Um Slökkvilið Fjallabyggðar

 

Neyðarlínan 112

Gjaldskrá Slökkviliðs Fjalalbyggðar

Gjaldskrá 2023 (pdf)

 Gjaldskrá slökkvitækjaþjónusta (pdf)

Brunavarnaráætlun 2022-2026  

Skoðunaráætlun eldvarnareftirlits 2023

Slökkvilið Fjallabyggðar skiptist í tvær einingar. Önnur er á Ólafsfirði og hin á Siglufirði. Samtals starfa tæplega fjörutíu slökkviliðsmenn í liðinu í hlutastarfi utan slökkviliðsstjóra sem er í 100% starfshlutfalli.

Slökkvilið Fjallabyggðar varð til með sameiningu Slökkviliðs Siglufjarðarkaupsstaðar og Slökkviliðs Ólafsfjarðarbæjar árið 2007.

Slökkvilið Fjallabyggðar starfar eftir lögum um brunavarnir nr. 75/2000 og reglugerð 747/2018. Lögbundin verkefni slökkviliða eru vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss, slökkvistarf innanhúss og reykköfun, viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun, björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum, eldvarnaeftirlit og forvarnir, þ.m.t. eftirlit með einkabrunavörnum, sbr. reglugerð um eld­varnir og eldvarnaeftirlit. Slökkviliðið er einnig mikilvægur liður í almannavarnarkerfi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Markmið slökkviliðsins er að bjarga mannslífum, eignum og umhverfi.

Hlutastarfandi slökkviliðsmenn sinna starfinu á æfingu, í námi og í útköllum.

Slökkvilið Fjallabyggðar annast forvarnarstarf og eldvarnareftirlit í sínu umdæmi og sinnir einnig slökkvitækjaþjónustu.

Hér má finna forvarnar- og fræðsluefni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS):

Eldklár – brunavarnaátak HMS  Eigið eldvarnareftirlit

Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar er Jóhann K. Jóhannsson. Sími: 860 0092. Netfang: johann@fjallabyggd.is / slokkvilid@fjallabyggd.is

Varaslökkviliðsstjóri er Þormóður Sigurðsson. Sími: 864 0898. Netfang: modis@simnet.is

Facebooksíða slökkviliðs Fjallabyggðar

  

Fréttir

Snjóhengjur og grýlukerti ⚠️

Slökkvilið Fjallabyggðar vill vekja athygli húseigenda og forráðamanna fyrirtækja á að huga að snjóhengjum og grýlukertum á húseignum sínum. Mikil hætta getur skapast falli grýlukerti eða snjóhengjur niður. Eigendur og umráðamenn fasteigna eru hvattir til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhöpp eða sl
Lesa meira

Ný Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar samþykkt

Ný Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn sveitarfélagsins annars vegar og hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hins vegar og öðlast hún þegar gildi. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru til staðar í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Slökkvilið Fjallabyggðar fær nýjan körfubíl að láni

Slökkvilið Akureyrar fékk fyrr á þessu ári nýjan og öflugan körfubíl í sína þjónustu. Í framhaldi af því var Slökkviliði Fjallabyggðar boðið að taka eldri bíl SA til geymslu og notkunar og var hann afhentur liðinu þann 1. september sl.
Lesa meira

Færðu Slökkviliði Fjallabyggðar hjartastuðtæki

Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði færði í dag Slökkviliði Fjallabyggðar tvö hjartastuðtæki að gjöf. Tækin eru kærkomin enda krafa um að slíkur búnaður sé til staðar í slökkvibílum. Slökkviliðsmenn veittu tækjunum viðtöku á slökkvistöðinni á Ólafsfirði.
Lesa meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Eystra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Þetta þýðir að aðeins Austurland, Vestur Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar eru ekki á óvissu- eða hættustigi vegna gróðurelda.
Lesa meira

Slökkviliðsstjóri

Jóhann K. Jóhannsson

Slökkviliðsstjóri