27.02.2003
Aðalfundur Sparisjóðs Siglufjarðar var haldinn 25. febrúar sl. og þar var samþykkt að taka tilboði Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi um kaup á öllu stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar.
Lesa meira
17.02.2003
Skelfiskbáturinn Fossá frá Þórshöfn var á veiðum í Siglufirði um helgina og tókust þessar "tilraunaveiðar" vel að sögn skipverja. Ríflega 100 tonn af skel veiddust í tveimur veiðiferðum og er það fullfermi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Fossá á veiðum sl. laugardag en mikið fuglalíf er nú á þeim stað sem togveiðar skipsins fóru fram.
Lesa meira
12.02.2003
Á fundi Hafnarstjórnar Siglufjarðar þann 11. febrúar sl. voru kynntar fjárveitingar Siglingastofnunar til nýframkvæmda við Siglufjarðarhöfn á árinu 2003.
Lesa meira
11.02.2003
Gert er ráð fyrir að samningur á milli Siglufjarðarkaupstaðar og INVEST, Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, um ráðningu atvinnuráðgjafa til Siglufjarðar verði undirritaður á næstu dögum.Verkefni ráðgjafans felast í allri almennri atvinnuráðgjöf og aðstoð við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir auk þess sem hann mun vinna að atvinnuþróunarverkefnum fyrir Siglufjörð og á svæði INVEST. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf sem gefur ómetanlega innsýn í atvinnumál landsbyggðarinnar.Starfmaður verður ráðinn af INVEST og er þegar búið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi menntun eða reynslu af viðskiptum og rekstri, hafi innsæi og áhuga á atvinnulífi á landsbyggðinni og hafi frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar n.k. en frekari upplýsingar veitir Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri hjá INVEST. (balval@inv.is)Umsóknir um starfið óskast sendar til Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduósi, merktar "Atvinnuráðgjafi - Siglufirði".
Lesa meira
10.02.2003
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 30. janúar sl. fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 og þriggja ára áætlun áranna 2004 - 2006.
Lesa meira
10.02.2003
Hið árlega Þorramót Snerpu í Boccia fór fram sl. laugardag í Íþróttahúsinu.
Lesa meira
07.02.2003
Stefnt er að fyrstu almennu opnuninni á nýju skíðalyftunni laugardaginn 8. febrúar. Því miður er snjóleysið að hrjá okkur á neðra svæðinu og þess vegna ekki hægt að opna neðstu lyftuna. Brugðið verður á það ráð að moka Skarðsveginn upp að T-lyftu og verður þá hægt að nota hana sem ferju upp úr og renna sér síðan út í Bungulyftu. Í Bungunni eru aðstæður ágætar og nægur snjór til skíðaiðkunar. Nánari upplýsingar um aðstæður og opnunartíma verða á símsvaranum: 878-3399
Lesa meira
07.02.2003
Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Ólafsfjarðarós nú í byrjun sumars. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin og útboð vegna niðurrekstrarstaura verður auglýst þann 10. febrúar. Er reiknað með að vinna við að koma þeim niður geti verið lokið 31. maí. Útboð á brúnni sjálfri er áætlað að auglýsa 10. mars og í byrjun apríl eiga niðurstöður þess að liggja fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki ósennilegt að framkvæmdir við brúnna geti hafist í lok maí eða um leið og fyrsta verkáfanganum er lokið.Því er ekki að neita að þetta eru mikilvægar og góðar fréttir fyrir Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. Þessi brú er fyrsti áfangi að gerð ganganna sem allir hafa beðið eftir um langan tíma. Göngin og þá um leið nýja brúin opna óteljandi möguleika fyrir bæjarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu.Frétt af heimasíðu Ólafsfjarðarkaupstaðar
Lesa meira
03.02.2003
Í gær fór fram val á íþróttamanni ársins 2002 á Siglufirði. Athöfnin fór fram í bíósalnum og voru veitingar í boði Siglufjarðarkaupstaðar. Sandra Sigurðardóttir hlaut nafnbótina "Íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði" og er óhætt að segja að hún sé vel að titlinum komin. Sandra er einn af lykil leikmönnum í liði Þór/KA/KS í efstu deild kvenna og spilaði m.a. með tveimur landsliðum á síðasta ári, þ.e. landsliði U17 og U19 ára, og þótti standa með miklum ágætum. Auk þessa var hún valin besti markvörður í efstu deild í síðari umferð íslandsmótsins. Íþróttamenn einstakra greina voru jafnframt valdir og voru þeir eftirfarandi:Skíði:Stúlkur 13-16 ára - Salóme Rut KjartansdóttirDrengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonÍþróttir fatlaðra:Konur 17 ára og eldri - Hrafnhildur SverrisdóttirGolf:Drengir 13-16 ára - Jóhann Már SigurbjörnssonKarlar 17 ára og eldri - Ólafur Þór ÓlafssonBadminton:Drengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonKnattspyrna:Stúlkur 13 - 16 ára - Sandra SigurðardóttirDrengir 13 - 16 ára - Sigurbjörn HafþórssonKonur 17 ára og eldri - Ásdís Jóna SigurjónsdóttirKarlar 17 ára og eldri - Sasa Durasovic.
Lesa meira
03.02.2003
Í gær fór fram val á íþróttamanni ársins 2002 á Siglufirði. Athöfnin fór fram í bíósalnum og voru veitingar í boði Siglufjarðarkaupstaðar. Sandra Sigurðardóttir hlaut nafnbótina "Íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði" og er óhætt að segja að hún sé vel að titlinum komin. Sandra er einn af lykil leikmönnum í liði Þór/KA/KS í efstu deild kvenna og spilaði m.a. með tveimur landsliðum á síðasta ári, þ.e. landsliði U17 og U19 ára, og þótti standa með miklum ágætum. Auk þessa var hún valin besti markvörður í efstu deild í síðari umferð íslandsmótsins. Íþróttamenn einstakra greina voru jafnframt valdir og voru þeir eftirfarandi:Skíði:Stúlkur 13-16 ára - Salóme Rut KjartansdóttirDrengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonÍþróttir fatlaðra:Konur 17 ára og eldri - Hrafnhildur SverrisdóttirGolf:Drengir 13-16 ára - Jóhann Már SigurbjörnssonKarlar 17 ára og eldri - Ólafur Þór ÓlafssonBadminton:Drengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonKnattspyrna:Stúlkur 13 - 16 ára - Sandra SigurðardóttirDrengir 13 - 16 ára - Sigurbjörn HafþórssonKonur 17 ára og eldri - Ásdís Jóna SigurjónsdóttirKarlar 17 ára og eldri - Sasa Durasovic.
Lesa meira