22.12.2004
Sólstöðutónleikar verða í Bátahúsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 20.00.Þar koma fram Hlöðver Sigurðsson tenór og Renáta Iván sem leikur á píanó.Á dagskrá verða íslensk og erlend sönglög og jólalög.Það verður heitt á könnunni og hugguleg jólastemning.
Lesa meira
20.12.2004
JólaballSiglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenniverður haldið í sal KFUM & KFUKvið Holtaveg 28 í Reykjavíkmánudaginn 27. desember nk. kl. 17:00.Hljómsveitin Fjörkarlarnir spila og syngja og jólasveinarnir síkátu færabörnunum glaðning.Salur KFUM og KFUK er tvískiptur sem gerir það að verkum að hægt er að verameð í fjörinu í kringum jólatréð en einnig er hægt að sitja íveitingasalnum og spjalla saman yfir vöfflum, smákökum og heitu súkkulaði.Viljum við því hvetja alla Siglfirðinga, unga sem aldna, til að koma oggera sér glaðan dag með öðrum Siglfirðingum um jólin..Jólaballsnefnd Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni.
Lesa meira
10.12.2004
Bæjar- og sveitarstjórar átta byggðarlaga hafa ritað undir áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um að rétta af hag sjávarbyggða með því að láta veiðileyfagjald af sjávarútveginum renna til sveitarfélaga.Þá vilja þeir að skuldir í félagslega íbúðakerfinu verði afskrifaðar eða yfirteknar af ríkinu.Í áskoruninni eru lagðar fram tillögur um aðgerðir vegna stöðu sjávarbyggða. Segir að við innleiðingu kvótakerfisins hafi aðgangurinn að auðlindinni verið takmarkaður og tækifæri til auðsköpunar hafi færst frá sjávarbyggðum til annarra svæða. Flest sveitarfélög sem byggi afkomu sína á sjávarútvegi hafi misst fólk, og um leið tekjur, þó verkefnum hafi ekki fækkað. Segir jafnframt að það sé ekki hlutverk sjávarbyggðanna að greiða fyrir þá hagræðingu sem hlýst af breytingum á stjórn fiskveiða. Það er því mat þeirra sveitarstjóra sem undir áskorunina rita að grípa verði til sértækra aðgerða, svo sjávarbyggðirnar fái staðið undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að inna af hendi."Við teljum það bæði eðlilega og sanngjarna kröfu að veiðileyfagjald sem fyrirtækjum í sjávarútvegi er gert að greiða renni til sveitarfélaga sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda hafsins. Sú krafa er í samræmi við hugmyndir Auðlindanefndar á sínum tíma."Ríkið yfirtaki skuldir félagslega íbúðakerfisinsEins er bent á það í áskoruninni að hundruð starfa sem tengjast stjórn fiskveiða á beinan eða óbeinan hátt hafi flust á höfuðborgarsvæðið, einkum í tengslum við svokallaðan eftirlitsiðnað. Það hafi varla verið markmiðið með breytingum á stjórn fiskveiða að flytja störf af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.Ennfremur segir að íbúaþróunin hafi haft veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélaganna, m.t.t. félagslega íbúðakerfisins. Fólksfækkun hafi leitt til minni nýtingar í kerfinu, íbúðir standi auðar og viðhaldi þeirra því ekki sinnt sem skyldi. Kostnaður sé því meiri en tekjur og munurinn í raun að aukast. Gera bæjarstjórarnir tillögu um að skuldir í félagslega íbúðakerfinu verði afskrifaðar eða eignir og skuldir í kerfinu yfirteknar af ríkinu. Undir áskorunina skrifa Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri Höfðahrepps, Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík, Tryggvi Harðarson bæjarstjóri á Seyðisfirði og Albert Eymundsson bæjarstjóri á Hornafirði.Frétt á mbl.is
Lesa meira
10.12.2004
Á bæjarstjórnarfundi í gær var fjárhagsáætlun 2005 og 3ja ára áætlun 2006-2008 afgreiddar úr fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og síðari umræðu í bæjarstjórn. Helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlun eru þessar við fyrri umræðu:Aðalsjóður kr. 10.346.000,-Eignasjóður kr. -13.991.000,-Þjónustustöð kr. -211.000,- Samtals niðurstaða A-hluta kr. -3.856.000,-, neikvæð niðurstaða.B-hluta fyrirtæki:Fráveita kr. 2.844.000,-Hafnarsjóður kr. -5.930.000,-Vatnsveita kr. -173.000,-Íbúðasjóður kr. -8.535.000,-Samtals niðurstaða B-hluta kr. -11.794.000,-, neikvæð niðustaða.Niðurstaða allra sjóða er því kr. -15.650.000,-.Jafnframt er gert ráð fyrir fjárfestingum/framkvæmdum á árinu 2005 fyrir um 58 milljónir króna, m.a. við íþróttahús, gatnaframkvæmdir, sparkvöll við Grunnskóla, framkvæmdir við höfnina og vatnsveitu.Áætlað er að taka fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn fyrir jól en búast má við nokkrum breytingum á milli umræðna.
Lesa meira
07.12.2004
Framfarafélag Siglufjarðar var nýlega stofnað í framhaldi af heimsókn nokkurra aðila frá samtökunum "Landsbyggðin lifi".Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin:Hermann Einarsson, formaður,Hannes Baldvinsson gjaldkeri, Aðalsteinn Arnarsson, ritari, Guðlaug Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Kristinn Georgsson, meðstjórnandi, Mariska van der Meer, varamaður, Margrét Ósk Harðardóttir, varamaður og Guðný Róbertsdóttir varamaður. Endurskoðendur eru Sigurður Hlöðvesson, Signý Jóhannesdóttir og Sigurður Fanndal.Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið eða vilja kynna sér starfsemina er bent á að hafa samband við Hannes Baldvinsson í síma 467-1255.Árgjald í félagið er kr. 1.000,-.Slóðin á heimasíðu samtakanna "Landsbyggðin lifi" er www.landlif.is
Lesa meira
07.12.2004
Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun Siglufjarðarkaupstaðar fyrir árið 2005 verði tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 9. desember nk. en síðari umræða fer svo væntanlega fram fyrir áramót.
Lesa meira
07.12.2004
Sjávarútvegsráðherra hefur nú undirritað reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2004/2005. Samtals er úthlutað 3200 þorskígildum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveitarfélögum, sjö umsóknum var hafnað. Við úthlutunina er byggt á 9 gr. laga nr. 38, 1990 um stjórn fiskveiða.Siglufjarðarkaupstað var úthlutað 205 tonnum á grundvelli samdráttar í sjávarútvegi. Úthlutunina í heild má sjá á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytis, www.sjavarutvegsraduneyti.is
Lesa meira