Fréttir

Ný heimasíða Leikskólans.

Leikskólinn hefur opnað nýja heimasíðu og er slóðin á henni www.leikskolinn.is/leikskalarEldri heimasíða verður ekki uppfærð en nýja síðan er auðveldari í vinnslu og ætti að gefa foreldrum enn betri upplýsingar.
Lesa meira

Fjölmennur kynningarfundur um sameiningarmál.

Í gærkvöldi var haldinn fyrsti kynningarfundur samstarfsnefndar um sameiningu í Eyjafirði og var hann hér á Siglufirði. Fundurinn tókst afar vel, mikið fjölmenni mætti á fundinn og augljóst mál að mikill áhugi er fyrir því að kynna sér málin til hlýtar. Þrír fulltrúar samstarfsnefndar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Unnar Már Pétursson og Valdimar Bragason, fluttu framsöguerindi og síðan var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Margar ágætar athugasemdir komu fram og fólk var vonandi einhvers vísari eftir þessar góðu umræður.Bæjarstjórn Siglufjarðar boðar til fundar um sameiningarmálin í næstu viku og verður sá fundur fimmtudaginn 29. september.Myndin er fengin af heimasíðu Steingríms og sýnir hluta fundarmanna.
Lesa meira

Málefnaskrá vegna sameiningar komin út

Málefnaskrá vegna sameiningarkosninga þann 8. október nk. hefur nú verið dreift í hús á Eyjafjarðarsvæðinu. Hægt er að nálgast málefnaskránna á heimasíðu Sameiningarnefndar og er slóðin http://www.eyfirdingar.is/pdf/malefnaskra.pdfFólk er hvatt til þess að kynna sér málefnaskránna jafnframt því að mæta á þá kynningarfundi sem eru framundan, þann fyrri n.k. mánudag.
Lesa meira

Sameiningarkosningar - reglur.

Nokkuð hefur vafist fyrir fólki hvernig sameiningarkosningunum er háttað eða hversu mörg sveitarfélög þarf til að samþykkja sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði.Ef tillaga sameiningarnefndar hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en meirihluti þeirra sem afstöðu taka í atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu lýsir sig þó fylgjandi sameiningu, skal greiða atkvæði að nýju innan 6 vikna í sveitarfélögum þar sem tillaga var felld. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í amk tveimur af þeim sveitarfélögum er tillagan náði til.Dæmi: Ef sameining yrði t.d. samþykkt á Akureyri, Grýtubakkahreppi og Siglufirði en felld í öllum hinum sveitarfélögunum þá væri það að líkindum nóg til þess að kjósa yrði aftur innan 6 vikna í þeim sveitarfélögum sem höfnuðu sameiningu.Að lokinni síðari atkvæðagreiðslu er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga var samþykkt heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga. Þetta verður þó ekki gert nema tillagan hafi verið samþykkt í a.m.k. 2/3 sveitarfélaganna og að því tilskyldu að í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/3 hlutar íbúa á svæðinu.Sameiningarnefnd getur ákveðið að leggja fram nýja tillögu að sameiningu sveitarfélaga ef tillaga nefndarinnar er felld í atkvæðagreiðslu.
Lesa meira

Kynningarfundir vegna sameiningarmála

Fyrirhugaðir eru tveir kynningarfundir á Siglufirði vegna sameiningarkosninga í Eyjafirði þann 8. október nk.Fyrri fundurinn verður á vegum Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði og verður hann þann 19. september nk. á Kaffi Torgi. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur. Síðari fundurinn er opinn borgarafundur um sameiningarmál og verður hann haldinn fimmtudaginn 29. september nk. Bæjarráð Siglufjarðar boðar til fundarins og verður hann auglýstur nánar þegar nær dregur.
Lesa meira