Samgöngur á landi

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Frístundaakstur milli byggðakjarna veturinn 2018-2019

Fjallabyggð býður uppá skóla- og frístundaakstur á milli byggðakjarna fyrir nemendur og starfsmenn grunnskóla. Almenningi er einnig fjálst að nota ferðrnar ef pláss er í bílnum.  

Á Siglufirði er ekið að og frá Grunnskólanum við Norðurgötu og í Ólafsfirði er ekið að og frá Grunnskólanum við Tjarnarstíg. Skólaliði er starfandi í skólarútunni til aðstoðar fyrir skólabörnin. 

Frá og með 11. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.

 Aksturstafla til útprentunar (pdf)

Ný aksturstafla tekur gildi 23. ágúst 2019.

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar

 Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. 

Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. 
Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum.

Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín.

Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.