Nefndir og stjórnir

 Fundargerðir allra nefnda  Fundadagatal nefnda 2023

Eftirfarandi nefndir starfa á vegum og í umboði bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Smellið á nafn nefndar til að fá nánari upplýsingar um hana.

Almannavarnanefnd Eyjafjarðar

Fjallabyggð er aðili að Almannavarnanefnd Eyjafjarðar ásamt 6 sveitarfélögum.

Nefndin starfrækir eina aðgerðarstjórn sem hefur aðsetur á Akureyri og samhæfir hún aðgerðir ef upp kemur einhver sá atburður sem kallar á aðgerðir nefndarinnar.
Þá eru starfandi tvær vettvangsstjórnir, í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn  

Félagsmálanefnd

Valdsvið
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Félagsmálanefnd hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu umsókna um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu samkvæmt reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Aðrar ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Félagsmálanefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem falin eru nefndinni nema á fundum hennar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Félagsmálanefnd hefur umsjón með félagsmálum, félagslegu leiguhúsnæði, jafnréttismálum, forvarnarmálum, málefnum aldraðra, fatlaðs fólks og innflytjenda.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf félagsmálanefndar  Nefndarmenn  Fundargerðir félagsmálanefndar

Fjallskilastjórn

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Flokkun

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Fræðslu- og frístundanefnd

Valdsvið
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Fræðslu- og frístundanefnd hefur heimild bæjarstjórnar til að fullnaðarafgreiða umsóknir um greiðslu kostnaðar vegna námsvistar íbúa Fjallabyggðar í leikskólum, grunnskólum eða tónlistarskólum í öðrum
sveitarfélögum skv. reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Nefndin hefur einnig heimild til að afgreiða umsóknir um dagvistun barna í heimahúsum í öðrum sveitarfélögum skv. samþykktum Fjallabyggðar. Aðrar ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem fræðslu- og frístundanefnd eru falin nema á nefndarfundum. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Fræðslu- og frístundanefnd fer með verkefni leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla samkvæmt lögum og reglugerðum þar um. Fer einnig með íþrótta- og æskulýðsmál, samkvæmt lögum og reglugerðum þar um, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin.

Fundargerðir fræðslu- og frístundanefndar eru aðgengilegar hér.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar  Nefndarmenn

Fulltrúaráð Brunabótafélags

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Hafnarstjórn

Valdsvið
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir sveitarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar. Hafnarstjórn er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem henni eru falin nema á fundum Hafnarstjórnar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með
starfsmanni, enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Heimildir hafnarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála eru háðar því að samþykktir þeirra sem hafa í för með sér að útgjöld séu innan heimilda í fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi málaflokk. Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða samþykkt þessari, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.

Málaflokkar
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur umsjón með rekstri hafnarþjónustu, hafnarmannvirkja og hafnarsvæða í Fjallabyggð.

Fundargerðir hafnarstjórnar eru aðgengilegar hér.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf hafnarstjórnar  Nefndarmenn  Fundargerðir

Heilbrigðisnefnd SSNV

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Valdsvið:
Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Landsþing kemur saman árlega, að jafnaði í mars eða apríl. Á því ári sem almennar sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal landsþing þó haldið í september eða október.

Kjör landsþingsfulltrúa

Í 4. gr. samþykkta sambandsins er kveðið um fjölda landsþingsfulltrúa og varamenn þeirra, um kjörgengi og tilkynningar um kjör:

Að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum kjósa hlutaðeigandi sveitarstjórnir fulltrúa á landsþing og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar. Um fjölda aðalfulltrúa á landsþingi gildir eftirfarandi:

  • Sveitarfélag með allt að 1.000 íbúa kýs 1 fulltrúa.
  • Sveitarfélag með 1.001 til 3.000 íbúa kýs 2 fulltrúa.
  • Sveitarfélag með 3.001 til 5.000 íbúa kýs 3 fulltrúa.
  • Sveitarfélag með 5.001 til 10.000 íbúa kýs 4 fulltrúa
  • Sveitarfélag með fleiri en 10.000 íbúa kýs einn fulltrúa fyrir hvert byrjað tugþúsund íbúa umfram 10.000 til viðbótar hinum fjórum.

