Félagsmálanefnd

Valdsvið
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Félagsmálanefnd hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu umsókna um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu samkvæmt reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Aðrar ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Félagsmálanefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem falin eru nefndinni nema á fundum hennar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Félagsmálanefnd hefur umsjón með félagsmálum, félagslegu leiguhúsnæði, jafnréttismálum, forvarnarmálum, málefnum aldraðra, fatlaðs fólks og innflytjenda.

Fundargerðir Félagsmálanefndar eru aðgengilegar hér.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf félagsmálanefndar

Nafn Starfsheiti Netfang

Aðalmenn

Varamenn