19.07.2006
Á bæjarstjórnarfundi í Ólafsfirði 18. júlí var gengið frá ráðningu bæjarstjóra í Fjallabyggð.Fyrir valinu varð Þórir Kristinn Þórisson búsettur á Seltjarnarnesi. Þórir er fæddur 16.maí 1953. Hann er kvæntur Erlu Bjartmarz og eiga þau tvær dætur, Evu Cörlu (f. 1980) og Alexöndru (f. 1986). Þórir er meistari í rafeindavirkjun og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða á tölvusviði og í stjórnun. Hann hefur unnið hjá IBM á Íslandi (síðar Nýherja frá árinu 1977 og verið þar m.a. framkvæmdastjóri þjónustusviðs.Starfssamningur við Þóri gildir frá 1. september 2006 til 30. júní 2010. Við óskum nýráðnum bæjarstjóra til hamingju og bjóðum fjölskylduna velkoma til Fjallabyggðar. Það er von okkar og trú að nýráðinn bæjarstjóri komi öflugur til leiks og við væntum góðs af starfskröftum hans í þágu hins nýja sveitarfélags.Þess ber að geta að þau hjónin eiga hús á Siglufirði og munu búa þar.Af öðrum málum er það helst að nefndir eru óðum að fara af stað með fundarhöld og það er stefna meirihlutans að halda öllu nefndarstarfi mjög virku og reyna að afgreiða þau mál sem berast fljótt og vel. Skipulags- og umhverfisnefnd er búin að halda sinn fyrsta fund og í vikunni munu fræðslunefnd, húsnæðisnefnd, félagsmálanefnd og menningarnefnd funda.Framkvæmdir samkvæmt fjárhagsáætlun eru í gangi eða að fara af stað og verður reynt að halda áætlun þó svo einhverju verði eflaust breytt og öðru bætt við sem nauðsynlegt er.Bæjarbúar !Endilega hafið samband við skrifstofur bæjarins, bæjarfulltrúa eða starfsmenn ef ykkur liggur eitthvað á hjarta eða ef eitthvað þarf úrlausnar við. Ef við höfum tök á þá reynum við að leysa úr málum. Með kveðjuÞorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira
14.07.2006
Samkvæmt fundarboði forseta bæjarstjórnar verður þriðjifundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarhaldinn í Húsi félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 18. júlí 2006 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundargerð bæjarráðs frá 13. júlí 2006.2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. júlí 2006.3. Ráðning bæjarstjóra.4. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra.
Lesa meira
13.07.2006
Bæjarstjórnarfundur Fjallabyggðar haldinn 11. júlí 2006 samþykkti með 9 samhljóða atkvæðum, samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Fjallabyggð, í 67 greinum.I. [bæjarstjórn sveitarfélagsins]1. gr. [kjör til bæjarstjórnar og starfstímabil]a. Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins kallast bæjarstjórn og skal hún skipuð níu kjörnum fulltrúum samkvæmt lögum um sveitarstjórnarkosningar nr. 5/1998.b. Starfstímabil bæjarstjórnar hefst 15 dögum að afloknum sveitarstjórnarkosningum og gildir til jafnlengdar að fjórum árum liðnum.2. gr. [valdsvið bæjarstjórnar]a. Bæjarstjórn fer með æðsta ákvörðunarvald framkvæmda þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast og nýtingu tekjustofna þess.b. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins.c. Bæjarstjórn fer með æðsta vald starfsmannaráðninga sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins. d. Bæjarstjórn getur veitt nefndum, ráðum og framkvæmdastjórum sviða sveitarfélagsins umboð til yfirstjórnunar og starfsmannaráðninga sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins.e. Bæjarstjórn getur ályktað um hvert það málefni sem hún telur að varði sveitarfélagið.3. gr. [verkefni bæjarstjórnar]a. Bæjarstjórn skal stjórna fjármálum sveitarfélagsins, fyrirtækja og stofnana þess.b. Bæjarstjórn skal setja og birta reglugerðir, samþykktir, ákveða útsvar og gjaldskrár um starfsemi og eftirlit sveitarfélagsins eftir því sem við á og/eða eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.c. Bæjarstjórn skal gæta hagsmuna bæjarins og vera í fyrirsvari fyrir hann og vinna að sameiginlegum velferðarmálum bæjarbúa.d. Bæjarstjórn skal í störfum sínum leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna skuli fyrst og fremst vera í þágu allra íbúa svæðisins og leggur þær skyldur á herðar kjörnum fulltrúum að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum hvort heldur er sínum eigin eða einstakra hópa.e. Bæjarstjórn skal sjá um að lögbundin verkefni sveitarfélagsins séu rækt og að fylgt sé þeim reglum um meðferð sveitarstjórnarmála sem ákveðnar eru í lögum, reglugerðum og samþykktum sveitarfélagsins.4. gr. [innra eftirlit sveitarfélagsins]a. Bæjarstjórn skal ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun ársreikninga sveitarfélagsins.b. ¬Bæjarstjórn skal kjósa skoðunarmenn reikninga til fjögurra ára í senn. Verkefni skoðunarmanna reikninga er að yfirfara reikninga sveitarfélagsins og gera viðeigandi athugasemdir.II. [fundarsköp bæjarstjórnar]5. gr. [boðun funda bæjarstjórnar]a. Sá kjörni fulltrúi sem á að baki lengsta setu í bæjarstjórn skal boða til fyrsta fundar og kveða bæjarstjórnina saman eigi síðar en 15 dögum eftir að bæjarstjórn tekur við stjórn sveitarfélagsins. Hafi tveir eða fleiri bæjarfulltrúar setið jafnlengi í bæjarstjórn sveitarfélagsins, fer aldursforseti þeirra með ofangreint verkefni.b. Bæjarstjóri skal boða til bæjarstjórnarfunda eftir fyrsta fund bæjarstjórnar. Bæjarstjóri skal boða til funda á þann hátt sem bæjarstjórn hefur ákveðið. Í fundarboði bæjarstjóra skal koma fram fundarstaður og fundartími, enda hafi bæjarstjórn ekki ákveðið fundarstað. Fundarboð skal sent aðal- og varabæjarfulltrúum með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.c. Bæjarstjóri skal boða til aukafundar bæjarstjórnar með minnst eins sólarhrings fyrirvara frá upphafi fundarins.6. gr. [fundir bæjarstjórnar]a. Bæjarstjórn skal taka ákvörðun í upphafi kjörtímabilsins hvar og hvenær reglulegir fundir skulu haldnir. Reglulegir fundir bæjarstjórnar skulu haldnir minnst einu sinni í mánuði.b. Heimilt er bæjarstjórn að halda bæjarstjórnarfundi með síma- eða fjarfundabúnaði ef veður og færð hamla eðlilegum samgöngum. Slíka fundi má þó aðeins halda ef brýna nauðsyn ber til og ekki hægt að fresta afgreiðslu þeirra mála sem á dagskrá fundarins eru að mati forseta bæjarstjórnar. Tryggja skal almenningi aðgang að þessum fundum sem og um venjulegan bæjarstjórnarfund væri að ræða.c. Bæjarstjórn skal halda aukafundi eftir því sem þörf krefur að mati bæjarstjóra eða forseta bæjarstjórnar. Ef þriðjungur aðalmanna í bæjarstjórn krefjast skriflega af bæjarstjóra eða forseta bæjarstjórnar skal hann haldinn.d. Fundir bæjarstjórnar skulu haldnir fyrir opnum dyrum. Bæjarstjórn getur í einstökum málum ákveðið að mál skuli rædd fyrir luktum dyrum, enda er það nauðsynlegt vegna eðlis málsins. Óheimilt er að skýra frá því sem fram kemur við umræður á lokuðum fundi í bæjarstjórn.e. Bæjarstjórn er heimilt að fella niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi.7. gr. [auglýsing funda bæjarstjórnar]a. Reglulegir fundir bæjarstjórnar skulu auglýstir í upphafi kjörtímabils bæjarstjórnar með þeim hætti að sem flestir íbúar sveitarfélagsins hafi greiðan aðgang að auglýsingunni. Í auglýsingunni skal koma fram hvar og hvenær reglulegir fundir bæjarstjórnar verða haldnir.8. gr. [lögmætir fundir bæjarstjórnar]a. Bæjarstjórnarfundur er lögmætur ef meira en helmingur bæjarfulltrúa er á fundi. Bæjarstjórn getur enga bindandi ályktun gert nema fundur sé lögmætur. 