Fréttir

Guðmundur segir upp

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstaðar, hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum af persónulegum ástæðum. Samkomulag hefur verið gert um starfslok hans og mun Guðmundur láta af störfum þann 1. febrúar. Þórir Hákonarson, skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar, mun gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn, að því er kemur fram í tilkynningu frá bænum.
Lesa meira

Skíðasvæðið lokað um helgina

Því miður verður ekki hægt að opna skíðasvæðið eins og stefnt var að nú um helgina. Talsvert mikið vantar af snjó til hægt verði að opna neðstu lyftuna og t-lyftuna en við Bungulyftu er komið nægjanlega mikið snjómagn til þess að hægt er að láta hana ganga fyrir æfingahópa.Frekari upplýsingar um ástandið á skíðasvæðinu má fá í síma 878-3399.
Lesa meira

Skíðasvæðið lokað um helgina

Því miður verður ekki hægt að opna skíðasvæðið eins og stefnt var að nú um helgina. Talsvert mikið vantar af snjó til hægt verði að opna neðstu lyftuna og t-lyftuna en við Bungulyftu er komið nægjanlega mikið snjómagn til þess að hægt er að láta hana ganga fyrir æfingahópa.Frekari upplýsingar um ástandið á skíðasvæðinu má fá í síma 878-3399.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2002

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins 2002 sunnudaginn 2. febrúar n.k. kl. 17.00 í Bíósalnum en jafnframt er tilkynnt um val á íþróttamanni ársins í hverri íþróttagrein. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur valið íþróttamann ársins mörg undanfarin ár og staðið fyrir athöfn af því tilefni þar sem veitingar hafa verið í boði Siglufjarðarkaupstaðar.Eftirfarandi einstaklingar hafa hlotið viðurkenningu sem íþróttamenn ársins frá árinu 1979:1979 Egill Rögnvaldsson1980 Mundína Bjarnadóttir1981 Magnús Eiríksson1982 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1983 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1984 Ólafur Helgi Valsson1985 Baldur Benonýsson1986 Sölvi Sölvason1987 Ester Ingólfsdóttir1988 Ólafur Þórir Hall1989 Björn Þórðarson1990 Ástþór Sigurðsson1991 Bjarni Jóhannesson1992 Bjarni Jóhannesson1993 Hafliði Hörður Hafliðason1994 Jóhann G. Möller1995 Grétar Sveinsson1996 Helgi Steinar Andrésson1997 Jón Garðar Steingrímsson1998 Jóhann G. Möller1999 Ingvar Steinarsson2000 Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir2001 Benedikt ÞorsteinssonAllir eru að sjálfsögðu velkomnir á þessa athöfn og er íþróttaáhugafólk hvatt til þess að mæta.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2002

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins 2002 sunnudaginn 2. febrúar n.k. kl. 17.00 í Bíósalnum en jafnframt er tilkynnt um val á íþróttamanni ársins í hverri íþróttagrein. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur valið íþróttamann ársins mörg undanfarin ár og staðið fyrir athöfn af því tilefni þar sem veitingar hafa verið í boði Siglufjarðarkaupstaðar.Eftirfarandi einstaklingar hafa hlotið viðurkenningu sem íþróttamenn ársins frá árinu 1979:1979 Egill Rögnvaldsson1980 Mundína Bjarnadóttir1981 Magnús Eiríksson1982 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1983 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1984 Ólafur Helgi Valsson1985 Baldur Benonýsson1986 Sölvi Sölvason1987 Ester Ingólfsdóttir1988 Ólafur Þórir Hall1989 Björn Þórðarson1990 Ástþór Sigurðsson1991 Bjarni Jóhannesson1992 Bjarni Jóhannesson1993 Hafliði Hörður Hafliðason1994 Jóhann G. Möller1995 Grétar Sveinsson1996 Helgi Steinar Andrésson1997 Jón Garðar Steingrímsson1998 Jóhann G. Möller1999 Ingvar Steinarsson2000 Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir2001 Benedikt ÞorsteinssonAllir eru að sjálfsögðu velkomnir á þessa athöfn og er íþróttaáhugafólk hvatt til þess að mæta.
Lesa meira

Stefnt að opnun skíðasvæðisins á Siglufirði um næstu helgi

Stefnt er að því að opna skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal um næstu helgi en lítinn snjó vantar til að hægt sé að opna nýju skíðalyftuna, Bungulyftuna.Íþrótta - og æskulýðsnefnd hefur lagt fram tillögu að gjaldskrá svæðisins en hún er sem hér segir:-Dagskort, fullorðnir kr. 800, börn kr. 400-Vetrarkort, fullorðnir kr. 10.000, börn kr. 5.000-Mánaðarkort, fullorðnir kr. 4.000, börn kr. 2.000-Fjölskyldu- og hópaafsláttur 15-20%.Stefnt er að því að formleg vígsla Bungulyftu verði 8. febrúar n.k.
Lesa meira

Stefnt að opnun skíðasvæðisins á Siglufirði um næstu helgi

Stefnt er að því að opna skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal um næstu helgi en lítinn snjó vantar til að hægt sé að opna nýju skíðalyftuna, Bungulyftuna.Íþrótta - og æskulýðsnefnd hefur lagt fram tillögu að gjaldskrá svæðisins en hún er sem hér segir:-Dagskort, fullorðnir kr. 800, börn kr. 400-Vetrarkort, fullorðnir kr. 10.000, börn kr. 5.000-Mánaðarkort, fullorðnir kr. 4.000, börn kr. 2.000-Fjölskyldu- og hópaafsláttur 15-20%.Stefnt er að því að formleg vígsla Bungulyftu verði 8. febrúar n.k.
Lesa meira

Nýjung á vefnun - upplýsingavefur Skíðasvæðis

Opnaður hefur verið upplýsingavefur fyrir Skíðasvæðið á Siglufirði og er hægt að nálgast upplýsingarnar hér til vinstri.Stefnt er að því þegar búið verður að opna svæðið að setja inn upplýsingar um veður og færi á hverjum degi þannig að auðvelt verður fyrir áhugasama að fylgjast með ástandi svæðisins og opnunartímum.
Lesa meira

Nýjung á vefnun - upplýsingavefur Skíðasvæðis

Opnaður hefur verið upplýsingavefur fyrir Skíðasvæðið á Siglufirði og er hægt að nálgast upplýsingarnar hér til vinstri.Stefnt er að því þegar búið verður að opna svæðið að setja inn upplýsingar um veður og færi á hverjum degi þannig að auðvelt verður fyrir áhugasama að fylgjast með ástandi svæðisins og opnunartímum.
Lesa meira

Fyrsta loðnan á þessu ári komin til Siglufjarðar!

Fyrsti loðnufarmurinn á þessu ári kom til Siglufjarðar í dag þegar Guðmundur Ólafur ÓF, kom að landi með um 1.300 tonn af loðnu kl. 14.00 Að venju afhenti forseti bæjarstjórnar áhöfn fyrsta loðnuskipsins tertu frá bæjarstjórn og kom það í hlut Sigurðar Jóhannessonar bæjarfulltrúa og forseta bæjarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Pálsdóttur að afhenda tertuna. Von var á öðrum farmi síðar í dag en áætlað er að Börkur NK komi til hafnar á Siglufirði með um 1.700 tonn af loðnu og er því hægt að segja að byrjunin á vertíðinni hér fyrir norðan lofi góðu og verður vonandi framhald á.
Lesa meira