Samgöngur í lofti

 Siglufjarðarflugvöllur

Siglufjarðarflugvöllur hefur verið opnaður á ný fyrir flugumferð eftir fjögurra ára lokun. Er flugvöllurinn fyrst og fremst fyrir sjúkraflug en hann á  einnig eftir að gagnast ferðaþjónustunni. 
 

Flugbrautinni á Siglufirði var lokað í lok sumars árið 2014 en hefur nú verið skráð aftur sem lendingarstaður hjá Samgöngustofu.

Brautin er í eigu Fjallabyggðar. Ekki er gert ráð fyrir því að áætlunarflug hefjist til Siglufjarðar en Siglufjarðarflugvöllur er nú orðinn viðurkenndur lendingarstaður þar sem menn lenda á eigin ábyrgð. Fjallabyggð annast merkingar á flugbrautinni. Enginn viti er til staðar né flugvallarstjórn.

Innanlandsflug

Air Iceland Connect sér um áætlunarflug milli Akureyrar og Reykjavíkur. Allar upplýsingar um flugið er að finna á vef Air Iceland Connect.