9. gr. [kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar]a. Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar kjósa oddvita og fyrsta og annan varaoddvita sveitarstjórnar til eins árs. Oddviti bæjarstjórnar kallast forseti bæjarstjórnar og fyrsti og annar varaoddviti, fyrsti og annar varaforseti bæjarstjórnar.b. Sá er rétt kjörinn forseti bæjarstjórnar eða fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og annar varaforseti bæjarstjórnar sem hefur fengið meirihluta atkvæða bæjarstjórnar. Tilkynna skal kjör forseta og fyrsta og annars varaforseta til Félagsmálaráðuneytisins þegar að því loknu. c. Verði meirihluta atkvæðafjölda bæjarstjórnar ekki náð, skal kjósa um þá er fengu flest atkvæði í fyrstu umferð kosninganna.d. Nú deyr forseti bæjarstjórnar, verður varanlega forfallaður frá sveitarstjórnarstörfum eða nýtur ekki trausts bæjarstjórnar sem forseti bæjarstjórnar áður en kjörtími hans er á enda, skal kjósa á ný forseta bæjarstjórnar samkvæmt a. lið í hans stað, sem eftir er kjörtímabilsins.10. gr. [forseti bæjarstjórnar]a. Forseti bæjarstjórnar setur, stýrir og slítur fundum eftir að dagskrá fundarins er tæmd. Hann skal stjórna málefnaumfjöllun þannig að þau mál sem til umræðu eru hverju sinni skulu fullrædd og afgreidd eftir atvikum áður en næsta mál er tekið til umfjöllunar.b. Forseti bæjarstjórnar kannar lögmæti funda bæjarstjórnar og sér um að allt fari skipulega og löglega fram á bæjarstjórnarfundum og er bæjarfulltrúum skylt að lúta valdi hans að því er varðar fundarsköp.c. Forseti bæjarstjórnar sér um að fundargerðir séu skipulega færðar í gerðarbók bæjarstjórnar og að allar samþykktir og ályktanir sér nákvæmlega bókaðar.d. Forseti bæjarstjórnar úrskurðar um fundarsköp, en skjóta má úrskurði hans til úrlausnar bæjarstjórnar.e. Beri bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann. Forseti getur lagt til við bæjarstjórn að bæjarfulltrúi sem víttur hefur verið tvisvar á sama fundi verði sviptur málfrelsi á þeim fundi. Skal slík tillaga afgreidd umræðulaust. Hlýði bæjarfulltrúi ekki úrskurði forseta eða bæjarstjórnar eða ef óregla kemur upp á fundi skal forseti gera fundarhlé, fresta fundi eða slíta ef nauðsyn krefur.f. Telji forseti umræður dragast úr hófi fram getur hann lagt fram dagskrártillögu um að ræðutími hvers bæjarfulltrúa verði takmarkaður, umræðum verði lokið á tilteknum tíma eða umræðum um mál verði lokið þá þegar. Hver bæjarfulltrúi getur einnig borið fram slíkar tillögur. Bæjarstjórn skal afgreiða tillögur um takmörkun umræðna umræðulaust. Ekki má þó takmarka umræðu um mál svo að hún standi skemur en tvær klukkustundir. Umræður um fjárhagsáætlun eru ekki háðar ákvæðum greinar þessarar.g. Raski áheyrandi fundarfriði bæjarstjórnar getur forseti vísað honum úr fundarsal. h. Leyfi forseta bæjarstjórnar þarf til að hljóðrita umræður og eða taka myndir á bæjarstjórnarfundum.11. gr. [varaforseti bæjarstjórnar]a. Varaforseti bæjarstjórnar sinnir skyldu forseta samkvæmt 11. gr. í fjarveru hans.12. gr. [skrifari bæjarstjórnar]a. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar skal kjósa tvo skrifara bæjarstjórnar úr hópi bæjarfulltrúa til eins árs í senn. Skrifarar skulu telja atkvæði við kosningar þegar atkvæðagreiðslur fara fram í bæjarstjórn.13. gr. [dagskrá funda bæjarstjórna]a. Bæjarstjóri skal semja dagskrá bæjarstjórnarfunda í samráði við forseta bæjarstjórnar. Öll nauðsynleg gögn vegna fundarins skulu fylgja fundarboði s.s. dagskrá fundarins, tillögur og afrit fundargerða nefnda, ráða og stjórna á vegum bæjarstjórnar.b. Dagskrá bæjarstjórnar skal taka:i. Lögákveðnar kosningar bæjarstjórnar s.s. kosningar forseta og varaforseta bæjarstjórnar og ráðningu bæjarstjóra og kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum bæjarstjórnar.ii. Fundargerðir bæjarráðs, nefnda og stjórna á vegum sveitarfélagsins, sbr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.iii. Önnur mál sem falla undir verksvið bæjarstjórnar og bæjarstjóri ákveður að taka á dagskrá eða einhver bæjarfulltrúi óskar að tekin verði á dagskrá. c. Óski bæjarfulltrúi eftir að taka mál á dagskrá skal hann tilkynna það bæjarstjóra skriflega með tillögu eða fyrirspurn a.m.k. fjórum sólarhringum fyrir fund.d. Mál skulu tekin til umræðu og afgreidd í bæjarstjórn í þeirri röð sem þau eru á dagskrá nema forseti eða bæjarstjórn ákveði annað. Heimilt er að taka til meðferðar á bæjarstjórnarfundi mál sem ekki hefur verið á dagskrá ef 2/3 viðstaddra bæjarfulltrúa samþykkja slík afbrigði.e. Dagskrá bæjarstjórnarfundar skal vera aðgengileg bæjarbúum á skrifstofum sveitarfélagsins á venjulegum afgreiðslutíma eða með öðrum hætti sem bæjarstjórn ákveður.14. gr. [mál sem þurfa tvær umræður í bæjarstjórn]a. Bæjarstjórn afgreiðir mál að jafnaði við eina umræðu. Þó skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um eftirtalin málefni:i. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja.ii. Ársreikninga sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja.iii. Samþykktir, reglugerðir og gjaldskrár sem hljóta eiga staðfestingu ráðherra.iv. Áætlanir fyrir sveitarfélagið sem gilda eiga til lengri tíma, svo sem þriggja ára áætlanir.v. Tilkynningu til eftirlitsnefndar sveitarfélaga skv. 