Samgöngur á landi

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Frá og með 7. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.  

Gildistími: 7. júní – 17. ágúst 2022. Einungis keyrt á virkum dögum. 

Frístundaakstur sumar 2022

Klikkið á myndina til að stækka.

Tímatafla til útprentunar

Ný aksturstafla tekur gildi 18. ágúst 2022

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Umferðaröryggi við leikskóla í Fjallabyggð – Útboð

Um er að ræða tvö aðskilin verk. Annars vegar við leikskólann á Ólafsfirði og hins vegar leikskólann á Siglufirði. Sér útboðsgögn eru fyrir hvort verk og því ekki skylda að bjóða í bæði verkin.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

Vegna vondrar veðurspár verða ferðir skólarútu felldar niður í dag þriðjudaginn 22. febrúar. Kennt er samkvæmt óveðursskipulagi í Grunnskóla Fjallabyggðar og skólinn einungis opninn fyrir yngsta stigið 1. - 4. bekk.
Lesa meira

Skólaakstur hefst að nýju veturinn 2021-2022

Miðvikudaginn 18. ágúst nk. mun áætlun skólabíls taka breytingum en þá hefst kennsla í MTR og mánudaginn 23. ágúst hefst skólastarf í Grunnskóla Fjallabyggðar. Við viljum minna á að skólarútan er fyrst og fremst ætluð nemendum og starfsfólki skólanna í Fjallabyggð og er grímuskylda meðal eldri nemenda og fullorðinna í bílnum.
Lesa meira

Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár nýjar fræðslumyndir er varða umferðaröryggi
Lesa meira

Breytt áætlun skólarútu til 31. mars

Vegna lokunar grunn- og framhaldsskóla verður áætlun skólarútu með breyttu sniði næstu daga eða til og með 31. mars nk. Áætlun er eftirfarandi: Frá Siglufirði kl: 7:40, 12:40 og 15:50 Frá Ólafsfirði kl. 8:05, 13:15 og 16:15. Grímuskylda er í skólarútunni.
Lesa meira