Samgöngur á landi

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar.

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Tímatafla til útprentunar 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Lokun Norðurtanga á Siglufirði

Vegna framkvæmda við Innri höfn á Siglufirði er aðkomu að Norðurtanga lokuð og þeim sem málið varðar bent á að notast við hjáleið um Vesturtanga. Lokunin mun vara fram í næstu viku. Sjá nánari skýringar á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Ályktun um samgöngumál

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 221. fundi sínum miðvikudaginn 9. nóvember sl. framlagða ályktun um samgöngumál í Fjallabyggð:
Lesa meira

Breytt aksturstafla í haustfríi grunnskólans

Föstudaginn 21. október er haustfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Af þeim sökum breytist aksturstafla skólarútunnar og verður sem hér segir [meira...] Hefðbundinn akstur verður á skólarútunni í dag fimmtudaginn 20. október og mánudaginn 24. október vegna kennslu í MTR.
Lesa meira

Lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar

Fimmtudaginn 1. september verður eftirfarandi lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar. Ökumenn eru beðnir að virða lokanir og nota merktar hjáleiðir.
Lesa meira

Ökumenn gæti að sér í umferðinni

Af gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát í umferðinni nú þegar skólastarf er að hefjast á ný og einnig að virða hraðatakmarkanir í íbúðagötum bæjarins.
Lesa meira