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.15. gr. [fundarreglur í bæjarstjórn]a. Bæjarfulltrúi skal ávarpa forseta í upphafi máls síns og beina máli sínu til hans og/eða fundarins. Þegar til umræðu er fundargerð bæjarráðs, nefndar, ráðs eða stjórnar skal bæjarfulltrúi taka fram hvaða lið eða liði fundargerða hann óski að ræða.b. Bæjarfulltrúa er heimilt að taka tvisvar til máls við hverja umræðu. Bæjarfulltrúa er þó heimilt að taka oftar til máls til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Bæjarstjóri, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður má þó tala oftar en tvisvar við hverja umræðu máls.c. Að jafnaði skulu bæjarfulltrúar taka til máls í þeirri röð sem þeir hafa kvatt sér hljóðs. Víkja má frá þeirri reglu ef um er að ræða bæjarstjóra, framsögumann í máli eða bæjarfulltrúa sem óskar að gera stutta athugasemd eða koma leiðréttingu á framfæri.d. Hafi tveir eða fleiri bæjarfulltrúar kvatt sér hljóðs samtímis ákveður forseti í hvaða röð þeir skuli tala. Bæjarfulltrúi skal flytja mál sitt úr ræðustól nema forseti leyfi annað.e. Bæjarfulltrúa er óheimilt að lesa upp prentað mál við umræður í bæjarstjórn nema með leyfi forseta.16. gr. [atkvæðagreiðslur bæjarstjórnar]a. Á bæjarstjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum mála. Hjáseta telst þátttaka í atkvæðagreiðslu.b. Atkvæðagreiðsla á bæjarstjórnarfundi fer að jafnaði fram með handauppréttingu. Forseti biður bæjarfulltrúa sem samþykkja mál að rétta upp hönd sína. Að því búnu leitar forseti mótatkvæða með sama hætti. Loks skýrir forseti frá úrslitum atkvæðagreiðslunnar.c. Mál er afgreitt í bæjarstjórn með því að samþykkja það eða fella, vísa því frá bæjarstjórn eða til afgreiðslu bæjarráðs, nefndar, stjórnar eða bæjarstjóra. Máli sem bæjarstjórn ber að lögum að afgreiða verður þó eigi vísað til afgreiðslu annarra. Bæjarstjórn er heimilt að fresta afgreiðslu máls nema um sé að ræða mál sem að lögum ber að afgreiða fyrir tiltekinn tíma.d. Kosningar skulu ávallt vera skriflegar og leynilegar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess.e. Forseti getur ákveðið að mál verði afgreitt með nafnakalli. Einnig ber forseta að láta fara fram nafnakall ef einhver bæjarfulltrúa óskar þess. Við nafnakall skal farið eftir tölusettri nafnaskrá bæjarfulltrúa í starfrófsröð og skal það ráðast af útdrætti hvaða bæjarfulltrúi greiðir fyrst atkvæði við nafnakall. Við nafnakall skal forseti greiða atkvæði síðastur. Við nafnakall svarar bæjarfulltrúi, þegar forseti les upp nafn hans, já eða nei eftir því hvort hann er með máli eða móti eða tekur fram að hann greiði ekki atkvæði en slík afstaða telst þó þátttaka í atkvæðagreiðslu. Bæjarfulltrúa er heimilt að gera stutta grein fyrir atkvæði sínu.f. Ef jafnmörg atkvæði eru með máli og á móti því fellur það, en við kosningar ræður hlutkesti. Kosningar sem fram fara í bæjarstjórn skulu vera hlutfallskosningar skv. d´Hondts reglu, sbr. 85. og 86. gr. laga um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998. Þegar um meirihlutakosningu er að ræða, svo sem við kjör eins fulltrúa úr hópi tveggja eða fleiri skal hún fara fram eins og við forsetakjör.g. Ef mál er svo vaxið að forseti telur ástæðulaust að atkvæðagreiðsla fari fram um það skýrir hann frá því að hann telji mál samþykkt eða fellt án atkvæðagreiðslu nema athugasemd verði við það gerð.17. gr. [fundargerðir bæjarstjórnar]a. Skrifstofustjóri bæjarskrifstofu annast ritun fundargerða bæjarstjórnar. Í inngangi fundargerðar skal koma fram hvar og hvenær fundurinn er haldinn, hverjir sátu fundinn, forföll bæjarfulltrúa og hver ritar fundargerð.b. Í fundargerð skal skrá þau mál sem tekin eru fyrir, dagsetningu þeirra, aðila mála og meginefni. Þá skal skrá afgreiðslu mála fyrir bæjarstjórn. Sé mál ekki afgreitt samhljóða skal greina í fundargerð hvernig atkvæði skiptust.c. Í fundargerð skal skráð hverjir taka til máls í umræðum, um hvaða málsliði dagskrár er fjallað og stutta athugasemd um afstöðu ræðumanns til viðkomandi máls óski hann þess. Fulltrúar skulu að jafnaði afhenda ritara slíkar bókanir skriflega. Þegar lagðar eru fram fundargerðir nefnda nægir að skrá í fundargerð bæjarstjórnar um hvaða nefndir er að ræða og dagsetningu fundargerða.d. Í fundargerð skal skrá ef einstakir fulltrúar víkja af fundi við afgreiðslu máls vegna vanhæfis. Þá skal einnig skrá í fundargerð komi fulltrúi til fundar eftir að hann er hafinn og undir hvaða lið, sama gildir ef fulltrúi þarf að víkja af fundi áður en honum lýkur.e. Bæjarfulltrúi sem vill gera athugasemd við eitthvert atriði í fundargerð getur undirritað fundargerðina með fyrirvara um það atriði.f. Í lok fundar skal fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, skrá skal hvenær fundi er slitið og skulu allir viðstaddir fundarmenn undirrita hana.g. Mál sem tekin eru fyrir á lokuðum fundi skal skrá sem trúnaðarmál. Óheimilt er að skýra frá því sem fram kemur við umræður á lokuðum fundi í bæjarstjórn.18. gr. [tölvuskráð fundargerð]a. Bæjarstjórn getur ákveðið að fundargerð verði skráð í tölvu. Sé það gert skal bóka í gerðabók bæjarstjórnar númer fundar, hvar og hvenær fundurinn er haldinn og að fundargerð sé færð í tölvu. Þá skal færa í gerðabók dagskrá fundar, upphafstíma fundar, fundarslit og greina blaðsíðutal fundargerðar. Viðstaddir bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og skrifstofustjóri skulu rita nöfn sín við slit fundar í gerðabók. Í lok fundarins skal tölvuskráð fundargerð prentuð og hún undirrituð af fundarmönnum. Einnig skal forseti og fundarritari setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerðar sem tölusettar skulu í áframhaldandi töluröð. Undirritaðar tölvuskráðar fundargerðir skulu reglulega bundnar inn til varanlegrar varðveislu.b. Ef fundargerðir eru tölvuritaðar skal bæjarfulltrúi afhenda skrifstofustjóra á fundarstað skriflegar bókanir sínar á tölvutæku formi ef kostur er. 19. gr. [hljóðritun bæjarstjórnarfunda]a. Bæjarstjórn getur ákveðið að umræður á bæjarstjórnarfundum skuli hljóðritaðar eða teknar upp með öðrum hætti. Sé það ákveðið skal bæjarstjórn setja um það nánari reglur.III. [réttindi og skyldur bæjarfulltrúa]20. gr. [aðalfulltrúar í bæjarstjórn] a. Bæjarfulltrúi er einungis bundinn af lögum og sannfæringu sinni. Honum ber að gegna störfum sínum af alúð og samviskusemi og gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess.b. Bæjarfulltrúi hefur málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt. Bæjarfulltrúi sem vill taka til máls skal óska heimildar forseta. c. Bæjarfulltrúi getur borið fram breytingartillögu, viðaukatillögu, frávísunartillögu eða frestunartillögu við hvert það mál sem til umræðu er á fundi. Slíkar tillögur skulu vera skriflegar ef forseti óskar þess. Forseti ákveður í hvaða röð og með hvaða hætti slíkar tillögur eru teknar til afgreiðslu.d. Bæjarfulltrúi á rétt á að fá bókaða stutta athugasemd um afstöðu sína til þeirra mála sem til umræðu eru í bæjarstjórn. Hyggist bæjarfulltrúi gera grein fyrir afstöðu sinni í bókun skal hann jafnan afhenda fundarritara hana skriflega í upphafi máls síns.e. Nú telur bæjarfulltrúi sig ekki geta gegnt skyldum sínum í bæjarstjórn vegna óhæfilegs álags og getur bæjarstjórn þá létt af honum störfum eða veitt honum lausn að eigin ósk um tiltekinn tíma eða til loka kjörtímabils. Varamaður tekur þá sæti hans samkvæmt. 