Félagsstarf aldraðra

Dagskrár félagsstarfs aldraðra og dagdvöl eldri borgara í Fjallabyggð er að finna í flipunum hér fyrir neðan:

 Klikkið á myndirnar til að stækka þær.

                

Félagsstarf Skálarhlíð - Siglufirði                                                       Félagsstarf Hús eldri borgara í Ólafsfirði

Dagdvöl aldraðra er starfsrækt í Skálarhlíð á Siglufirði og á Hornbrekku á Ólafsfirði.

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta og aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Boðið er upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Í tenglsum við dagdvöl er einnig starfrækt félagsstarf fyrir aldraða þar sem boðið er upp á félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju og skemmtun.

Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá.

Nánari upplýsingar gefa:
Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147
Birna Sigurveig Björnsdóttir, Hjúkrunarforstjóri og forstöðurmaður Hornbrekku, í síma 466-4060 og 847-0426

Allar nánari upplýsingar um starfsemi Skálarhlíðar er að finna á hér á heimasíðunni
Allar nánari upplýsingar um starfsemi Hornbrekku er að finna á hér á heimasíðunni.

Fréttir

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+ Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk. (miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2022

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani mánudaginn 5. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Fyrirlestrar 60+

Félagsþjónustan í Fjallabyggð stendur fyrir fyrirlestrum fyrir 60 + í Tjarnarborg Ólafsfirði Félagsþjónustan í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig Heilsu- & sálfræðiþjónustuna, miðstöð heilsueflingar til að halda fyrirlestra fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð. Dagskrá fyrirlestra er að finna hér fyrir neðan og eru allir 60+ hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara í Fjallabyggð í boði Kiwanis - Ný staðsetning

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu við Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði laugardaginn 3. september frá kl. 12:30 Ekki verður hægt að vera með grillið í skógræktinni vegna flugu. Borð og stólar verða á staðnum.
Lesa meira