Sumarnámskeið í Fjallabyggð 2021

Eftirfarandi námskeið verða í boði fyrir grunnskólanemendur í Fjallabyggð sumarið 2021. 

Börn sem ekki eiga lögheimili í Fjallabyggð og koma hingað í frí eiga möguleika á að skrá sig á einhver þessara námskeiða.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við tengiliði námskeiða og spyrjast fyrir. 

ATH! Fleiri námskeið gætu bæst við á næstu dögum

NÁMSKEIÐ Í JÚNÍ

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) 7. júní - 29. júlí

Sumarskipulag yngri flokka KF hefst mánudaginn 7. júní og stendur til föstudagsins 29. júlí 2021 (í ágústmánuði verður skipulagið alveg eins nema það detta út aukaæfingar og föstudagsæfingar). Skipulagið verður að hluta til eins og undanfarin ár en að hluta til með öðru sniði.

Æfingar eru á Ólafsfirði á mánudögum og miðvikudögum (æfingasvæðinu við vallarhúsið) en á Siglufirði á þriðjudögum og fimmtudögum (æfingasvæðinu við Hól). Föstudagar eru svo til skiptis.

Hér að neðan eru upplýsingar um æfingar hvers flokks (útskýringar og svo í töflu hér neðar). 

Aldur: 
2005-2017 

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími: 
8. flokkur (2015-2017) æfa 2x í viku (1x hvoru megin) á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30-17:15.
5.-7. flokkur (2009-2014) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 13:00-14:30. Að auki eru aukaæfingar 2x í viku (1x hvoru megin) á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14:45-15:45.
3.-4. flokkur (2005-2008) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 16:30-18:00.

Tímasetning: 

Námskeiðsgjald: 

 • Sumargjald 8.flokks: 8.000.- (æfingar 2x í viku)
 • Sumargjald 3.-7.flokks: 25.000.- (æfingar 5x í viku)
 • Vikugjald: 5.000.-

Aðrir gjaldmöguleikar eru í samráði við yfirþjálfara yngri flokka KF.

Verðskrá (30% afsláttur fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og frítt eftir það):

Hægt er að greiða með frístundaávísun. Námskeiðið er í boði fyrir börn gesta.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Þjálfarar eru: Óskar Þórðarson (yfirþjálfari), Halldór Ingvar Guðmundsson, Þorsteinn Þór Tryggvason, Anna Brynja Agnarsdóttir, Helgi Már Kjartansson, Steinunn Heimisdóttir, Jón Frímann Kjartansson, Embla Þóra Þorvaldsdóttir og Oumar Diouck.

Rútuplan fylgir auglýsingunni og starfsmaður KF er ávallt í rútunni í tengslum við æfingar 5.-7.flokks.

Facebooksíða yngri flokka KF er: KF: Yngri flokkar: Foreldrasíða

Fréttasíða yngri flokka KF er: Fréttasíða yngri flokka KF

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar/vangaveltur varðandi skipulagið þá er um að gera að hafa samband við yfirþjálfara (Óskar, 848-6726).

*Muna hollt og gott nesti á þriðjud. og miðvikud. í tengslum við Aukaæfingar.
*Áhugasamir í 8.flokk boðið að koma með 5.-7.fl kl 13:00 þá daga sem ekki eru æfingar hjá þeim.
*Athuga að æfingar ákveðinna hópa/liða falla niður (eru í fríi) ef það er leikur sama dag.
*Athuga samæfingar með Dalvík > Munu reyna að nýta mánudaga og miðvikudaga fyrir samæfingar hjá 5.-7.flokk. Hjá 3.-4.flokk verða samæfingar ákveðnar meira út frá leikjaplani.

