Samgöngur á landi

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar.

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Áætlun skólaaksturs vorið 2023 (til útprentunar)

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Pössum ruslatunnurnar okkar

Pössum að ruslatunnurnar okkar séu á öruggum stað og ekki sé hætta á að þær fjúki.
Lesa meira

Sorphirða í dag

Tafir urðu á sorphirðu í Fjallabyggð í gær vegna veðurs af þeim sökum verður almennt sorp fjarlægt í dag og á föstudaginn bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira

Dalvík - Götulokanir næstu daga

Næstu daga verður eitthvað rask á umferð og einhverjar götur lokaðar á Dalvík en tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttunum True Detective. Hér má sjá áætlun um lokanir næstu daga en hún er gefin út með fyrirvara um breytingar. Allar lokanir verða einnig auglýstar á vef Vegagerðarinnar vegagerdin.is
Lesa meira

Skólaakstur í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Akstur skólabíls breytist nú þegar jólafrí grunnskólans hefst, 21. desember 2022. Eknar verða þrjár ferðir á dag, virka daga í jólafríinu.
Lesa meira

Lokun Norðurtanga á Siglufirði

Vegna framkvæmda við Innri höfn á Siglufirði er aðkomu að Norðurtanga lokuð og þeim sem málið varðar bent á að notast við hjáleið um Vesturtanga. Lokunin mun vara fram í næstu viku. Sjá nánari skýringar á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira