í Ólafsfirði, einnig hafa verið framkvæmdir á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og í Tindaöxl.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð tókst mjög vel

Ljóðahátíðin Glóð var haldin á Siglufirði dagana 18.-20. október sl. og fyrir henni stóðu Ungmennafélagið Glói og Herhúsfélagið í samstarfi við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Lesa meira

Reglum um úthlutun byggðakvóta breytt

Sjávarútvegsráðuneytið hefur auglýst breytingar á sérákvæðum vegna úthlutunar byggðakvóta í Fjallabyggð. Breytingarnar eru gerðar að beiðni bæjarráðs Fjallabyggðar og er ætlað að auka líkurnar á að það náist að uppfylla skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta á tilskildum tíma.
Lesa meira

Niðurstöður íbúafundanna komnar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur skilað af sér niðurstöðum íbúafundanna sem haldnir voru í Fjallabyggð dagana 17. og 18. september sl. Í skýrslunni eru kynntar hugmyndir, tillögur og ábendingar fundarmanna, þær teknar saman og flokkaðar eftir efni og tíðni.
Lesa meira

Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði

Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykktar bæjarstjórnar Fjallabyggðar 16. október 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði, Fjallabyggð.
Lesa meira

Atvinna – Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. nóvember 2007 til 31. maí 2008 við sundlaugavörslu, baðvörslu (karla), hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum.
Lesa meira

Laus er staða leikskólastjóra í leikskólanum Leikskálum á Siglufirði

Lesa meira