Frítímaþjónusta

Þjónusta við eldri borgara er hluti af fjölskyldudeild Fjallabyggðar og hefur ráðgjafi félagsþjónustunnar í samvinnu við deildarstjóra fjölskyldudeildar, umsjón með þeirri þjónustu sem veitt er eldri borgurum. Dagdvöl aldraðra er starfsrækt í Skálarhlíð á Siglufirði og á Hornbrekku á Ólafsfirði. Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta og aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu.

Boðið er upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins sem sækir:  þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Í tenglsum við dagdvöl er einnig starfrækt félagsstarf fyrir aldraða þar sem boðið er upp á félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju og skemmtun. 

Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá. 

Félagsstarf eldri borgara í Skálarhlíð


Það sem er í boði er eftirtalið;

 • Fönduraðstaða opin fyrir þá sem vilja nýta sér aðstöðuna klukkan 13:00 alla virka daga.
 • Félagsvist á mánudögum klukkan 13:00 
 • Bridge á miðvikudögum klukkan 13:00
 • Bingó á fimmtudögum klukkan 13:30
 • Bocciaæfingar klukkan 10:30 á þriðjudögum og föstudögum
 • Vatnsleikfimi klukkan 10:00 á mánudögum og miðvikudögum
 • Myndasýning klukkan 10:30 á mánudögum
 • Bæjarferðir klukkan 13:00 á þriðjudögum og föstudögum

Hér er hægt að nálgast prentútgáfu af dagskrá dagvistunnar 2017-2018.(pdf-skjal)

Markmið með starfinu er að:

 • rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku daglegra athafna.
 • bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst heima.
 • hafa notalegt umhverfi þannig að starfsfólk og gestir geti í sameiningu mótað starfsemina.
 • hver dagur verði góður og ánægjulegur

Fjöldi mynda hafa verið teknir af starfinu úr dagvistinni og má sjá þær allar með því að smella hér.

Forstöðumaður Helga Hermannsdóttir
Netfang: dagvist@simnet.is

Sími: 467-1147
Gsm: 898-1147

Félagsstarf eldri borgara Hornbrekku


 Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá. 

Nánari upplýsingar gefa:
Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147
Birna Sigurveig Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Hornbrekku, í síma 466-4060 og 847-0426

Allar nánari upplýsingar um starfsemi Skálarhlíðar er að finna á hér á heimasíðunni. 

Allar nánari upplýsingar um starfsemi Hornbrekku er að finna á hér á heimasíðunni. 

Félagsstarf aldraðra - Hús eldri borgara í Ólafsfirði

Nánari upplýsingar veita

Helga Hermannsdóttir

Forstöðumaður

Birna Sigurveig Björnsdóttir