Samgöngur á landi

Skólaakstur í Fjallabyggð

Gildistími aksturstöflu frá 21. ágúst 2023. Einungis keyrt á virkum dögum. 

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Tímatafla til útprentunar 

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Umferðarstýring í Múla-og Strákagöngum 11.-12. ágúst

Orðsending frá lögreglu: Um næstu helgi verður Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík og því er, í samráði við Vegagerðina, fyrirhugað að notast við umferðarstýringu í Múla-og Strákagöngum föstudaginn 11. og laugardaginn 12. ágúst.
Lesa meira

Forgangsröðun jarðganga í nýrri samgönguáætlun

Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir hefur beitt sér ötullega í því að koma sjónarmiðum sínum og Bæjarstjórnar Fjallabyggðar á framfæri í forvinnu nýrrar samgönguáætlunar fyrir tímabilið 2024 til 2038. Sérstaklt ánægjuefni er að í nýrri áætlun er ekki eingöngu um að ræða að ný gögn úr Siglufirði yfir í Fljót eru nú í öðru sæti á listanum, heldur eru ný göng úr Ólafsfirði yfir á Dalvík nú komin í fjórða sæti forgangslistans. En í fyrri áætlun var einungis gert ráð fyrir að tvöfalda Múlagöng. Þetta er því gríðarlega stór áfangi fyrir sveitafélagið og nágranna okkar.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2023

Frá og með 5. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira

Hopp mætt til Fjallabyggðar

Í dag voru fyrstu Hopp hjólin ræst í Fjallabyggð
Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar um veggöng milli Siglufjarðar og Fljóta

Alþingi hefur ályktað að fela innviðaráðherra að fela Vegagerðinni að ljúka nauðsynlegum rannsóknum vegna gerðar vegganga fyrir þjóðveg milli Siglufjarðar og Fljóta, hanna slíkt mannvirki og leggja mat á kostnað við gerð þess. Ráðherra leggi skýrslu með niðurstöðum rannsókna og kostnaðarmati fyrir Alþingi fyrir árslok 2023.
Lesa meira