Snjómokstur og hálkuvarnir

Snjómokstur og hálkueyðing. Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís valda einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi.

Framkvæmdaaðili snjómoksturs sveitarfélagsins er bæjarverkstjóri sem skipuleggur hann í samráði við deildarstjóra tæknideildar. 

Vegagerðin er veghaldari utan þéttbýlis og sér um að ráða verktaka til að sinna snjómokstri á vegum þar. Í vissum tilfellum deila sveitarfélagið og Vegagerðin með sér kostnaði af snjómokstri á vegum utan þéttbýlis. Bæjarverkstjórar hafa samband við Vegagerðina þegar ástæða er til vegna snjómoksturs utan þéttbýlis.

Ábendingar skulu berast þjónustumiðstöð, síminn á Siglufirði 464-9140 í Ólafsfirði 466-2460. Beint númer bæjarverkstjóra er 893-1467 

Forgangasröðun snjómoksturs

Mokstur hefst á forgangi 1 eða rauðum götum. Í forgangi 1 felst að gera fært um helstu leiðir í þéttbýliskjörnunum. Stefnt skal að því að fært sé eftir rauðum götum kl. 8:00 á virkum dögum, þannig að fært sé að skólum leikskólum, slökkviliðsstöðvum, heilbrigðisstofnunum, niður að höfn, og ákveðinn öryggishring sem nýtist flestum bæjarbúum.

Götur í forgangi 2, grænar götur,  eru næstar í röðinni og að lokum verða götur í forgangi 3, gular götur, mokaðar.

Verklok á þessum tveimur verkþáttum er óviss og hafa bæjarverkstjórar frjálsræði í hvaða röð göturnar eru mokaðar.

Göngustígar og plön, blálituð á korti, eru mokuð samkvæmt ákvörðun bæjarverkstjóra og skal hann hafa að leiðarljósi þörfina á mokstri á viðkomandi stöðum.

Samhliða snjómokstri eru almenningsbílastæði í miðbænum mokuð enda gerð þeirra kostuð af sveitarfélaginu.

Plön og heimkeyrslur við íbúðarhús og fyrirtæki eru ekki mokuð á kostnað sveitarfélagsins.

Mokstur vegna öryrkja er við sérstakar aðstæður framkvæmdur samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar

Snjómokstur - Forgangsröðun á Siglufirði

Snjómokstur - Forgangsröðun í Ólafsfirði

Reglur um snjómokstur í Fjallabyggð