Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020

Haldinn í fjarfundi,
12.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Atli Einarsson formaður, D lista,
Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista,
Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista,
Ægir Bergsson aðalmaður, I lista,
Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar,
Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður,
Elías Pétursson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar


Dagskrá: 
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1. 2004006 - Umhverfisátak 2020
Í framhaldi af bókun skipulags- og umhverfisnefndar undir lið 2 á dagskrá 253. fundar nefndarinnar vill hafnarstjórn taka undir bókun nefndarinnar og beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við deiliskipulag hafnarsvæðis á Ólafsfirði, samhliða deiliskipulagi sem skilgreint er í bókun nefndarinnar. Einnig beinir hafnarstjórn því til bæjarstjórnar að metnir verði kostir og gallar þess að útvíkka skilgreint hafnarsvæði yfir á þau svæði þar sem nú er hafnsækin starfsemi og eða telja má til áhrifasvæðis hafnarinnar.
2. 2005033 - Fjallabyggðarhafnir, sumarleyfi og afleysingar
Yfirhafnarvörður fór yfir áætluð sumarleyfi starfsmanna og stöðu afleysingar.
3. 2005034 - Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2020 - 2021
Deildarstjóri tæknideildar og yfirhafnarvörður fóru yfir og skýrðu fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald við Fjallabyggðarhafnir á árinu 2020.
4. 2005037 - Umhverfisumbætur og hirðing svæða við Fjallabyggðarhafnir
Farið yfir hugmyndir að umhverfisbótum á hafnarsvæðum, lögð áhersla á úrbætur.
5. 1911006 - Sorphirða á hafnarsvæðum
Yfirhafnarvörður fór yfir fyrirkomulag sorphirðu á hafnarsvæðum sem og fyrirkomulag innheimtu gjalda.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að funda með Íslenska gámafélaginu vegna sorphirðu við Fjallabyggðarhafnir.
6. 2005036 - Trúnaðarmál - starfsmannamál
Fært í trúnaðarbók.
Almenn erindi
7. 2001082 - Erindi vegna opnunartíma hafnarvoga í fjallabyggð
Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 vegna opnunartíma hafnarvoga í Fjallabyggð.
Hafnarstjórn fór yfir opnunartíma Fjallabyggðarhafna.
8. 2001081 - Erindi vegna ráðningar hafnarvarðar.
Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar vegna ráðningar hafnarvarða.
Hafnarstjórn fór yfir málið og erindið rætt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55 

Til bakaPrenta