Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
16.01.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ólafur Stefánsson formaður, D lista,
Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista,
Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista,
Ægir Bergsson varaformaður I lista,
Rodrigo Junqueira Thomas varamaður, I lista,
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida Marguerite Semey boðaði forföll og Rodrigo Junqueira Thomas mætti í hennar stað.


Fundarmenn hófu fundinn á því að skoða Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar undir stjórn Hrannar Hafþórsdóttur forstöðumanns.


Dagskrá: 
Til kynningar
1. 1811100 - Tjarnarborg - veitingarsala
Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat undir þessum lið. Lögð voru fram drög að reglum vegna vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Einnig voru lögð fram drög að samningi vegna vínveitingasölu í menningarhúsinu. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs.
2. 1901031 - Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð
Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram dagskrá að fyrirhuguðum Vorfundi ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn 28. febrúar í Tjarnarborg.
3. 1811009 - Markaðsstefna Fjallabyggðar
Skipa þarf vinnuhóp til að vinna drög að markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að kanna hentuga samsetningu vinnuhóps og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
4. 1901019 - Afhending menningastyrkja og útnefning bæjarlistamanns.
Afhending menningarstyrkja fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 24. janúar kl. 18.00. Afhentir verða menningarstyrkir vegna viðburða og hátíða sem markaðs- og menningarnefnd úthlutar ásamt þeim styrkjum sem bæjarráð úthlutar í menningarmálum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10 

Til bakaPrenta