Fjallabyggð hefur hafið móttöku á rafrænum umsóknum og eyðublöðum frá notendum í gegnum vefinn Rafræn Fjallabyggð - Íbúagátt. Ætlunin er að fjölga rafrænum eyðublöðum með tíð og tíma þannig að seinna meir verði allar umsóknir/beiðnir á rafrænu formi. Enn um sinn verða einhver eyðublöð aðgengileg undir útgefni efni - Eyðublöð - til útprentunar en sú leið verður óvirkjuð seinna meir. Notendur eru því eindregið hvattir til þess að nota Rafræna Fjallabyggð.
Ef notandi finnur ekki eyðublað/umsókn vinsamlegast hafið samband við viðkomandi starfsmenn í síma 464-9100