Sundnámskeið - Ólafsfirði  7.  - 18. júní

Aldur: 
Börn fædd 2015-2016 (tveir elstu leikskólaárgangarnir)

Staðsetning:

Sundlaug Ólafsfjarðar

Tímasetning: 
7. júní - 18. júní

Börnin eru sótt á leikskólann og þeim skilað þangað aftur.
Börn fædd 2016 eru komin ofan í laugina kl. 10:30. Sótt kl. 10:00 á leikskólann.
Börn fædd 2015 eru komin ofan í laugina kl. 11:00 og þeim skilað á leikskólann fyrir k.l 12:00.


Námskeiðstími:
4 ára eru frá 10:30-11:00 (Sótt kl. 10:00 á leikskólann)
5 ára eru frá 11:00- 11:30 (Komin ofan í laugina kl. 11:00 og þeim skilað á leikskólann fyrir k.l 12:00)

Námskeiðsgjald: 12.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Umsjón/þjálfarar:
Jónína Björnsdóttir, íþróttakennari, S: 847 4179
Netfang: jonina1sigrun@gmail.com

Hvet öll börn til þess að koma og taka þátt og njóta þess að vera í lauginni. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband. Öllum börnum er mætt á þeim stað þar sem þau eru. Fyrir sum börn getur fyrsta skrefið bara verið það að labba upp í sundlaug og horfa á.

Sundnámskeið - Siglufirði 7. - 16. júní

Aldur: 
Börn fædd 2015-2017 (þrír elstu leikskólaárgangarnir).

Staðsetning:
Sundhöll Siglufjarðar

Tímasetning: 
Mánudagur 7. júní til miðvikudags 16. júní.
Námskeiðið er 8 skipti

Námskeiðstími:
Frá kl. 09:20 - 10:00 Börn fædd 2017
Frá kl. 10:00 - 11:40 Börn fædd 2016
Frá kl. 10:40 - 11:20 Börn fædd 2015

Námskeiðsgjald: 12.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig. Hægt að kaupa staka tíma eða heila viku.

Umsjón/þjálfarar:
Anna María Björnsdóttir, María Jóhannsdóttir og Óskar Þórðarson, 
Netfang: oskarthor77@gmail.com
Sími: 848-6726

Matur er manns gaman - Matreiðslunámskeið á Kaffi Klöru  10. 16. og 24. júní

Um námskeiðið:

Í sumar verða í boði matreiðslunámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-14 ára. Á námskeiðinu elda þátttakendur þriggja rétta máltið frá grunni. Síðan sjá þeir um að dúka
borð og skreyta. Foreldrarnir mæta síðan í veislu á Kaffi Klöru þar sem þátttakendur kynna rétti dagsins. Saman setjast allir niður að borða og njóta. Áhersla er lögð á að réttirnir séu einfaldir í framreiðslu og höfði til unga fólksins og að styðst sé við að nota sem mest hráefni úr héraði. Við viljum einnig setja fókus á að minnka matarsóun og til þess höfum við fengið Kjörbúðina í Ólafsfirði til samstarfs við okkur varðandi nýtingu á vörum sem er á síðustu söludegi.

Innifalið í verði:

 • Hráefni
 • Kennsla
 • Uppskriftir
 • Hressing
 • Kvöldstund með foreldrum

Foreldrar/ættingjar borga 1000 kr / mann aukalega.

Aldur: 
9-14 ára

Staðsetning:

Kaffi Klara Ólafsfirði

Tímalengd:
4 – 5 klst.

Námskeiðsdagar :

10. júní – Þema: Grænmeti/vegan réttir úr öllum áttum - sér áherslur á íslenskum afurðum
16. júní – Þema: Matur úr héraði þema
24. júní – Þema: Asísk matargreð

Námskeið/matar óvissuferð verður einnig í ágúst en það verður auglýst síðar.

Námskeiðstími:
14:00 - 18:00

Námskeiðsgjald
:
Gjald fyrir hvert námskeið kr. 8.500.-

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig á námskeið.