24. gr. sveitarstjórnarlaga. Missi fulltrúi í bæjarstjórn kjörgengi skal hann víkja úr bæjarstjórn, sbr. þó ákvæði 4. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. f. Nú er bæjarfulltrúi af einhverjum ástæðum sviptur fjárforræði, svo sem ef bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta, og skal bæjarstjórn þá veita honum lausn frá störfum þann tíma er sviptingin gildir.g. Bæjarfulltrúi skal fá hæfilega þóknun úr sveitarsjóði fyrir störf sín í bæjarstjórn. Takist bæjarfulltrúi á hendur ferð á vegum sveitarfélagsins á hann rétt á greiðslu hæfilegs ferða- og dvalarkostnaðar. 21. gr. [varafulltrúar í bæjarstjórn]a. Varafulltrúar í bæjarstjórn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn þess lista sem þeir eru kosnir af, falla frá, flytjast burt eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.b. Nú er framboðslisti borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum geta aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast, sbr. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.c. Ákvæði þessa kafla um réttindi og skyldur bæjarfulltrúa gilda einnig um varamenn sem taka sæti í bæjarstjórn, eftir því sem við á.22. gr. [fundarskylda bæjarfulltrúa] a. Bæjarfulltrúa er skylt að sækja alla bæjarstjórnarfundi stundvíslega nema lögmæt forföll hamli svo sem önnur brýnni skyldustörf eða veikindi.b. Sé bæjarfulltrúi forfallaður boðar hann varamann sinn og tilkynnir það til bæjarstjóra. 23. gr. [nefndar- og verkefnaskylda bæjarfulltrúa]a. Aðal- og varafulltrúa í bæjarstjórn er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á vegum sveitarfélagsins. b. Aðal- og varafulltrúa í bæjarstjórn er skylt að taka að sér þau störf sem bæjarstjórn felur honum og varða verkefni bæjarstjórnar, svo sem forsetastörf. Þó getur sá sem hefur verið forseti eða setið í bæjarráði eða annarri nefnd eitt kjörtímabil eða lengur skorast undan kosningu jafnlangan tíma og hann hefur haft starfið á hendi.24. gr. [hæfi bæjarfulltrúa]a. Bæjarfulltrúa ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.b. Bæjarfulltrúar eru ekki vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum bæjarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf.c. Bæjarfulltrúar sem jafnframt eru starfsmenn sveitarfélagsins og hafa sem slíkir átt þátt í að undirbúa tiltekið mál sem lagt er fyrir bæjarstjórn eru alltaf vanhæfir þegar bæjarstjórnin fjallar um málið.d. Ákvæði c. liðar á ekki við um bæjarstjóra sveitafélagsins eða þegar sveitarstjórn fjallar um og afgreiðir fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélagsins.e. Bæjarfulltrúi sem veit að hæfi sitt orkar tvímælis ber að vekja athygli á því. Bæjarfulltrúa er heimilt við meðferð máls sem hann er vanhæfur að afgreiða, að gera stuttlega grein fyrir afstöðu sinni. Bæjarstjórn sker umræðulaust úr um hvort mál er svo vaxið að einhver bæjarfulltrúa sé vanhæfur. Bæjarfulltrúi sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt.f. Bæjarfulltrúi sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal sveitarstjórnar við meðferð og afgreiðslu þess.25. gr. [atkvæðagreiðsla á bæjarstjórnarfundum]a. Bæjarfulltrúa er ekki skylt að taka þátt í atkvæðagreiðslu um einstök mál. b. Ef um er að ræða mál sem bæjarstjórn er skylt lögum samkvæmt að afgreiða s.s. fjárhagsáætlun, ársreikninga eða kjör fulltrúa í lögboðnar nefndir, getur forseti ákveðið að endurtaka skuli atkvæðagreiðslu ef minna en helmingur bæjarfulltrúa tekur þátt í henni.26. gr. [aðgangur bæjarfulltrúa að gögnum]a. Aðalfulltrúar í bæjarstjórn eiga óhindraðan aðgang að bókum og skjölum sveitarfélagsins og einnig að stofnunum og fyrirtækjum þess á venjulegum afgreiðslutíma til að afla upplýsinga vegna starfa sinna.27. gr. [þagnarskylda bæjarfulltrúa]a. Bæjarfulltrúi skal gæta þagnarskyldu um það sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. Þagnarskylda helst áfram eftir að bæjarfulltrúi lætur af þeim störfum.28. gr. [orlof og fleira]a. Bæjarfulltrúar eiga rétt á að störfum sveitarstjórnar sé þannig hagað að þeir geti tekið sér hæfilegt orlof árlega.b. Bæjarstjórn er heimilt að setja í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins ákvæði um réttindi sveitarstjórnarmanna, svo sem varðandi lífeyrissjóði, barnsburðarleyfi, biðlaun o.þ.h.IV. [bæjarráð sveitarfélagsins]29. gr. [kosning bæjarráðs]a. Byggðarráð sveitarfélagsins kallast bæjarráð og skal það skipað þremur aðalmönnum bæjarstjórnar kjörnum til eins árs af bæjarstjórn.b. Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa þrjá bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs og þrjá til vara. Kosningar í bæjarráð skulu vera leynilegar og bundnar hlutfallskosningar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess. Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð.30. gr. [valdsvið bæjarráðs]a. Bæjarráð ásamt bæjarstjóra fer með framkvæmda- og fjármálastjórn sveitafélagsins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. b. Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins.c. Bæjarstjórn getur falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli fyrir um annað.d. Bæjarráði er heimilt að fullnaðarafgreiða mál sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjórn um slíka afgreiðslu. 31. gr. [verkefni bæjarráðs]a. Bæjarráð skal undirbúa árlegar fjárhagsáætlanir og leggja fram drög að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar í samráði við bæjarstjóra.b. Bæjarráð skal í samráði við bæjarstjóra sjá til þess að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja sveitafélagsins séu lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu eins og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um.c. Bæjarráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar.32. gr. [fundarboð bæjarráðs]a. Bæjarstjóri skal boða til funda bæjarráðs með skriflegu fundarboði ásamt dagskrá einum sólarhring fyrir fund hið minnsta.b. Geti bæjarráðsfulltrúi ekki sótt fund bæjarráðs skal hann boða varamann sinn og tilkynna það til bæjarstjóra.33. gr. [fundir bæjarráðs]a. Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku. b. Aukafundi bæjarráðs skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess. c. Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi og tekur við erindum sem þar eiga að vera til umfjöllunar.34. gr. [kosning formanns- og varaformanns bæjarráðs]a. Bæjarráð skal á fyrsta fundi bæjarráðs kjósa sér formann og varaformann.35. gr. [formaður bæjarráðs]a. Formaður bæjarráðs stjórnar fundum bæjarráðs og sér til þess að allt fari löglega og skipulega fram á fundum.b. Formaður bæjarráðs úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma út af fundarsköpum. Heimilt er að skjóta úrskurði formanns bæjarráðs til atkvæðagreiðslu sé þess óskað af bæjarráðsfulltrúa.36. gr. [varaformaður bæjarráðs]a. Varaformaður bæjarráðs skal sinna skyldu formanns í fjarveru hans.37. gr. [fundargerðir bæjarráðs]a. Um ritun fundargerða bæjarráðs gilda sömu reglur og um ritun fundargerða bæjarstjórnar sbr. 18. gr.b. Skrifstofustjóri bæjarins skal annast fundarritun bæjarráðs.38. gr. [aðstoð við störf bæjarráðs]a. Starfsmönnum sveitarfélagsins er skylt að sitja fundi bæjarráðs sé þess óskað.b. Bæjarráði er heimilt að óska eftir sérfræðiáliti vegna verkefna sinna.V. [fjármálastjórn sveitarfélagsins]39. gr. [fjárhagsáætlun sveitarfélagsins]a. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins skal vera meginregla um fjármálastjórn sveitarfélagsins á fjárhagsárinu. Ekki má stofna til útgjalda eða greiða fé úr bæjarsjóði nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun, útgjöld séu lögbundin, samningsbundin eða samþykkt af bæjarstjórn.b. Samþykki bæjarstjórn fjárveitingu eða útgjöld utan fjárhagsáætlunar, skal hún jafnframt taka ákvörðun um hvernig afla skuli fjár til þeirra útgjalda s.s. með lækkun annarra útgjalda, auknum tekjum eða lánsfé.40. gr. [afgreiðsla fjárhagsáætlunar]a. Bæjarstjórn skal afgreiða fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, bæjarfyrirtækja og stofnana fyrir næsta ár eigi síðar en fyrir lok dember ár hvert, að undangengnum tveimur umræðum í bæjarstjórn sbr. 15. gr.b. Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreikninga bæjarins og skal þar greint á milli rekstraráætlunar, fjárfestingaráætlunar og áætlunar um fjármagnshreyfingar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar tekur bæjarstjórn ákvarðanir um nýtingu tekjustofna bæjarsjóðs og tekjuöflun, um öflun lánsfjár ef um það er að ræða og um ráðstöfun fjármagns á fjárhagsárinu bæði til rekstrar og eignabreytinga. Þá skal við gerð fjárhagsáætlunar hafa hliðsjón af veltufjárstöðu bæjarsjóðs í byrjun fjárhagsárs og áætla fyrir þeim breytingum, sem nauðsynlegt er talið að gera á veltufjárstöðunni.c. Áætlunina skal senda til Félagsmálaráðuneytisins strax að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar. Sama á við endurskoðaða áætlun eða breytta samkvæmt 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr 45/1998. d. Nú tekst ekki að afgreiða fjárhagsáætlun samkvæmt a. lið. og skal bæjarstjórn þá sækja skriflega um frest til Félagsmálaráðuneytisins og tilgreina ástæðu fyrir umsókninni.41. gr. [endurskoðun fjárhagsáætlunar]a. Bæjarstjórn er heimilt að endurskoða fjárhagsáætlun. Slíkar breytingar afgreiðir bæjarstjórn við eina umræðu í bæjarstjórn, enda hafi breytingatillögurnar verið sendar bæjarfulltrúum með fundarboði og dagskrá fyrir bæjarstjórnarfund.42. gr. [afgreiðsla ársreikninga]a. Bæjarstjórn skal hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreikninga bæjarsjóðs og fyrirtækja hans eigi síðar en 1. júní ár hvert samkvæmt 67. og 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/. Bæjarstjórn skal senda Hagstofu Íslands og Félagsmálaráðuneytinu eintak af ársreikningnum fyrir 15. júní ár hvert ásamt greinargerð endurskoðanda og skoðunarmanna.b. Viðurlög skv. 4. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga liggja við vanrækslu bæjarstjórnar á afgreiðslu og skilum ársreikninga.43. gr. [þriggja ára áætlun]a. Árlega skal bæjarstjórn semja þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarins. Áætlunin skal vera rammi um árlegrar fjárhagsáætlunar bæjarins og skal hún unnin og afgreidd af bæjarstjórn innan tveggja mánaða frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Áætlunina skal senda til Félagsmálaráðuneytisins strax að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar.VI. [nefndir og stjórnir á vegum sveitafélagsins]44. gr. [kosning í nefndir]a. Bæjarstjórn kýs nefndir og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar þessarar. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins eru ekki kjörgengir í nefndir og stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana sem þeir starfa hjá.b. Kjörtímabil nefnda er að jafnaði kjörtímabil bæjarstjórnar.c. Bæjarstjórn skal kjósa alla fulltrúa í allar nefndir sem sveitafélagið á rétt á fulltrúa í svo sem stjórnir fyrirtækja og stofnana.d. Bæjarstjórn skal kjósa formenn nefnda, en á fyrsta fundi nefndar skal kjósa varaformann og ritara nema lög eða bæjarstjórn ákveði annað.e. Hafi tveir eða fleiri flokkar eða framboðsaðilar haft samstarf um nefndarkosningar skal sá sem tilnefndi viðkomandi nefndarmann einnig tilnefna varamann hans sé eigi öðruvísi ákveðið í yfirlýsingu skv. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.45. gr. [valdsvið nefnda]a. Um hlutverk og valdsvið nefnda og stjórna fer eftir því sem ákveðið er í lögum, reglugerðum, erindisbréfum eða samþykktum bæjarstjórnar.b. Bæjarstjórn getur falið nefnd fullnaðarafgreiðslu einstakra mála eða málaflokka nema slíkt vald sé að lögum sérstaklega falið bæjarstjórn til ákvörðunar.46. gr. [fjöldi nefndarmanna]a. Nefndir á vegum sveitarfélagsins skulu að jafnaði vera skipaðar fimm aðalmönnum og fimm varamönnum.47. gr. [fundaboðun nefnda]a. Bæjarstjóri skal kalla nefnd saman til fyrsta fundar eða ákveða hver skuli gera það nema formaður hafi áður verið kosinn af bæjarstjórn.b. Formaður nefndar boðar eða lætur boða fundi í nefnd með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara með skriflegri dagskrá. Heimilt er að boða til fundar með rafrænum hætti enda hafi viðkomandi fulltrúar áður undirritað yfirlýsingu þess efnis.c. Bæjarstjóri getur kallað saman tvær eða fleiri nefndir til að ræða mál er varða starfssvið fleiri en einnar nefndar.48. gr. [nefndarfundir]a. Nefndarfundir skulu haldnir