Vel heppnuð afmælishátíð

Ingvar Erlingsson forseti bæjarstjórnar og Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.
Ingvar Erlingsson forseti bæjarstjórnar og Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.
Í gær var haldið upp á 100 ára afmæli skólahússins við Norðurgötu. Opið hús var á milli kl. 11:00 - 13:00 og mætti fjöldi gesta til að skoða húsnæðið.  Nemendur í 1. - 4. bekk sungu fyrir gesti í tvígang, kl. 11:15 og 12:30 og tókst það einstaklega vel hjá þeim. Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og afhenti skólastjóra, Jónínu Magnúsdóttur, teikningar af nýrri viðbyggingu sem á að rísa við skólann á næsta ári. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri í gær.


Nemendur sögðu frá sögu skólans og kynntu jafnframt lögin sem þau sungu.


Flottur nemendahópur í 1. - 4. bekk.

Einbeittir og söngglaðir nemendur.