Skráning fer fram hjá Idu á Kaffi Klöru idasemey59@gmail.com eða í síma 695 7718

Umsjón/þjálfarar:
Ida M. Semay
Netfang: idasemey59@gmail.com
Sími: 695 7718

Ævintýravika Umf Glóa -  Siglufirði 14. - 18. júní

Ævintýravikan er fyrir börn fædd 2013 og 2014. Dagskrá er frá 10 – 12 og taka börnin þátt í ýmsum spennandi ævintýrum, má t.d. nefna, leiki og þrautir, fjöruferð, sundferð o.fl. Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóð.  Vakin er athygli á því að börn sem eru í heimsókn í Fjallabyggð geta einnig tekið þátt.

Fyrirhugað er að halda annað námskeið í júlí og verður það auglýst síðar.

Aldur: 
Börn fædd 2013 og 2014

Staðsetning:
Mæting við ærslabelginn á Blöndalslóð á Siglufirði

Tímasetning: 
14. - 18. júní

Námskeiðstími:
Frá kl. 10:00-12:00

Umsjón/þjálfarar:
Þórarinn Hannesson, íþróttakennari og Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi

Skráning:
Skráning er með skilaboðum á fésbókarsíðu Umf Glóa.

Námskeiðsgjald: 5.000.- kr. og hægt að nota frístundaávísanir. Námskeiðið er í boði fyrir börn gesta.

Ungmennafélagið Glói
Þórarinn Hannesson
Netfang: thorarinn77@gmail.com
S. 865 6543


NÁMSKEIÐ Í JÚLÍ

Smíðavellir - Siglufirði og Ólafsfirði 5. - 22. júlí

Smíðavellirnir verða opnir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00-15:00 nema síðustu vikuna þá verða vellirnir opnir í fjóra daga frá mánudaginn – miðvikudags og á fimmtudegi 22. júlí verður boðið upp á grill og gleði.

Aldur: Börn fædd 2008-2014

Staðsetning:

Ólafsfjörður: Á sléttunni norðan við Ólafsveg, (bak við grænu blokkina)
Siglufjörður: Á sléttunni fyrir framan mjölhúsið  

Námskeiðstími:  
frá kl. 13:00-15:00

Tímasetning: 

Samtals verður boðið uppá 10 daga á tímabilinu 5. – 22. júlí og skiptast þeir eftirfarandi:

1. vika opið þrjá daga 5. 6. og 7. júlí 
2. vika opið þrjá daga 12. 13.og 14. júlí
3. vika opið fjóra daga 19. 20. 21. og síðan 22. júlí en þá verður grillað og gleði. 

Umsjón:
Yfirmaður vinnuskóla Fjallabyggðar
Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla
Netfang: haukur@fjallabyggd.is
Sími 863 1466

Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma sem smíðavellir eru opnir. 
Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is og Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla í síma 863 1466, haukur@fjallabyggd.is

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF)

Sumarskipulag yngri flokka KF hefst mánudaginn 7.júní og stendur til föstudagsins 29. júlí 2021 (í ágústmánuði verður skipulagið alveg eins nema það detta út aukaæfingar og föstudagsæfingar). Skipulagið verður að hluta til eins og undanfarin ár en að hluta til með öðru sniði.

Æfingar eru á Ólafsfirði á mánudögum og miðvikudögum (æfingasvæðinu við vallarhúsið) en á Siglufirði á þriðjudögum og fimmtudögum (æfingasvæðinu við Hól). Föstudagar eru svo til skiptis.

Hér að neðan eru upplýsingar um æfingar hvers flokks (útskýringar og svo í töflu hér neðar). 

Aldur: 
2005-2017 

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími: 
8. flokkur (2015-2017) æfa 2x í viku (1x hvoru megin) á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30-17:15.
5.-7. flokkur (2009-2014) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 13:00-14:30. Að auki eru aukaæfingar 2x í viku (1x hvoru megin) á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14:45-15:45.
3.-4. flokkur (2005-2008) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 16:30-18:00.

