Íþróttamiðstöðvar / sundlaugar

 

Fjallabyggð auglýsir breyttan opnunartíma íþróttamiðstöðva frá  3. júní -31. ágúst 2019.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar eru tvær:

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði
Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464-9170  

Fjölnota íþróttasalur, tækjasalur. 
Sundhöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.


Staðsetning Sundhallar Siglufjarðar á korti

Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði
Tjarnarstíg 1
Sími: 464 9250

Við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði er sundlaug 8 x25 metrar, 2 heitir pottar 38° og 40° heitir og er annar m/nuddi.
Fosslaug og barnalaug eru vinsælar og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl

Löglegt íþróttahús er á staðnum og ágætis tækjasalur.

Sundlaug Ólafsfjarðar var byggð í sjálfboðavinnu félaga í Íþróttafélaginu Sameiningu á árunum 1943 – 1945 og var síðan afhent Ólafsfjarðarbæ og hún vígð sunnudaginn 1. júlí 1945. Fyrst til að stinga sér í sundlaugina var Freydís Bernharðsdóttir þá 10 ára. Árið 2010 var sundlaugin og svæðið endurgert í núverandi mynd.


 

Staðsetning sundlaugar  Ólafsfjarðar á korti

Forstöðumaður er Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: haukur@fjallabyggd.is

 Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2019

Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2018 - viðauki

 

 

 

 

 

Tengiliðir

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir spinninghjól til sölu

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir, spinninghjól til sölu. Verð er kr. 25.000 á hjól. Áhugasamir hafi samband við Hauk Sigurðsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar í síma: 863 1466 eða á netfangið haukur@fjallabyggd.is
Lesa meira

Fer hringferð um landið til baráttu gegn ofbeldi á börnum

Í dag, föstudaginn 16. ágúst, hefja UNICEF á Íslandi og crossfit kappinn Einar Hansberg Árnason hringferð um landið til að vekja athygli á átaki UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum - Stöðvum feluleikinn - sem hófst fyrr á þessu ári.
Lesa meira