Persónuverndarstefna

Fjallabyggð hefur sett sér persónuverndarstefnu og var hún samþykkt í bæjarstjórn þann 23. janúar 2019.

Í stefnunni má finna upplýsingar um stefnu sveitarfélagsins varðandi persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga svo sem söfnun þeirra, varðveislu og öryggi. Sveitarfélagið mun auk þess leitast við að veita þeim einstaklingum sem unnið er með persónuupplýsingar um nánari fræðslu um þá vinnslu sem sveitarfélagið hefur með höndum hverju sinni, eftir því sem við á.