Tímasetning: 

Námskeiðsgjald: 

 • Sumargjald 8.flokks: 8.000.- (æfingar 2x í viku)
 • Sumargjald 3.-7.flokks: 25.000.- (æfingar 5x í viku)
 • Vikugjald: 5.000.-

Aðrir gjaldmöguleikar eru í samráði við yfirþjálfara yngri flokka KF.

Verðskrá (30% afsláttur fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og frítt eftir það):

Hægt er að greiða með frístundaávísun. Námskeiðið er í boði fyrir börn gesta.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Þjálfarar eru: Óskar Þórðarson (yfirþjálfari), Halldór Ingvar Guðmundsson, Þorsteinn Þór Tryggvason, Anna Brynja Agnarsdóttir, Helgi Már Kjartansson, Steinunn Heimisdóttir, Jón Frímann Kjartansson, Embla Þóra Þorvaldsdóttir og Oumar Diouck.

Rútuplan fylgir auglýsingunni og starfsmaður KF er ávallt í rútunni í tengslum við æfingar 5.-7.flokks.

Facebooksíða yngri flokka KF er: KF: Yngri flokkar: Foreldrasíða

Fréttasíða yngri flokka KF er: Fréttasíða yngri flokka KF

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar/vangaveltur varðandi skipulagið þá er um að gera að hafa samband við yfirþjálfara (Óskar, 848-6726).

*Muna hollt og gott nesti á þriðjud. og miðvikud. í tengslum við Aukaæfingar.
*Áhugasamir í 8.flokk boðið að koma með 5.-7.fl kl 13:00 þá daga sem ekki eru æfingar hjá þeim.
*Athuga að æfingar ákveðinna hópa/liða falla niður (eru í fríi) ef það er leikur sama dag.
*Athuga samæfingar með Dalvík > Munu reyna að nýta mánudaga og miðvikudaga fyrir samæfingar hjá 5.-7.flokk. Hjá 3.-4.flokk verða samæfingar ákveðnar meira út frá leikjaplani.

Sirkusnámskeið í Ólafsfirði 12. - 16. júlí fyrir 6 - 9 ára og 10 ára og eldri

Aldur: 
6 - 9 ára og 10 ára og eldri. Kennt verður í tveim hópum en tekið er tillit til systkina og vina sem vilja vera saman í hóp þar sem það á við og hentar. 

Staðsetning: 
Íþróttahúsið Ólafsfirði

Um námskeiðið: 
Nemendur kynnast töfrum sirkuslistanna og spreyta sig á fjölbreyttum sirkusáhöldum. Í lok námskeiðsins bjóðum við fjölskyldu og vinum til sannkallaðrar sirkusveislu þar sem við leikum listir okkar og leyfum gestum okkar að spreyta sig!

Við munum húlla húllahringjum, læra loftfimleika í silki, djöggla slæðum, boltum og hringjum, dansa með fimleikaborða, leika okkur að blómaprikum, kínverskum jójóum og sveiflusekkjum, læra sirkusfimleika og akró, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum og leika kúnstir með kínverska snúningsdiska.

Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði.

Námskeiðstími: 
12. - 16. júlí. Klukkan 9:00 – 12:00 fyrir 6-9 ára og 13:00 - 16:00 fyrir 10 ára og eldri.

Námskeiðsgjald: 
kr. 20.000.-
Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning:
https://forms.gle/2kM3CiprWUyiXgQw5

Ábyrgðarmaður:
Húlladúllan, eða Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona. Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu. Með Húlladúllunni á þessu námskeiði verður Halldóra Hafdísardóttir, leikskólakennari. 

Sími: 612 2727

Loftfimleikar og sirkusfimleikar 26. - 30. júlí - 8 ára og eldri

Sirkusskóli Húlladúllunnar býður í sumar sérstakt námskeið í loftfimleikum og sirkusfimleikum.