Íbúafjöldi samkvæmt þessari grein skal miðaður við 1. janúar á því ári sem almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Notaðar skulu mannfjöldatölur skv. skráningu Hagstofu Íslands. Verði breyting á sveitarfélagaskipan frá 1. janúar fram til sveitarstjórnarkosninga, skal laga íbúafjöldann að þeirri breytingu.

Varafulltrúar á landsþingi skulu kosnir jafnmargir og aðalfulltrúar. Kosning fulltrúa fer eftir sömu reglum og gilda um kosningu nefnda skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga, annarra en byggðarráðs.

Kjörgengir sem fulltrúar á landsþingi eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórnum og varamenn þeirra jafnmargir að tölu, hvort sem varamaður í sveitarstjórn hefur verið kjörinn sérstaklega við óbundnar kosningar eða hann fær kjörbréf vegna setu á framboðslista við bundnar hlutfallskosningar.

Að kosningu lokinni, í síðasta lagi 1. ágúst, sendir sveitarfélagið skrifstofu sambandsins kjörbréf með nöfnum þeirra sem hafa verið kjörnir fulltrúar og varafulltrúar.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

 Nefndarmenn

Markaðs- og menningarnefnd

Valdsvið
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir sveitarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar. Markaðs- og menningarnefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem henni eru falin nema á fundum markaðs- og menningarnefndar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni, enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.
Heimildir markaðs- og menningarnefndar til fullnaðarafgreiðslu mála eru háðar því að samþykktir þeirra sem hafa í för með sér að útgjöld séu innan heimilda í fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi málaflokk.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða samþykkt þessari, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.

Málaflokkar
Markaðs- og menningarnefnd hefur umsjón með atvinnumálum, menningarmálum, málefnum ferðaþjónustu og markaðs og kynningarmálum Fjallabyggðar.

Fundargerðir markaðs- og menningarnefndar eru aðgengilegar hér.

Erindisbréf markaðs- og menningarnefndar  Nefndarmenn  Fundargerðir

Notendaráð fatlaðs fólks

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Skipulags- og umhverfisnefnd

Valdsvið
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar og eftir því sem við á, samþykki Skipulags-stofnunar og staðfesting umhverfisráðherra.

Skipulags- og umhverfisnefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem henni eru falin nema á fundum skipulags- og umhverfisnefndar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni, enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur umsjón með skipulagsmálum, byggingarmálum, umferðarmálum, umhverfismálum, gróður- og náttúruverndarmálum, landbúnaðarmálum, málefnum varðandi að- og fráveitu, og málefnum sem varða búfjár- og gæludýrahald. Nefndin hefur einnig umsjón með hreinlætis og heilbrigðismálum að því marki sem þau eru ekki falin heilbrigðisnefndum þeim sem Fjallabyggð er aðili að.

Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar eru aðgengilegar hér.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar  Fundarmenn    Fundargerðir

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

SSNE Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðausturlandi

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Stjórn Hornbrekku

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Stjórnskipuleg staða:
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku heyrir undir bæjarstjórn Fjallabyggðar og starfar í umboði hennar.

Valdsvið:

Ákvarðanir stjórnar, sem hafa í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar umfram fjárhagsáætlun, eru ekki bindandi fyrir sveitarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar. 

Stjórn Hornbrekku er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi sveitarfélagsins í málefnum sem falin eru stjórninni nema á fundum hennar. Þó getur stjórn falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf stjórnar Hornbrekku  Nefndarmenn  Fundargerðir

Stjórn Fjallasala ses.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Stjórn Leyningsáss ses.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Stjórn Síldarminjasafns ses.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Stjórn SSNE

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Stjórn SSNE

Stjórn Þjóðlagaseturs

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

 

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn  Fundargerðir

Undirkjörstjórn í Ólafsfirði

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Undirkjörstjórn á Siglufirði

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Ungmennaráð Fjallabyggðar

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar starfar skv. ákvæðum 14. gr. laga um nr. 56/1998 um kosningar til sveitarstjórna og 2. mgr. 15. greinar laga nr. 24/2000. Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar hefur yfirumsjón með starfi undirkjörstjórna sem sjá um framkvæmd kosninga í Siglufirði og Ólafsfirði.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn

Öldungaráð

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Nefndarmenn