fyrir luktum dyrum. Nefnd getur í samráði við bæjarstjóra kvatt á sinn fund einstaka starfsmenn sveitarfélagsins. Ennfremur getur nefnd boðið aðila að koma á sinn fund til viðræðna um tiltekin mál. Heimilt er að halda fundi með síma- eða fjarfundabúnaði.b. Nefndarmanni er skylt að sækja fundi nema lögmæt forföll hamli. Geti nefndarmaður ekki sótt fund boðar hann varamann sinn og tilkynnir það til viðkomandi starfsmanns sem vinnur með nefndinni.c. Nú forfallast aðalmaður í nefnd um stundarsakir, skal varamaður taka sæti í nefndinni. d. Nú flyst aðalmaður í nefnd burt úr sveitarfélaginu, fellur frá eða forfallast á annan hátt varanlega, tekur varamaður hans sæti nema bæjarstjórn ákveði að kjósa aðalmann að nýju.49. gr. [formenn nefnda]a. Formaður nefndar semur dagskrá nefndarfunda, boðar til funda og stýrir fundum.50. gr. [varaformenn nefnda]a. Á fyrsta fundi nefndar skal kjósa varaformann og skal hann sinna störfum formanns í forföllum hans.51. gr. [ritarar nefnda]a. Á fyrsta fundi nefndar skal kjósa ritara nefndar og skal hann rita fundargerð nefndarinnar.52. gr. [aðalmenn nefnda]a. Aðalmenn nefnda hafa málfrelsi, tillögurétt, rétt til að koma málum á dagskrá nefndar og atkvæðisrétt á fundum nefnda.53. gr. [varamenn nefnda]a. Varamenn nefnda skulu taka sæti aðalmanna í forföllum.b. Þegar varamenn sinna störfum aðalmanna skulu þeir njóta sömu réttinda og aðalmenn.54. gr. [fundargerðir nefnda]a. Nefndir og stjórnir skulu halda gerðabækur. Ritari nefndar skal færa fundargerð í gerðabók. Staðfesting fundarmanna sem sitja fund í gegn um síma- eða fjarfundabúnað skal gerð strax að loknum fundi. Skal senda fundargerð í tölvupósti til viðkomandi sem endursendir hana með staðfestu samþykki sínu. Fjarstaddir staðfesta síðan fundargerðina með undirritun sinni svo fljótt sem verða má. Um ritun fundargerða nefnda og stjórna gilda að öðru leyti sömu reglur og um ritun fundargerða bæjarstjórnar, sbr. 18. gr. og ákvæði í erindisbréfum nefnda sem samþykkt eru af bæjarstjórn.b. Fundargerðir nefnda og stjórna sveitarfélagsins skulu teknar á dagskrá bæjarstjórnar og skal það gert svo fljótt sem unnt er að afloknum nefndarfundi. Ef fundargerðir innihalda ekki ályktanir eða tillögur sem þarfnast sérstakar afgreiðslu bæjarráðs eða bæjarstjórnar eru fundargerðir lagðar fram til kynningar.55. gr. [Nefndir á vegum sveitarfélagsins]a. Bæjarstjórn skal sjá til þess að neðangreindar nefndir séu starfræktar:i. almannavarnarnefndii. félagsmálanefndiii. frístundanefndiv. fræðslunefndv. menningarnefndvi. skipulags- og umhverfisnefndvii. kjörstjórnb. Nefndir sveitafélagsins samkvæmt a. lið skulu skipaðar fimm aðalmönnum og fimm varamönnum, nema kjörstjórn sem skal skipuð þrem aðalmönnum og þrem varamönnum.c. Bæjarstjórn er heimilt að starfrækja fleiri nefndir en taldar eru upp samkvæmt a. lið, enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitafélagsins.56. gr. [nefndir vegna tímabundinna eða afmarkaðra verkefna]a. Bæjarstjórn getur kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur niður við lok kjörtímabils og fyrr sé verkefni þeirra lokið.b. Bæjarstjórn getur afturkallað umboð nefnda samkvæmt a. lið hvenær sem er.57. gr. [almannavarnarnefnd]a. Almannavarnarnefnd skal starfa samkvæmt lögum um almannavarnir nr. 94/1962 og samkvæmt verkefnum tilgreindum í erindisbréfi bæjarstjórnar.b. Almannavarnarnefnd skal skipuð fimm fulltrúum: einum fulltrúa lögreglu og fjórum lykilmönnum sem stýra í starfi sínu viðbrögðum sem tryggja öryggi hins almenna borgara gagnvart aðsteðjandi vá.c. Almannavarnarnefnd skal skipa sérstaka aðgerðarnefnd í þéttbýlisstöðum sveitafélagsins. Hlutverk aðgerðarnefndarinnar er að tryggja öryggi hins almenna borgara samkvæmt ákvörðunum almannavarnarnefndar.58. gr. [félagsmálanefnd]a. Félagsmálanefnd hefur yfirumsjón með félagsmálum sveitarfélagsins samkvæmt verkefnum tilgreindum í erindisbréfi bæjarstjórnar.a. Undir félagsmálanefnd heyra m.a. neðangreindir málaflokkar:i. Barnaverndarmál sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002ii. Félagsþjónusta sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991iii. Forvarnarmál sveitarfélagsinsiv. Framfylgd laga um húsaleigubætur nr. 138/1997v. Jafnréttismál sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000vi. Málefni aldraðra sbr. lög um málefni aldraðra nr. 125/1999vii. Málefni fatlaðra sbr. lög um málefni fatlaðra nr. 59/1991viii. Umsagnaraðili um almenna þætti félagsmála.59. gr. [frístundanefnd]a. Frístundanefnd hefur yfirumsjón með íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum á vegum sveitarfélagsins samkvæmt verkefnum tilgreindum í erindisbréfi bæjarstjórnar.b. Frístundanefnd hefur yfirumsjón með samskiptum og styrkveitingum sveitarfélagsins við einstaklinga og félaga vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála.60. gr. [fræðslunefnd]a. Fræðslunefnd hefur yfirumsjón með öllum stigum skóla- og fræðslumála sveitarfélagsins s.s. leikskóla-, grunnskóla-, tónlistarskóla- og endurmenntunarstigi á vegum sveitarfélagsins samkvæmt nánari skilgreindum verkefnum tilgreindum í erindisbréfi bæjarstjórnar.b. Fræðslunefnd skal sjá um að skólamálaskrifstofa verði starfrækt í sveitarfélaginu. Verksvið skrifstofunnar er að veita skólum sveitarfélagsins ráðgjöf og sérfræðiþjónustu og/eða vera milligönguaðili um slíka þjónustu.61. gr. [menningarnefnd]a. Menningarnefnd hefur yfirumsjón fyrir hönd sveitarfélagsins á menningartengdum viðburðum samkvæmt nánari útskýringu í erindisbréfi bæjarstjórnar.b. Menningarnefnd hefur yfirumsjón með söfnum sveitafélagsins s.s. bókasöfnum, minjasöfnum og náttúrugripasöfnum.c. Menningarnefnd hefur yfirumsjón með alþjóðasamskiptum sveitarfélagsins vegna vinabæjartengsla.62. gr. [skipulags- og umhverfisnefnd]a. