Frístund

Nemendum 1.-4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma frá kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. 

Aksturstafla skólabíls er sett saman með starf Frístundar í huga þannig að rútuferð er strax að lokinni kennslu fyrir þá nemendur sem ekki nýta Frístund og strax að lokinni Frístund fyrir þá nemendur sem ekki fara í Lengda viðveru. 

Frístund er gjaldfrjáls en greitt er fyrir æfingar hjá íþróttafélögum og/eða fyrir einkatíma (söng- eða hljóðfæranám) hjá tónlistarskólanum.

Athugið að hægt er að nýta frístundastyrk ef hnn hefur ekki þegar verið nýttur á þessu ári.

Vor 2023 val um viðfangsefni      Kynning á viðfangsefni vor 2023   Frístundastyrkur - reglur