Viðburðadagatal á aðventu í Fjallabyggð 2022-2023

VIÐBURÐADAGATAL Á AÐVENTU Í FJALLABYGGÐ
_______________________________________________________

Undanfarin ár hefur Fjallabyggð gefið út viðburðadagatal fyrir jólin þar sem m.a. er birt dagskrá hinna ýmsu þjónustuaðila, félaga,
safna og setra, skóla, kirkjunnar og fleira.

Ef þú vilt koma þínum viðburði til skila til íbúa með þátttöku í dagatalinu þarftu að senda upplýsingar um hann til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is fyrir 16. nóvember nk.

Birting í dagatalinu er þér að kostnaðarlausu og verður það m.a. birt á vef Fjallabyggðar.

KVEIKJUM JÓLALJÓSIN
______________________________________________________

Ljósin verða kveikt á jólatrénu við Tjarnarborg í Ólafsfirði laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 og á Ráðhústorginu á  Siglufirði sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:00.

JÓLAMARKAÐUR TJARNARBORGAR
_______________________________________________________

Hinn árlegi jólamarkaður Tjarnarborgar verður haldinn laugardaginn 26. nóvember frá kl. 13:00 - 16:00
Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða panta jólahús vinsamlegast hafi samband við Ástu í síma 853 8020 eða á netfangið astas@fjallabyggd.is.