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirumsjón með umhverfismálum sveitarfélagsins samkvæmt nánari skilgreiningu í erindisbréfi bæjarstjórnar.b. Helstu verkefni skipulags- og umhverfisnefndar eru að hafa yfirumsjón með:i. Skipulags- og byggingarmálum sveitafélagsinsii. Landbúnaðarmálum iii. Umhverfismálum63. gr. [kjörstjórn]a. Yfirkjörstjórn skal kosin til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórn skal vera reiðubúin til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf.b. Kjörstjórn er skipuð þremur aðalmönnum og þremur varamönnum sem allir skulu eiga kosningarrétt í sveitarfélaginu. Kjörstjórn kýs sér ritara úr sínum hópi.Kjörstjórn fer með verkefni kjörstjórnar við alþingiskosningar skv. 15. gr. laga um kosningar til alþingis nr. 24/2000 og yfirkjörstjórnar við bæjarstjórnarkosningar skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998c. Bæjarstjórn er heimilt að kjósa undirkjörstjórnir. Verksvið undirkjörstjórnar er að hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga í einstökum bæjarhlutum sveitarfélagsins. Undirkjörstjórn skal skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara.d. Kjörstjórnir eru í störfum sínum óháðar ákvörðunarvaldi bæjarstjórnar.e. Bæjarstjórn getur ákveðið að sama kjörstjórn stýri sveitarstjórnarkosningum og kosningum til Alþingis.f. Yfirkjörstjórn skal með nægum fyrirvara á undan kosningum auglýsa aðsetur sitt þar sem hún veitir viðtöku framboðslistum og þar sem hún dvelst meðan kosning fer fram.VII. [starfsmenn sveitafélagsins]64. gr. [bæjarstjóri]a. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins kallast bæjarstjóri og er ráðinn af bæjarstjórn. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við bæjarstjóra þar sem m.a. skal kveðið á um ráðningartíma hans, kaup og kjör.b. Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs. Hann undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til. Bæjarstjóra er heimilt með samþykki bæjarstjórnar að veita öðrum starfsmanni bæjarins prókúru.c. Bæjarstjóri hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki ákveðið annað.d. Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar. Hann hefur málfrelsi og tillögurétt á bæjarstjórnarfundum, en atkvæðisrétt hefur hann ekki nema hann sé kjörinn bæjarfulltrúi.e. Bæjarstjóri situr fundi í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráð.f. Ef mál sem bæjarráð hefur heimild til að afgreiða eru samhljóða samþykkt í bæjarráði hefur bæjarstjóri heimild til að láta framkvæma þau. Ef mótatkvæði kemur fram í bæjarráði við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjarstjórnar.g. Bæjarstjórn ákveður hver gegna skuli störfum bæjarstjóra í forföllum hans eða ef enginn starfandi bæjarstjóri er í sveitarfélaginu.h. Nú er enginn starfandi bæjarstjóri í sveitarfélaginu og fer þá forseti bæjarstjórnar með daglega stjórn sveitarfélagsins, undirbýr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs, annast framkvæmd ákvarðana hennar og annarra málefna sveitarfélagsins, svo sem bréfaskipti, gjaldheimtu og reikningshald samkvæmt 52. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.65. gr. [ráðning í fastar stöður á vegum sveitarfélagsins]a. Allar fastar stöður skal auglýsa lausar til umsóknar á opinberum vettvangi nema bæjarráð heimili annað. Bæjarráð getur ákveðið hvaða almenn skilyrði gilda um ráðningu í störf hjá sveitarfélaginu.b. Bæjarstjórn ræður sviðsstjóra sem heyra beint undir bæjarstjóra í skipuriti að fengnum tillögum frá bæjarstjóra og viðkomandi nefnd. Ennfremur ræður bæjarstjórn að fengnum tillögum viðkomandi nefnda framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag en í eigu bæjarsjóðs. Bæjarráð ræður forstöðumenn stofnana að fengnum umsögnum sviðsstjóra og viðkomandi nefnda.c. Forstöðumenn ráða aðra fasta starfsmenn en þá sem greinir í 65. gr. í samráði við sviðsstjóra eða fagnefndir þar sem það á við, enda séu stöðuheimildir fyrir hendi og ekki á annan veg mælt í reglugerð eða reglum sem bæjarstjórn hefur sett, og veitir þeim lausn frá störfum.66. gr. [ráðning í tímabundnar stöður á vegum sveitarfélagsins]a. Forstöðumenn stofnana og fyrirtækja bæjarins ráða starfsmenn í tímabundnar stöður eftir þeim reglum sem bæjarráð setur. Um kaup og kjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga.67. gr. [réttindi starfsmanna]a. Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins fer eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og/eða ákvæðum ráðningarsamninga, reglum um ábyrgðarmörk, starfsmannastefnu og jafnréttisáætlun.b. Fastráðnir starfsmenn bæjarins skulu ráðnir til óákveðins tíma með gagnkvæmum 3 mánaða uppsagnarfresti miðað við mánaðamót. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við alla starfsmenn, þar sem m.a. skal kveðið á um ráðningartíma og uppsagnarfrest sbr. 1. mgr. svo og starfssvið þeirra. Um kaup og kjör fer eftir ráðningarsamningi og gildandi kjarasamningum
Lesa meira
13.07.2006
Skipan í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar, er óðum að taka á sig endanlega mynd. Eftir síðasta bæjarstjórnarfund er listinn eftirfarandi:BæjarstjórnJónína Magnúsdóttir af D listaJóna Vilhelmína Héðinsdóttir af H listaHermann Einarsson af B lista 1. varaforseti Þorsteinn Ásgeirsson af D lista forseti bæjarstjórnarSigurður Egill Rögnvaldsson af H lista 2. varaforsetiGuðmundur Skarphéðinsson af D listaBjarkey Gunnarsdóttir af H listaBirkir Jón Jónsson af B listaKristján Hauksson af D listaBæjarráðJónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðsHermann Einarsson, varaformaðurJóna Vilhelmína HéðinsdóttirTil vara:Þorsteinn ÁsgeirssonBirkir Jón JónssonEgill RögnvaldssonAðalfundur Eyþings AðalmennÞorsteinn Ásgeirsson DHermann Einarsson B Bjarkey Gunnarsdóttir HVaramennKristján Hauksson DBirkir J Jónsson BEgill Rögnvaldsson HAðalfundur Fiskeldis Eyjafjarðar AðalmaðurKristján Hauksson D VaramaðurÞorsteinn Ásgeirsson DAðalfundur Hafnasamlags Eyjafjarðar Aðalmenn Bæjarstjórn sjálfkjörinAlmannavarnanefnd Aðalmenn Guðgeir Eyjólfsson sýslumaðurBæjarstjóriTæknifræðingurÁmundi Gunnarsson slökkviliðsstjóriMagnús Sigursteinsson slökkviliðsstjóriAndrés Magnússon yfirlæknirÁsgeir H. Bjarnason héraðslæknirÞorsteinn Jóhannesson DAri Eðvaldsson HAtvinnu- og ferðamálanefndAðalmaðurBirkir J Jónsson formaður BTómas Einarsson DÁsmundur Einarsson DInga Eiríksdóttir HEgill Rögnvaldsson HVaramaður Freyr Sigurðsson BHelga Ingimarsdóttir DSteinar Svavarsson DÞormóður Sigurðsson HRíkey Sigurbjörnsdóttir H Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar VaramaðurBirkir J Jónsson BBúfjáreftirlitsmaður AðalmaðurIngi Vignir Gunnlaugsson B Varamaður Anton Sigurbjörnsson BBarnaverndarnefnd Útey Guðlaug Guðmundsdóttir DFulltrúi frá BFulltrúi frá HFélagsmálanefndAðalmennHörður Ólafsson formaður DVíbekka Árnadóttir DÁsdís Pálmadóttir BMargréti Guðmundsdóttir BSigurður Jóhannesson HVaramenn Konráð Karl Baldvinsson DGunnlaug Kristjánsdóttir DBrynja Stefánsdóttir BRóslaug Gunnlaugsdóttir BRögnvaldur Ingólfsson H Frístundanefnd Aðalmenn:Rósa Jónsdóttir formaður BAdolf Árnason BErla Gunnlaugsdóttir DGauti Már Rúnarsson DKatrín Sif Andersen HVaramennElín