Aldur:
8 ára og eldri

Staðsetning:
Íþróttahúsið Ólafsfirði

Um námskeiðið:
Sirkusskóli Húlladúllunnar býður sérstakt námskeið í silkiloftfimleikum og sirkusfimleikum. Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði. Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.

Námskeiðstími:
26. -30. júlí 2020 klukkan 10:00 – 12:00

Námskeiðsgjald:
kr. 20.000.-
Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning:
https://forms.gle/6EnRw1jJ4mRcVyPK8

Ábyrgðarmaður:
Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.
Sjá www.hulladullan.is fyrir frekari upplýsingar.

Húlladúllan Unnur Máney
Sími: 612 2727


NÁMSKEIÐ Í ÁGÚST

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF)

Sumarskipulag yngri flokka KF hefst mánudaginn 7. júní og stendur til föstudagsins 29. júlí 2021 (í ágústmánuði verður skipulagið alveg eins nema það detta út aukaæfingar og föstudagsæfingar). Skipulagið verður að hluta til eins og undanfarin ár en að hluta til með öðru sniði.

Æfingar eru á Ólafsfirði á mánudögum og miðvikudögum (æfingasvæðinu við vallarhúsið) en á Siglufirði á þriðjudögum og fimmtudögum (æfingasvæðinu við Hól). Föstudagar eru svo til skiptis.

Hér að neðan eru upplýsingar um æfingar hvers flokks (útskýringar og svo í töflu hér neðar). 

Aldur: 
2005-2017 

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími: 
8. flokkur (2015-2017) æfa 2x í viku (1x hvoru megin) á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30-17:15.
5.-7. flokkur (2009-2014) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 13:00-14:30. Að auki eru aukaæfingar 2x í viku (1x hvoru megin) á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14:45-15:45.
3.-4. flokkur (2005-2008) æfa 5x í viku (2-3x hvoru megin) kl. 16:30-18:00.

Tímasetning: 

Námskeiðsgjald: 

 • Sumargjald 8.flokks: 8.000.- (æfingar 2x í viku)
 • Sumargjald 3.-7.flokks: 25.000.- (æfingar 5x í viku)
 • Vikugjald: 5.000.-

Aðrir gjaldmöguleikar eru í samráði við yfirþjálfara yngri flokka KF.

Verðskrá (30% afsláttur fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og frítt eftir það):

Hægt er að greiða með frístundaávísun. Námskeiðið er í boði fyrir börn gesta.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Þjálfarar eru: Óskar Þórðarson (yfirþjálfari), Halldór Ingvar Guðmundsson, Þorsteinn Þór Tryggvason, Anna Brynja Agnarsdóttir, Helgi Már Kjartansson, Steinunn Heimisdóttir, Jón Frímann Kjartansson, Embla Þóra Þorvaldsdóttir og Oumar Diouck.

Rútuplan fylgir auglýsingunni og starfsmaður KF er ávallt í rútunni í tengslum við æfingar 5.-7.flokks.

Facebooksíða yngri flokka KF er: KF: Yngri flokkar: Foreldrasíða

Fréttasíða yngri flokka KF er: Fréttasíða yngri flokka KF

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar/vangaveltur varðandi skipulagið þá er um að gera að hafa samband við yfirþjálfara (Óskar, 848-6726).

*Muna hollt og gott nesti á þriðjud. og miðvikud. í tengslum við Aukaæfingar.
*Áhugasamir í 8.flokk boðið að koma með 5.-7.fl kl 13:00 þá daga sem ekki eru æfingar hjá þeim.
*Athuga að æfingar ákveðinna hópa/liða falla niður (eru í fríi) ef það er leikur sama dag.
*Athuga samæfingar með Dalvík > Munu reyna að nýta mánudaga og miðvikudaga fyrir samæfingar hjá 5.-7.flokk. Hjá 3.-4.flokk verða samæfingar ákveðnar meira út frá leikjaplani.