Jónsdóttir BRósa Ingólfsdóttir BRósa Ómarsdóttir DHeiðar Gunnólfsson DBjörn Þór Ólafsson HFræðslunefndAðalmenn: Kristján Hauksson formaður DMargrét Ósk Harðardóttir DKatrín Freysdóttir BAðalbjörg Snorradóttir HJakob Kárason H VaramennÁsgrímur Pálmason DVala Árnadóttir DSólrún Júlíusdóttir BBjörn Valur Gíslason H Júlíus Hraunberg HFulltrúaráð Brunabótafélags Íslands AðalmaðurSkarphéðinn Guðmundsson BVaramaður Jónína Magnúsdóttir DHafnarstjórn Siglufjarðar Aðalmenn Jón Andrjés Hinriksson formaður DÞorbjörn Sigurðsson DSveinn Zophaníasson BPétur Bjarnason BÓlafur Kárason HVaramenn Haukur Jónsson DÁsgeir Logi Ásgeirsson DFreyr Sigurðsson BSverrir Sveinsson BGunnar Ásgrímsson HHéraðsnefnd Eyjafjarðar AðalmennÞorsteinn Ásgeirsson DHermann Einarsson BJóna Vilhelmína Héðinsdóttir HVaramennKristján Hauksson DHelga Jónsdóttir BEgill Rögnvaldsson H Heilbrigðisnefnd SSNV AðalmaðurArnar H. Jónsson D Varamaður Hermann Einarsson BHúsnæðisnefnd Aðalmenn Helga Jónsdóttir formaður BGunnlaugur J. Magnússon DMaría Elín Sigurbjörnsdóttir DBjarkey Gunnarsdóttir HGuðjón Sverrisson HVaramenn Ármann Þórðarson BSverrir Gunnarsson DÞórunn Kristinsdóttir DJúlíanna Ingvadóttir HBergþór Morthens HLandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Aðalmaður Jónína Magnúsdóttir DJóna Vilhelmína Héðinsdóttir HVaramaðurHermann Einarsson BBjarkey Gunnarsdóttir HMenningarnefnd AðalmennÞórarinn Hannesson formaður DSigríður Guðmundsdóttir DRósa Jónsdóttir BHanna Þóra Benediktsdóttir BMagnús G. Ólafsson HVaramenn Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir DEydís Bjarnadóttir DSigrún Ingólfsdóttir BSvava Guðmundsdóttir BBergþór Morthens HMenningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar Aðalmaður Bogi Sigurbjörnsson BVaramaðurErla Gunnlaugsdóttir D Samstarfsnefnd um sameiningarmál Aðalmenn Þorsteinn Ásgeirsson formaður DJónína Magnúsdóttir DHermann Einarsson BRagnar Ingason B Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir HEgill Rögnvaldsson HVaramenn Guðmundur Skarphéðinsson DKristján Hauksson DSverrir Sveinsson BHelga Jónsdóttir BBjarkey Gunnarsdóttir HÓlafur H Kárason HSkipulags- og umhverfisnefnd Aðalmenn Guðmundur Skarphéðinsson formaður DSnjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir DÞorgeir Bjarnason BHelgi Jóhannsson HMarín Gústafsdóttir HVaramenn Elmar Árnason D Anna María Elíasdóttir DSigurbjörn Þorgeirsson B Ingvi Óskarsson H Júlíus Hraunberg HSkoðunarmenn Aðalmenn Unnar Már Pétursson DSigurbjörg Ingvadóttir HVaramenn Jón Þorvaldsson DHafþór Rósmundsson H Stjórn Hafnasamlags Eyjafjarðar AðalmennÁsgeir Logi Ásgeirsson DGuðni Ólafsson BGunnar Reynir Kristinsson HVaramenn Júlíus Magnússon DGestur Antonsson BEgill Rögnvaldsson HStjórn Hornbrekku AðalmennAnna María Elíasdóttir DAnna Rósa Vigfúsdóttir BJóna Vilhelmína Héðinsdóttir HVaramennGunnlaugur Jón Magnússon DRóslaug Gunnlaugsdóttir BBjörn Þór Ólafsson HStjórn Síldarminjasafns Aðalmaður Jónína Magnúsdóttir DVaramaðurSverrir Sveinsson BStjórn SSNV AðalmaðurHermann Einarsson BVaramaðurGuðmundur Skarphéðinsson DÞing SSNV AðalmennHermann Einarsson BGuðmundur Skarphéðinsson DKristján Hauksson DEgill Rögnvaldsson HVaramennHelga Jónsdóttir BJónína Magnúsdóttir DÞorsteinn Ásgeirsson DÓlafur Kárason HStjórn Tjarnarborgar AðalmennHelga Jónsdóttir formaður BRagnar Ingason B Kristján Hauksson DBergljót Steingrímsdóttir DÞormóður Sigurðsson HVaramenn Jónína Kristjánsdóttir DJóhann Jóhannsson DÁsdís Pálmadóttir BRósa Jónsdóttir BGunnar Reynir Kristinsson H Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnak. Aðalmenn Guðgeir Eyjólfsson formaður DMagnús Eiríksson BArndís Friðriksdóttir HVaramennJóna Arnórsdóttir DÓlafur Jóhannsson BÁmundi Gunnarsson H Undirkjörstjórn Ólafsfirði Aðalmenn :Þorvaldur Hreinsson formaður DSteinunn Gunnarsdóttir BKristjana Sveinsdóttir HVaramenn Signý Hreiðarsdóttir DMaría Markúsdóttir BAuður Ósk Rögnvaldsdóttir HUndirkjörstjórn Siglufirði AðalmennPétur Garðarsson formaður DKristín Bogadóttir BHalldóra Björgvinsdóttir HVaramenn Hjörtur Hjartarson DKristín Einarsdóttir BRögnvaldur Þórðarson H
Lesa meira
07.07.2006
Ágætu íbúar Fjallbyggðar.Tíminn líður hratt þegar mikið er að gera og stundum finnst manni eins og hlutirnir hafi gerst í gær sem gerðust fyrir löngu. Þannig er það þessa dagana.Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Blues-hátíð á Ólafsfirði, Nikulásarmót um næstu helgi á Ólafsfirði, Síldarævintýrið á Siglufirði um verslunarmannahelgina, Pæjumótið á Siglufirði 11.-13. ágúst og Berjadagar á Ólafsfirði 18.-20. ágúst. Njótið lífsins í sumar!Það sem er á döfinni hjá okkur í bæjarmálunum. Auglýst var eftir bæjarstjóra og nú er liðinn umsóknarfrestur (2.júlí) um stöðuna.Umsækjendur voru: Nr. Nafn Núverandi starf / síðasta starf1 Arinbjörn Kúld Stjórnunarfræðingur2 Guðmundur Rúnar Svavarsson Framkvæmdastjóri og rekstrarráðgjafi 3 Jón Hrói Finnsson Viðskiptaráðgjafi 4 Jón Ingi Sigvaldason Ráðgjafi 5 Ólafur Jakobsson Tæknifræðingur 6 Róbert T. Árnason Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 7 Róbert Örvar Ferdinandsson Kennari og verkefnastjóri8 Runólfur Birgisson Bæjarstjóri 9 Þórir Hákonarson Skrifstofustjóri10 Þórir Kr. Þórisson Deildarstjóri Vonandi verður hægt að ráða bæjarstjóra mjög fljótlega.Bæjarráð var kosið á fyrsta fundi bæjarstjórnar og í því eru: Jónína Magnúsdóttir formaður, Hermann Einarsson varaformaður og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Þorsteinn Ásgeirsson og gegnir hann störfum bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri tekur til starfa. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 11. júlí n.k. á Siglufirði.Þar verður endanlega gengið frá nefndarskipan og upp úr því fer nefndarstarf á fullt.Við vorum að bíða eftir að fá nýjar samþykktir fyrir Fjallabyggð til baka frá Félagsmálaráðuneytinu og nú eru þær komnar svo seinni umræða getur farið fram til þess að samþykkja samþykktirnar.Bæjarráðsfundargerðir eru komnar á vefina.Framkvæmdir eru í fullum gangi samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og eru ekki fyrirhugaðar stórvægilegar breytingar á henni, en þó kemur alltaf eitthvað upp á sem verður að taka fyrir og leysa.Ef einhverjir telja sig þurfa upplýsinga við eða vantar úrlausn einhverra mála sem snerta bæjarfélagið þá endilega hafið samband við undirritaðan í símum: 460-2600 eða gsm: 8927093 eða sendið tölvupóst á: steini@olf.is Sumarkveðjur Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar
Lesa meira